Skammist ykkar, Intuens! Eyjólfur Þorkelsson skrifar 24. nóvember 2023 14:00 Umræðan um segulómunarfyrirtækið Intuens hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Eftir að hafa farið illilega framúr sér með fyrirheitum sem ekki var nokkur fótur fyrir virðast þau hafa dregið í land með heilómunarórana. Þær upplýsingar voru í það minnsta fjarlægðar af vef þeirra í skjóli nætur og verðskrá uppfærð. Vona má að sú efnislega gagnrýni sem helstu fagfélög lækna heldu á lofti hafi náð eyrum fyrirtækisins og forvígismenn þess séð að sér. Það hefði verið meiri mannsbragur að koma hreint fram og viðurkenna mistökin en vissulega er gott og gilt að forðast að bera ábyrgð á frekari skaða en orðinn er. Þó er eitt sem ekki hefur enn komið fram opinberlega. Eitt sem veldur því að maður efast um að einungis hafi verið um vanhugsað frumhlaup að ræða hjá fyrirtækinu. Sem veldur því að fagurgali um aðstoð og valdeflingu sjúklinga hefur holan hljóm. Eitt meginatriðið í gagnrýni lækna á viðskiptahugmynd Intuens (eða markaðsmódel, heilbrigðisþjónusta er a.m.k. ekki rétta orðið) er að fyrirtækið er að selja falskt ”frískbevís” til fólks sem á ekki að þurfa á neinu slíku að halda. Þetta þó þeim eigi að vera fullljóst að slíkt sé ekki hægt. Eins og það sé ekki nóg, þá er sýnu verra hið fullkomna tómlæti fyrir því að svona tiltæki veldur ótta hjá því heilbrigða fólki sem reynist með einhverskonar frávik sem svo þarf að rannsaka, stinga á, jafnvel skera burt áður en hægt er að sefa þann ótta sem Intuens þáði 300.000 krónur fyrir að kynda upp. Ég var tilbúinn að fyrirgefa það sem ég hélt vera einskæran metnað sem hljóp með þau í gönur. Svo sá ég bréfið. “Tilboðið”. Intuens ákvað meðvitað og markvisst að herja á krabbameinssjúklinga. Bauð þeim “sérkjaradíl”. Fyrir litlar 75.000 krónur gætu þau séð hvort þau væru komin með krabbamein - aftur. Þeirra hugmynd að svörtum föstudegi með svörtum húmor. Orðið krabbamein vekur flestum ugg, fáum þó jafnmikinn og fólki sem þegar hefur þurft að ganga í gegnum tilfinningarússibanann og óvissuna sem fylgir þeirri greiningu. Að gera sér gróða úr ótta þess og örvæntingu og vísvitandi ýfa upp sár þess til þess að senda svo aftur frá sér - eitthvert. Mig skortir orð til að lýsa andstyggðinni sem þetta vekur. Ég sá fyrir mér að óska ykkur velfarnaðar á heilbrigðari starfsvettvangi. Hvers ég óska ykkur núna læt ég helst ósagt. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan um segulómunarfyrirtækið Intuens hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Eftir að hafa farið illilega framúr sér með fyrirheitum sem ekki var nokkur fótur fyrir virðast þau hafa dregið í land með heilómunarórana. Þær upplýsingar voru í það minnsta fjarlægðar af vef þeirra í skjóli nætur og verðskrá uppfærð. Vona má að sú efnislega gagnrýni sem helstu fagfélög lækna heldu á lofti hafi náð eyrum fyrirtækisins og forvígismenn þess séð að sér. Það hefði verið meiri mannsbragur að koma hreint fram og viðurkenna mistökin en vissulega er gott og gilt að forðast að bera ábyrgð á frekari skaða en orðinn er. Þó er eitt sem ekki hefur enn komið fram opinberlega. Eitt sem veldur því að maður efast um að einungis hafi verið um vanhugsað frumhlaup að ræða hjá fyrirtækinu. Sem veldur því að fagurgali um aðstoð og valdeflingu sjúklinga hefur holan hljóm. Eitt meginatriðið í gagnrýni lækna á viðskiptahugmynd Intuens (eða markaðsmódel, heilbrigðisþjónusta er a.m.k. ekki rétta orðið) er að fyrirtækið er að selja falskt ”frískbevís” til fólks sem á ekki að þurfa á neinu slíku að halda. Þetta þó þeim eigi að vera fullljóst að slíkt sé ekki hægt. Eins og það sé ekki nóg, þá er sýnu verra hið fullkomna tómlæti fyrir því að svona tiltæki veldur ótta hjá því heilbrigða fólki sem reynist með einhverskonar frávik sem svo þarf að rannsaka, stinga á, jafnvel skera burt áður en hægt er að sefa þann ótta sem Intuens þáði 300.000 krónur fyrir að kynda upp. Ég var tilbúinn að fyrirgefa það sem ég hélt vera einskæran metnað sem hljóp með þau í gönur. Svo sá ég bréfið. “Tilboðið”. Intuens ákvað meðvitað og markvisst að herja á krabbameinssjúklinga. Bauð þeim “sérkjaradíl”. Fyrir litlar 75.000 krónur gætu þau séð hvort þau væru komin með krabbamein - aftur. Þeirra hugmynd að svörtum föstudegi með svörtum húmor. Orðið krabbamein vekur flestum ugg, fáum þó jafnmikinn og fólki sem þegar hefur þurft að ganga í gegnum tilfinningarússibanann og óvissuna sem fylgir þeirri greiningu. Að gera sér gróða úr ótta þess og örvæntingu og vísvitandi ýfa upp sár þess til þess að senda svo aftur frá sér - eitthvert. Mig skortir orð til að lýsa andstyggðinni sem þetta vekur. Ég sá fyrir mér að óska ykkur velfarnaðar á heilbrigðari starfsvettvangi. Hvers ég óska ykkur núna læt ég helst ósagt. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun