Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2023 15:01 Frá vinnu við varnargarðana í Svartsengi. Grindavík í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. „Það er heldur á undan áætlun,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís um verkið í samtali við Vísi. Hann stýrir aðgerðum við smíði varnargarðanna á Suðurnesjum. Ari segir að það þýði þó ekki að hægt að segja til um það nákvæmlega hvenær verkinu verður lokið á þessum tímapunkti. Eins og fram hefur komið hafa verktakar sótt hluta jarðvegs til verksins úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar. „Hins vegar er það þannig að það náðist meiri efnistaka á staðnum. Það var auðveldara fyrir okkur að vinna með hraunefnið á staðnum og vinna það í garðinn. Það þýðir að það var minna efni sem þurfti að flytja að.“ Það útskýrir hvers vegna þetta gengur hraðar en von var á? „Já. Og svo bara gengur vel. Það er bara góður taktur í þeim verktökum sem eru hérna á staðnum. Og við höfum náttúrulega unnið á næturvöktum líka, þannig að það hefur gengið mjög vel. Fyrir utan að við stoppuðum í síðustu viku út af óveðri í rúman sólarhring, sem var út af vöktunarmálum hjá Veðurstofunni, til að tryggja öryggi manna.“ Orðnir misháir Eins og fram hefur komið eiga garðarnir að vera á bilinu sex til átta metra háir en það fer þó eftir landslagi. Sextíu til sjötíu manns vinna á svæðinu allan sólarhringinn. Ari segir að hæð varnargarðanna nú sé mismunandi eftir því hvar þeir eru. „Sumir garðarnir eru komnir upp í átta metra hæð. Á öðrum stöðum er þetta kannski svona þrír metrar. Við erum búnir að opna alla kaflana nema rétt í kringum Bláa lónið. Sem við erum með í undirbúningi núna,“ segir Ari. „Það er búið að opna alla hina kaflana og Sundhnjúkagarðurinn, sem er fyrir ofan Svartsengi, er kominn mjög langt, í einhverja sex metra hæð, eitthvað svoleiðis. Þannig að það hefur gengið mjög vel þar. Og svo sem á hinum líka.“ Fyrst að garðarnir eru meira úr hrauni af svæðinu, munu þeir þá falla betur inn í umhverfið? „Já já. Það er nú horft til þess að það sé líka kostur í því að nota efni af svæðinu, en vissulega erum við líka að keyra að á ákveðnum köflum, þannig að það verður blanda. En við reynum að hafa skilin ekki skörp og erum búin að gera töluvert í því að leggja línur þar sem hægt er að bæta ásýnd og svo verður það líka mögulega gert síðar.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
„Það er heldur á undan áætlun,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís um verkið í samtali við Vísi. Hann stýrir aðgerðum við smíði varnargarðanna á Suðurnesjum. Ari segir að það þýði þó ekki að hægt að segja til um það nákvæmlega hvenær verkinu verður lokið á þessum tímapunkti. Eins og fram hefur komið hafa verktakar sótt hluta jarðvegs til verksins úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar. „Hins vegar er það þannig að það náðist meiri efnistaka á staðnum. Það var auðveldara fyrir okkur að vinna með hraunefnið á staðnum og vinna það í garðinn. Það þýðir að það var minna efni sem þurfti að flytja að.“ Það útskýrir hvers vegna þetta gengur hraðar en von var á? „Já. Og svo bara gengur vel. Það er bara góður taktur í þeim verktökum sem eru hérna á staðnum. Og við höfum náttúrulega unnið á næturvöktum líka, þannig að það hefur gengið mjög vel. Fyrir utan að við stoppuðum í síðustu viku út af óveðri í rúman sólarhring, sem var út af vöktunarmálum hjá Veðurstofunni, til að tryggja öryggi manna.“ Orðnir misháir Eins og fram hefur komið eiga garðarnir að vera á bilinu sex til átta metra háir en það fer þó eftir landslagi. Sextíu til sjötíu manns vinna á svæðinu allan sólarhringinn. Ari segir að hæð varnargarðanna nú sé mismunandi eftir því hvar þeir eru. „Sumir garðarnir eru komnir upp í átta metra hæð. Á öðrum stöðum er þetta kannski svona þrír metrar. Við erum búnir að opna alla kaflana nema rétt í kringum Bláa lónið. Sem við erum með í undirbúningi núna,“ segir Ari. „Það er búið að opna alla hina kaflana og Sundhnjúkagarðurinn, sem er fyrir ofan Svartsengi, er kominn mjög langt, í einhverja sex metra hæð, eitthvað svoleiðis. Þannig að það hefur gengið mjög vel þar. Og svo sem á hinum líka.“ Fyrst að garðarnir eru meira úr hrauni af svæðinu, munu þeir þá falla betur inn í umhverfið? „Já já. Það er nú horft til þess að það sé líka kostur í því að nota efni af svæðinu, en vissulega erum við líka að keyra að á ákveðnum köflum, þannig að það verður blanda. En við reynum að hafa skilin ekki skörp og erum búin að gera töluvert í því að leggja línur þar sem hægt er að bæta ásýnd og svo verður það líka mögulega gert síðar.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira