Keppendur Squid Game vilja bætur vegna meiðsla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 00:04 Fyrsta þáttaröð Squid game fjallaði um 456 skuldsetta og örvæntingarfulla einstaklinga sem fengnir voru til að taka þátt í útgáfum af barnaleikjum, upp á líf og dauða. Keppendur í raunveruleikaþáttum í anda Squid Game þáttanna vinsælu ætla sér að sækja skaðabætur vegna meiðsla sem þau hafa orðið fyrir við tökur þáttanna. BBC hefur það eftir lögfræðingum nokkurra keppenda að þetta sé tilfellið. Einhverjir hafi þurft að þola ofkælingu og taugaskaða. Squid Game þættirnir kóresku slógu rækilega í gegn og urðu á 28 dögum vinsælustu þættir streymisrisans Netflix frá upphafi. Í leiknu þáttunum reyndu 456 keppendur fyrir sér í ýmsum þrautum, sem voru dauðans alvara, þar til einn stóð uppi með peningaverðlaun. Svipuð er uppskriftin í raunveruleikaþáttunum og keppt er upp á það sem nemur tæpum 700 milljónum íslenskra króna. Í yfirlýsingu þáttanna segir að framleiðendur taki heilsu keppenda „mjög alvarlega“. Samkvæmt frétt BBC eiga keppendur að hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum, til dæmis hafi einhver „legið kaldur og hreyfingarlaus í nokkra klukkutíma á meðan tökum stóð“. Haft er eftir lögfræðingi eins keppanda sem segir: „Keppendur bjuggust við því að taka þátt í enhverju skemmtilegu og þeir sem urðu fyrir meiðslum bjuggust ekki við því að kveljast líkt og raun ber vitni. Nú þurfa þau að glíma við meiðsli eftir að hafa verið skilin eftir í kvíðavaldandi aðstæðum í miklum kulda.“ Líklegt verður að teljast að framleiðendur þáttanna beri fyrir sig að þátttakendur hafi með áhættutöku sinni fyrirgert sér rétti til bóta, en það verður að koma í ljós síðar. Bíó og sjónvarp Raunveruleikaþættir Netflix Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
BBC hefur það eftir lögfræðingum nokkurra keppenda að þetta sé tilfellið. Einhverjir hafi þurft að þola ofkælingu og taugaskaða. Squid Game þættirnir kóresku slógu rækilega í gegn og urðu á 28 dögum vinsælustu þættir streymisrisans Netflix frá upphafi. Í leiknu þáttunum reyndu 456 keppendur fyrir sér í ýmsum þrautum, sem voru dauðans alvara, þar til einn stóð uppi með peningaverðlaun. Svipuð er uppskriftin í raunveruleikaþáttunum og keppt er upp á það sem nemur tæpum 700 milljónum íslenskra króna. Í yfirlýsingu þáttanna segir að framleiðendur taki heilsu keppenda „mjög alvarlega“. Samkvæmt frétt BBC eiga keppendur að hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum, til dæmis hafi einhver „legið kaldur og hreyfingarlaus í nokkra klukkutíma á meðan tökum stóð“. Haft er eftir lögfræðingi eins keppanda sem segir: „Keppendur bjuggust við því að taka þátt í enhverju skemmtilegu og þeir sem urðu fyrir meiðslum bjuggust ekki við því að kveljast líkt og raun ber vitni. Nú þurfa þau að glíma við meiðsli eftir að hafa verið skilin eftir í kvíðavaldandi aðstæðum í miklum kulda.“ Líklegt verður að teljast að framleiðendur þáttanna beri fyrir sig að þátttakendur hafi með áhættutöku sinni fyrirgert sér rétti til bóta, en það verður að koma í ljós síðar.
Bíó og sjónvarp Raunveruleikaþættir Netflix Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira