Lífið

Tiffany Haddish hand­tekin

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Tiffany Haddish var sömuleiðis handtekin vegna gruns um ölvunarakstur á síðasta ári.
Tiffany Haddish var sömuleiðis handtekin vegna gruns um ölvunarakstur á síðasta ári. getty

Leikkonan og uppistandarinn Tiffany Haddish var handtekin í vikunni í Los Angeles í Bandaríkjunum, grunuð um ölvunarakstur. Hún var handtekin grunuð um sama brot á síðasta ári. 

Samkvæmt miðlum vestan hafs kom lögregla að bíl hennar þar sem hún „lá yfir stýrinu á meðan vélin var í gangi,“ samkvæmt því sem haft er eftir lögreglunni í LA.

Lögreglu barst tilkynning um bíl sem lokaði á akreinar á Beverly Drive um klukkan 5:45 um nótt, að því er fram kemur í umfjöllun ABC News. Haddish hafi verið að skemmta á staðnum Laugh Factory í Los Angeles á fimmtudagskvöld, í tilefni þakkargjörðarhátíðarinnar. Þá átti hún jafnframt að skemmta á föstudags- og laugardagskvöld.

Umboðsmaður hennar hefur neitað að tjá sig við fjölmiðla en Haddish var handtekin eins og áður segir fyrir grun um sama brot í Atlanta á síðasta ári.

Hin 43 ára gamla leikkona vann sér það helst til frægðar  að fara með hlutverk í grínmyndinni Girls Trip frá árinu 2017. Hún vann Emmy-verðlaunin árið 2018 fyrir framkomu sína í þættinum Saturday Night Live en auk þess vann hún Grammy-verðlaunin árið 2021 fyrir lag í myndinni Black Mitzvah.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×