Lífið

Jamie Foxx neitar sök

Jón Þór Stefánsson skrifar
Jamie Foxx neitar því að hafa áreitt konu kynferðislega.
Jamie Foxx neitar því að hafa áreitt konu kynferðislega. EPA

Bandaríski leikarinn Jamie Foxx neitar því að hafa kynferðislega áreitt konu í New York fyrir átta árum. Konan hefur höfðað mál á hendur Foxx.

Því er haldið fram að árið 2015 hafi óskarsverðlaunahafinn, í ljósi stöðu sinnar sem frægur Hollywood-leikari, viðhaft um konuna óviðeigandi ummæli, tekið hana afsíðis og síðan káfað á henni.

Konan hafi í kjölfarið upplifað mikla andlega þjáningu og fundið fyrir streitu.

„Umrætt atvik átti sér aldrei stað,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni Foxx. Þar er því haldið fram að árið 2020 hafi kæra komið á borð yfirvalda í Brooklyn-hverfi New York-borgar frá sömu konu. Það mál hafi verið fellt niður.

„Þessar fullyrðingar eru ekkert sannari nú en þær voru þá. Við erum sannfærð um að málin verði aftur vísað frá, og þegar það hefur verið gert mun Foxx fara í meiðyrðamál gegn umræddum einstaklingi og lögmönnum hennar fyrir að bera þetta mál aftur á borð.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.