Brotkast og Nútíminn í eina sæng Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2023 13:08 Atli Már og Frosti saman á skrifstofunni. Þarna er nýr fjölmiðill í burðarliðnum sem byggir á gömlum merg. vísir/vilhelm Frosti Logason hefur tekið að sér ritstjórn Nútímans. Hann er jafnframt skráður ábyrgðarmaður vefsins, er með einn blaðamann sér við hlið, Atla Má Gylfason, og saman ætla þeir að segja viðteknum fréttaflutningi stríð á hendur. „Eigandi vefsins vildi gera eitthvað meira úr vefnum og fá eitthvað líf í hann. Hann hefur verið í lægð og dvala. Við ákváðum að gera úr honum og Brotkasti samstarfseiningu, þannig að miðlarnir vinna saman. Þar höldum við áfram að flytja fréttir úr þeim afkimum, með þeim hætti sem hefðbundnir fjölmiðlar vilja síður snerta við,“ segir Frosti. Brotkast er safn hlaðvarpa þar sem tekinn hefur verið hörð afstaða gegn því sem nefnt hefur verið rétttrúnaður. Frosti segir kveða svo rammt að þessu í flestum miðlum að myndin sem lesendur/áhorfendur fá sé bjöguð og stundum er um hreinar og klárar rangfærslur að ræða að hans mati. „Sannleikurinn er það eina sem stendur upp úr hjá okkur og við leyfum ríkjandi tískuhugmyndum ekki að hafa áhrif á okkar sjónahorn. Við verðum, eins og aðrir, varir við það að fjölmiðlar hafa þurft að skipa sér á ákveðna bása til að styggja ekki hópa sem fara með málefnalegt vald á umræðunni. Við erum hins vegar algjörlega frjáls undan því oki og látum engan stýra hugsunum okkar,“ segir Frosti. Heftir meginstraumsmiðlar Hann bætir því við að lesendur Nútímans sé fólkið í landinu og þeir séu fyrir þau, fyrst og síðast. Hlutirnir gerast hratt á vettvangi fjölmiðlanna um þessar mundir. Brotkast, sem er safn hlaðvarpa, var stofnað fyrir tíu mánuðum síðan og hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum. „Við verðum með hefðbundnar fréttir en þarna verða Brotkast-áherslur,“ segir Frosti. Frosti ritstýrir Nútímanum auk þess að sjá um Brotkastið en þar er hann með tvö hlaðvörp: Harmageddon og Spjallið með Frosta Logasyni. Hann ætlar ekki að láta þetta bitna á „þriðju vaktinni“.vísir/vilhelm Þér finnst greinilega sitthvað athugavert við þá blaðamennsku sem er í boði? „Já. Mér hefur fundist fjölmiðlar heftir, skrúfaðir inn í ákveðna rétttrúnaðarlínu þannig að við reynum að fara í mál sem okkur finnst að hinir hefðbundnu fjölmiðlar treysti sér ekki til að snerta á.“ Atli Már Gylfason er gamall í hettunni, hefur starfað við blaðamennsku með hléum í um tuttugu ár. „Hann er hamhleypa og við erum að vinna þetta saman. Sem stendur erum við bara tveir saman hér á skrifstofunni. Enda er það alveg nóg þegar menn eru frjóir og hugmyndaríkir. Og skynja hvað skiptir máli og frá hverju þarf að segja.“ Hugsar um þjóðfélagsmál allan liðlangan daginn Atli Már hefur skilgreint sig sem tabloid-blaðamann. „Við erum þar líka. Ritstjórnarstefnan er þá sú að vilja að eitt gangi yfir alla og ekki séu einhverjir hópar á VIP-passa eins og hefur orðið.“ Atli Már lætur sér fátt fyrir brjósti brenna en frá því hann hóf störf hefur hann skilgreint sig sem tabloid-blaðamann.vísir/vilhelm Hefurðu tíma í að sinna þessu samhliða hinu? „Von að spurt sé. Ég þarf að sækja börnin á leikskólann klukkan fjögur, en frá níu til fjögur reyni ég að láta þetta ganga. Við erum með þetta á sama stað og Brotkastið í Ármúlanum og þetta vinnur vel saman. Ég er að hugsa um þjóðfélagsmál allan liðlangan daginn þannig að álagið eykst ekki hvað það varðar. Atli Már hamrar á lyklaborðið meðan ég held utan um þetta. Við finnum tíma í þetta.“ Nútíminn er hundrað prósent í eigu Sigríður Dagnýjar Sigurbjörnsdóttur. Hún er einnig eigandi Birtings en sú starfsemi er algjörlega ótengd þessari, að sögn Frosta. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
„Eigandi vefsins vildi gera eitthvað meira úr vefnum og fá eitthvað líf í hann. Hann hefur verið í lægð og dvala. Við ákváðum að gera úr honum og Brotkasti samstarfseiningu, þannig að miðlarnir vinna saman. Þar höldum við áfram að flytja fréttir úr þeim afkimum, með þeim hætti sem hefðbundnir fjölmiðlar vilja síður snerta við,“ segir Frosti. Brotkast er safn hlaðvarpa þar sem tekinn hefur verið hörð afstaða gegn því sem nefnt hefur verið rétttrúnaður. Frosti segir kveða svo rammt að þessu í flestum miðlum að myndin sem lesendur/áhorfendur fá sé bjöguð og stundum er um hreinar og klárar rangfærslur að ræða að hans mati. „Sannleikurinn er það eina sem stendur upp úr hjá okkur og við leyfum ríkjandi tískuhugmyndum ekki að hafa áhrif á okkar sjónahorn. Við verðum, eins og aðrir, varir við það að fjölmiðlar hafa þurft að skipa sér á ákveðna bása til að styggja ekki hópa sem fara með málefnalegt vald á umræðunni. Við erum hins vegar algjörlega frjáls undan því oki og látum engan stýra hugsunum okkar,“ segir Frosti. Heftir meginstraumsmiðlar Hann bætir því við að lesendur Nútímans sé fólkið í landinu og þeir séu fyrir þau, fyrst og síðast. Hlutirnir gerast hratt á vettvangi fjölmiðlanna um þessar mundir. Brotkast, sem er safn hlaðvarpa, var stofnað fyrir tíu mánuðum síðan og hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum. „Við verðum með hefðbundnar fréttir en þarna verða Brotkast-áherslur,“ segir Frosti. Frosti ritstýrir Nútímanum auk þess að sjá um Brotkastið en þar er hann með tvö hlaðvörp: Harmageddon og Spjallið með Frosta Logasyni. Hann ætlar ekki að láta þetta bitna á „þriðju vaktinni“.vísir/vilhelm Þér finnst greinilega sitthvað athugavert við þá blaðamennsku sem er í boði? „Já. Mér hefur fundist fjölmiðlar heftir, skrúfaðir inn í ákveðna rétttrúnaðarlínu þannig að við reynum að fara í mál sem okkur finnst að hinir hefðbundnu fjölmiðlar treysti sér ekki til að snerta á.“ Atli Már Gylfason er gamall í hettunni, hefur starfað við blaðamennsku með hléum í um tuttugu ár. „Hann er hamhleypa og við erum að vinna þetta saman. Sem stendur erum við bara tveir saman hér á skrifstofunni. Enda er það alveg nóg þegar menn eru frjóir og hugmyndaríkir. Og skynja hvað skiptir máli og frá hverju þarf að segja.“ Hugsar um þjóðfélagsmál allan liðlangan daginn Atli Már hefur skilgreint sig sem tabloid-blaðamann. „Við erum þar líka. Ritstjórnarstefnan er þá sú að vilja að eitt gangi yfir alla og ekki séu einhverjir hópar á VIP-passa eins og hefur orðið.“ Atli Már lætur sér fátt fyrir brjósti brenna en frá því hann hóf störf hefur hann skilgreint sig sem tabloid-blaðamann.vísir/vilhelm Hefurðu tíma í að sinna þessu samhliða hinu? „Von að spurt sé. Ég þarf að sækja börnin á leikskólann klukkan fjögur, en frá níu til fjögur reyni ég að láta þetta ganga. Við erum með þetta á sama stað og Brotkastið í Ármúlanum og þetta vinnur vel saman. Ég er að hugsa um þjóðfélagsmál allan liðlangan daginn þannig að álagið eykst ekki hvað það varðar. Atli Már hamrar á lyklaborðið meðan ég held utan um þetta. Við finnum tíma í þetta.“ Nútíminn er hundrað prósent í eigu Sigríður Dagnýjar Sigurbjörnsdóttur. Hún er einnig eigandi Birtings en sú starfsemi er algjörlega ótengd þessari, að sögn Frosta.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira