Argentínsku heimsmeistararnir unnu leikinn með einu marki gegn engu. Ólæti brutust út fyrir leikinn og seinka þurfti honum um hálftíma. Leikmenn Argentínu fóru til búningsherbergja og komu ekki út fyrr en ólátunum linnti.
Þegar Argentínumenn voru á leið inn í klefa á Maracana vellinum í Ríó helltu stuðningsmenn Brasilíu bjór yfir Di María. Hann brást illa við og hrækti í átt að þeim. Atvikið náðist á myndband.
Di María, sem leikur núna með Benfica í Portúgal, byrjaði á bekknum í leiknum gegn Brasilíu en kom inn á sem varamaður á 78. mínútu. Hann hefur 136 landsleiki og skorað 29 mörk.
Argentína er á toppi Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2026.