Borgarstjóri segir mikilvægt að fá forseta Íslands í heimsókn Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2023 19:17 Forsetahjónin auk borgarstjórahjónanna skoðuðu íslenskuver í Breiðholtsskóla, svo fátt eitt sé nefnt. Reykjavíkurborg Forsetahjónin fóru víða í dag í fyrstu opinberu heimsókn forseta Íslands til Reykjavíkur frá því Vigdís Finnbogadóttir heimsótti borgina á 200 ára afmæli hennar árið 1986. Borgarstjóri segir mikilvægt að fá forsetann í heimsókn. Mér skilst að þetta sé aðeins í þriðja skipti sem forseti Íslands heimsækir Reykjavík, síðast á 200 ára afmæli borgarinnar. Er forsetinn ekki alltaf í Reykjavík, þarf hann að koma í opinbera heimsókn? „Nei í sjálfu sér þarf þess ekki. Skrifstofa forseta er í Reykjavík svo dæmi sé tekið. En það er gaman að ná svona einum degi þar sem við sjáum svo margt fjölbreytt og iðandi mannlíf. Þannig að við höfum notið þess mjög við hjónin að ferðast og ég vona að þau sem hafa tekið á móti okkur hér og þar í borginni hafi notið þess líka,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar hann og Eliza komu í gömlu rafstöðina í Elliðaárdal. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það mjög mikils virði að fá forsetahjónin í heimsókn. „Það er svo margt sem við tökum sem gefnu, sem þegar maður fær frábæra gesti, fyllir svo margt fólk af miklu stolti. Ég sá það bara í augum barnanna, í handabandi kennaranna og skólafólksins að fólk virkilega kunni að meta að forseti Íslands væri að koma í opinbera heimsókn til Reykjavíkur og heimsækja einmitt þau,“ segir borgarstjóri. Árbæingurinn gat náttúrlega ekki stillt sig um að fara með þig í Skalla til að fá ís. Var það kannski hápunkturinn? „Ég fór náttúrlega fyrst í ræktina í Árbænum líka. Vil halda því til haga,“ segir forsetinn kíminn. Vinna þér inn hitaeiningar? „Einmitt. En Reykjavík er höfuðborg Íslands og hér býr nú um það bil, muni ég rétt, þriðjungur landsmanna. Tveir þriðju ef við tökum höfuðborgarsvæðið og enn fleiri ef við horfum til nágrannasveitarfélaga. Þannig að við fræðumst mjög um framtíð lands og þjóðar með því að fara hingað,“ segir Guðni. Forsetahjónum, borgarstjóra og frú ásamt fylgdarliði var boðið að taka þátt í æfingum með íþróttahópi eldri borgara í fimleikahúsi Fylkis. Reykjavíkurborg Borgarstjóri minnti á að Íslendingar væru í alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki. Og Reykjavík er þar auðvitað okkar langsterkasta vörumerki og það sem mun ráða úrslitum um það hvernig gengur í þessari alþjóðlegu samkeppni.,“ segir Dagur. Óskir forseta Íslands til Reykvíkinga? „Bara að Reykvíkingum líði vel nú og um alla framtíð og að sambúð okkar allra í þessu landi verði farsæl. Við eigum ekki að ala á úlfúð á milli borgar og annarra hluta landsins. Við eigum að vinna saman og ég finn það í þessari heimsókn að þrátt fyrir allt er það nú miklu fleira sem sameinar okkur en það sem okkur greinir á um,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Forseti Íslands Reykjavík Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Mér skilst að þetta sé aðeins í þriðja skipti sem forseti Íslands heimsækir Reykjavík, síðast á 200 ára afmæli borgarinnar. Er forsetinn ekki alltaf í Reykjavík, þarf hann að koma í opinbera heimsókn? „Nei í sjálfu sér þarf þess ekki. Skrifstofa forseta er í Reykjavík svo dæmi sé tekið. En það er gaman að ná svona einum degi þar sem við sjáum svo margt fjölbreytt og iðandi mannlíf. Þannig að við höfum notið þess mjög við hjónin að ferðast og ég vona að þau sem hafa tekið á móti okkur hér og þar í borginni hafi notið þess líka,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar hann og Eliza komu í gömlu rafstöðina í Elliðaárdal. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það mjög mikils virði að fá forsetahjónin í heimsókn. „Það er svo margt sem við tökum sem gefnu, sem þegar maður fær frábæra gesti, fyllir svo margt fólk af miklu stolti. Ég sá það bara í augum barnanna, í handabandi kennaranna og skólafólksins að fólk virkilega kunni að meta að forseti Íslands væri að koma í opinbera heimsókn til Reykjavíkur og heimsækja einmitt þau,“ segir borgarstjóri. Árbæingurinn gat náttúrlega ekki stillt sig um að fara með þig í Skalla til að fá ís. Var það kannski hápunkturinn? „Ég fór náttúrlega fyrst í ræktina í Árbænum líka. Vil halda því til haga,“ segir forsetinn kíminn. Vinna þér inn hitaeiningar? „Einmitt. En Reykjavík er höfuðborg Íslands og hér býr nú um það bil, muni ég rétt, þriðjungur landsmanna. Tveir þriðju ef við tökum höfuðborgarsvæðið og enn fleiri ef við horfum til nágrannasveitarfélaga. Þannig að við fræðumst mjög um framtíð lands og þjóðar með því að fara hingað,“ segir Guðni. Forsetahjónum, borgarstjóra og frú ásamt fylgdarliði var boðið að taka þátt í æfingum með íþróttahópi eldri borgara í fimleikahúsi Fylkis. Reykjavíkurborg Borgarstjóri minnti á að Íslendingar væru í alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki. Og Reykjavík er þar auðvitað okkar langsterkasta vörumerki og það sem mun ráða úrslitum um það hvernig gengur í þessari alþjóðlegu samkeppni.,“ segir Dagur. Óskir forseta Íslands til Reykvíkinga? „Bara að Reykvíkingum líði vel nú og um alla framtíð og að sambúð okkar allra í þessu landi verði farsæl. Við eigum ekki að ala á úlfúð á milli borgar og annarra hluta landsins. Við eigum að vinna saman og ég finn það í þessari heimsókn að þrátt fyrir allt er það nú miklu fleira sem sameinar okkur en það sem okkur greinir á um,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
Forseti Íslands Reykjavík Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira