GTA-leikari „svattaður“ í beinni Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 13:45 Ned Luke leikur Michael De Santa í Grand Theft Auto 5. Lögreglunni var sigað að heimili leikarans Ned Luke, sem lék glæpamanninn Michael De Santa í Grand Theft Auto 5, einum vinsælasta tölvuleik sögunnar, í gærkvöldi. Það var gert þegar hann var að streyma sig spila GTA 5. Á meðan hann var að spila fékk Luke símtal þar sem honum var sagt að fjöldi lögregluþjóna væri fyrir utan heimili hans. Hann kíkti út um gluggann og sagði: „Frábært.“ „Jæja. Ég þarf að hætta,“ sagði Luke svo við áhorfendur sína. „Nú hafa þessir drullusokkar svattað húsið mitt.“ GTA 5 voice actor Ned Luke was just swatted while playing GTA pic.twitter.com/0crfqjnexv— Dexerto (@Dexerto) November 23, 2023 Það að siga lögreglunni á fólk sem er að streyma í beinni útsendingu gerist reglulega í Bandaríkjunum og kallast þetta „Swatting“ á ensku. Það felur í sér að fólk hringir í Neyðarlínuna og segir neyðartilvik eiga sér stað á heimili viðkomandi. Fólk sem starfar við að streyma, hvort sem það er að spila tölvuleiki eða annað, er reglulega „svattað“, ef svo má segja. Þetta getur falið í sér að þungvopnaðir lögregluþjónar ryðjast inn á heimili fólks, þar sem þeir búast við gíslatöku eða annarskonar hættuástandi. Fólk hefur verið skotið til bana af lögregluþjónum vegna þessara athæfa. Sjá einnig: Játar að hafa sigað lögreglunni á saklausan mann sem var skotinn til bana Nokkrum klukkustundum eftir að Luke lauk streymi sínu, svaraði hann áhorfanda á X, sem hafði gagnrýnt framleiðendur GTA fyrir að hafa IP-tölu spilara sýnilegar. Hægt er að finna heimilisfang fólks út frá IP-tölum. Luke sagði atvikið ekki á ábyrgð Rockstar, áðurnefndra framleiðenda. Persónuupplýsingum hans hefði verið lekið á netið fyrir löngu síðan og þetta hefði nokkrum sinnum verið gert síðan þá. Í grein Eurogamer er bent á að pitsusendill sem vann í hverfi Luke segist hafa séð lögregluna við hús leikarans áður. Þá var umræddur pitsusendill að fara með pitsur heim til Luke. Pítsu sem hann hafði ekki pantað. Þeir ræddu þó saman um nokkuð skeið þar til sendillinn nefndi að hann hefði séð fjölda lögregluþjóna fela sig bakvið tré þar skammt frá. Luke mun þá hafa blótað því að þetta væri að gerast aftur og kallað til lögregluþjónanna. „Og þú fékkst pítsurnar aldrei greiddar,“ sagði Luke. Hér að neðan má sjá nokkur tilfelli þar sem streymarar hafa verið svattaðir. Hér að neðan má sjá Swatting frá tveimur sjónarhornum. Annað sýnir streymi Adin Ross og neðra myndbandið er úr vestismyndavél lögregluþjóns. Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Á meðan hann var að spila fékk Luke símtal þar sem honum var sagt að fjöldi lögregluþjóna væri fyrir utan heimili hans. Hann kíkti út um gluggann og sagði: „Frábært.“ „Jæja. Ég þarf að hætta,“ sagði Luke svo við áhorfendur sína. „Nú hafa þessir drullusokkar svattað húsið mitt.“ GTA 5 voice actor Ned Luke was just swatted while playing GTA pic.twitter.com/0crfqjnexv— Dexerto (@Dexerto) November 23, 2023 Það að siga lögreglunni á fólk sem er að streyma í beinni útsendingu gerist reglulega í Bandaríkjunum og kallast þetta „Swatting“ á ensku. Það felur í sér að fólk hringir í Neyðarlínuna og segir neyðartilvik eiga sér stað á heimili viðkomandi. Fólk sem starfar við að streyma, hvort sem það er að spila tölvuleiki eða annað, er reglulega „svattað“, ef svo má segja. Þetta getur falið í sér að þungvopnaðir lögregluþjónar ryðjast inn á heimili fólks, þar sem þeir búast við gíslatöku eða annarskonar hættuástandi. Fólk hefur verið skotið til bana af lögregluþjónum vegna þessara athæfa. Sjá einnig: Játar að hafa sigað lögreglunni á saklausan mann sem var skotinn til bana Nokkrum klukkustundum eftir að Luke lauk streymi sínu, svaraði hann áhorfanda á X, sem hafði gagnrýnt framleiðendur GTA fyrir að hafa IP-tölu spilara sýnilegar. Hægt er að finna heimilisfang fólks út frá IP-tölum. Luke sagði atvikið ekki á ábyrgð Rockstar, áðurnefndra framleiðenda. Persónuupplýsingum hans hefði verið lekið á netið fyrir löngu síðan og þetta hefði nokkrum sinnum verið gert síðan þá. Í grein Eurogamer er bent á að pitsusendill sem vann í hverfi Luke segist hafa séð lögregluna við hús leikarans áður. Þá var umræddur pitsusendill að fara með pitsur heim til Luke. Pítsu sem hann hafði ekki pantað. Þeir ræddu þó saman um nokkuð skeið þar til sendillinn nefndi að hann hefði séð fjölda lögregluþjóna fela sig bakvið tré þar skammt frá. Luke mun þá hafa blótað því að þetta væri að gerast aftur og kallað til lögregluþjónanna. „Og þú fékkst pítsurnar aldrei greiddar,“ sagði Luke. Hér að neðan má sjá nokkur tilfelli þar sem streymarar hafa verið svattaðir. Hér að neðan má sjá Swatting frá tveimur sjónarhornum. Annað sýnir streymi Adin Ross og neðra myndbandið er úr vestismyndavél lögregluþjóns.
Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning