Ísland á meðal efstu liða í spám veðbanka fyrir EM Aron Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2023 08:01 Það mun mæða mikið á Ómari Inga Magnússyni á komandi stórmóti með íslenska landsliðinu Vísir/Hulda Margrét Nú þegar rétt rúmur mánuður er til stefnu þar til að flautað verður til leiks á Evrópumótinu í handbolta eru spár veðbanka fyrir mótið teknar að birtast. Mótið fer fram í Þýskalandi í þetta sinn og er Ísland á meðal þátttökuþjóða. Um er að ræða fyrsta stórmót liðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Hingað til hefur liðið leikið tvo leiki undir hans stjórn, æfingarleiki gegn Færeyjum hér heima og unnust þeir báðir. Ísland endaði í 6.sæti á síðasta Evrópumóti, sem haldið var í Ungverjalandi og Slóvakíu árið 2022 og miðað við spár veðbanka má búast við svipaðri niðurstöðu á komandi Evrópumóti. Snorri Steinn hefur farið á fjölmörg stórmót í gegnum tíðina en núna er hann á leið á sitt fyrsta stórmót sem landsliðsþjálfari.Vísir/Hulda Margrét Veðbankarnir Unibet og Boylesports spá því báðir að Ísland, sem verður í riðli með Serbíu, Ungverjalandi og Svartfjallalandi, muni enda í 6. sæti mótsins. Líklegast þykir að ríkjandi heimsmeistarar Danmerkur muni hrifsa til sín Evrópumeistaratitilinn af nágrönnunum frá Svíþjóð og standa uppi sem meistarar að afloknum úrslitaleik EM 2024 þann 28. janúar á næsta ári. Svíum er spáð öðru sæti, Spánverjum þriðja, Frökkum fjórða og Þjóðverjum, sem leika á heimavelli, fimmta sæti. Nokkuð stórt bil er svo í stuðlunum frá Íslandi í 6. sæti og niður í Noreg í 7. sæti. Skeinuhættir Ungverjar Riðill Íslands á Evrópumótinu er spilaður í Munchen og hefur íslenska landsliðið leik gegn Serbíu þann 12. janúar. Veðbankar hafa trú á því að Serbar muni enda í níunda sæti á mótinu. Þann 14. janúar tekur við leikur gegn Svartfellingum sem er ekki spáð sérstöku gengi á mótinu, raunar er liðið á meðal þeirra sex liða sem spáð er lakasta genginu samkvæmt veðbönkum. Tveimur dögum síðar, nánar tiltekið þann 16. janúar munu Strákarnir okkar mæta Ungverjum sem er það lið í riðlinum, á eftir Íslandi, sem spáð er bestu gengi á mótinu. Veðbankar hafa trú á því að Ungverjar, sem enduðu í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í Póllandi og Svíþjóð í upphafi þessa árs, muni enda í áttunda sæti á EM í Þýskalandi. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Um er að ræða fyrsta stórmót liðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Hingað til hefur liðið leikið tvo leiki undir hans stjórn, æfingarleiki gegn Færeyjum hér heima og unnust þeir báðir. Ísland endaði í 6.sæti á síðasta Evrópumóti, sem haldið var í Ungverjalandi og Slóvakíu árið 2022 og miðað við spár veðbanka má búast við svipaðri niðurstöðu á komandi Evrópumóti. Snorri Steinn hefur farið á fjölmörg stórmót í gegnum tíðina en núna er hann á leið á sitt fyrsta stórmót sem landsliðsþjálfari.Vísir/Hulda Margrét Veðbankarnir Unibet og Boylesports spá því báðir að Ísland, sem verður í riðli með Serbíu, Ungverjalandi og Svartfjallalandi, muni enda í 6. sæti mótsins. Líklegast þykir að ríkjandi heimsmeistarar Danmerkur muni hrifsa til sín Evrópumeistaratitilinn af nágrönnunum frá Svíþjóð og standa uppi sem meistarar að afloknum úrslitaleik EM 2024 þann 28. janúar á næsta ári. Svíum er spáð öðru sæti, Spánverjum þriðja, Frökkum fjórða og Þjóðverjum, sem leika á heimavelli, fimmta sæti. Nokkuð stórt bil er svo í stuðlunum frá Íslandi í 6. sæti og niður í Noreg í 7. sæti. Skeinuhættir Ungverjar Riðill Íslands á Evrópumótinu er spilaður í Munchen og hefur íslenska landsliðið leik gegn Serbíu þann 12. janúar. Veðbankar hafa trú á því að Serbar muni enda í níunda sæti á mótinu. Þann 14. janúar tekur við leikur gegn Svartfellingum sem er ekki spáð sérstöku gengi á mótinu, raunar er liðið á meðal þeirra sex liða sem spáð er lakasta genginu samkvæmt veðbönkum. Tveimur dögum síðar, nánar tiltekið þann 16. janúar munu Strákarnir okkar mæta Ungverjum sem er það lið í riðlinum, á eftir Íslandi, sem spáð er bestu gengi á mótinu. Veðbankar hafa trú á því að Ungverjar, sem enduðu í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í Póllandi og Svíþjóð í upphafi þessa árs, muni enda í áttunda sæti á EM í Þýskalandi.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira