Hátíðin er haldin við Highmark völlinn sem er heimavöllur Buffalo Bills í NFL-deildinni. 50 til 80 þúsund manns mæta á hátíðina á ári hverju en Henry Birgir Gunnarsson fékk að fylgjast með teymi Just Wingin it sem tók þátt í vængjakeppni á dögunum og þar gekk vel. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar taka þátt í keppninni.
„Þetta hefur verið algjörlega framar björtustu vonum. Það var röð hérna áður en við opnuðum. Þetta var bara eins og þegar við vorum með matarvagninn hérna í denn,“ segir Lýður Vignisson eigandi Just Wingin it.
„Hér er bara frábært veður og geggjuð stemning. Við erum svolítið nýja stelpan á ballinu. Hér eru staðir sem hafa verið hérna frá upphafi og fólk þekkir þeirra vörur.“
Vel gekk á keppninni og var teymið meðal annars verðlaunað fyrir besta vænginn að mati fjölmiðla á svæðinu. Hér að neðan má sjá brot úr þætti Íslands í dag á Stöð 2 í gærkvöldi, en þar var fjallað um verð íslenska teymisins til Buffalo.
Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð það í heild sinni á veitum Stöðvar 2.