„Ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu“ Atli Arason skrifar 28. nóvember 2023 23:00 Hallgrímur var allt annað en sáttur að leik loknum. Vísir/Vilhelm Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var vægast sagt heitt í hamsi eftir fimm stiga tap gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld, 76-81. „Þetta er fyrsti leikurinn í vetur sem ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu. Ég er mjög ósáttur að í þrjá leikhluta þá getur lið spilað stífa pressuvörn og verið harðar (e. physical) á öllum bolta hindrunum, harðar inn í teignum og samt fá þær einungis fimm villur. Á móti var það alveg fyrirmunað fyrir okkur að fá eitthvað dæmt þegar við fórum upp að körfunni og það var réttilega brotið á okkur,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Vísi eftir leik, verulega ósáttur. Grindavík fékk einungis sína sjöttu villu dæmda á sig þegar þriðji leikhluti var tæplega hálfnaður. Þegar uppi var staðið eftir leikslok þá fengu Fjölniskonur helmingi fleiri villur dæmdar á sig, 16 gegn 8 hjá Grindavík. „Við vorum ekki að fara veikt upp, við vorum ekki að hanga fyrir utan þriggja stiga línuna og plaffa skotum eins og sum lið gera í þessari deild. Við vorum bara ákveðnar í okkar aðgerðum á körfuna en svörin sem að ég fékk ítrekað var að þeim [dómurunum] fannst þetta bara ekki vera villa. Ég á bara erfitt með að rökræða við svoleiðis. Mér fannst við ekki fá nógu skýr svör,“ bætti Hallgrímur við. Sérstaklega var hann ósáttur við það hvernig Grindvíkingar fengu að meðhöndla leikstjórnanda Fjölnis, Raquel Laneiro. „Við erum með besta leikmann deildarinnar í Raquel Laneiro, höfum það fyrst á hreinu. Það virðist svo vera þegar þú ert á toppnum þá má lemja þig aðeins meira. Skýringarnar sem ég fæ þegar það er ekki verið að dæma villu fyrir að pressa á Raquel, er að hún er ekki að tapa boltanum og þá er enginn að hagnast á þessu broti.“ „Málið er samt að vörnin hagnast alltaf á því þegar þú færð að lemja leikmann í 40 mínútur án þess það sé dæmt, svo í þokkabót er ekki dæmt bara vegna þess að leikmaðurinn sem er verið að lemja er svo rosalega góður með boltann og tapar honum ekki. Það þarf að fá eitthvað jafnvægi í þetta og dæma villu inn á milli,“ svaraði Hallgrímur aðspurður út í svörin sem hann fékk frá dómurum leiksins. „Þetta tap var samt ekki dómurunum að kenna. Við erum sjálfar ekki nógu klókar á lykilstundum í leiknum. Við erum ekki að koma boltanum í réttar hendur og við erum ekki komnar á þann stað að allar erum við jafnar í liðinu, við erum að reyna að komast þangað. Á lykilaugnablikum viljum við að ákveðnir leikmenn séu með boltann í höndunum eða að taka lokaskotin. Það er bara eitthvað sem við þurfum að fara yfir og við verðum betri í. Grindavík vann þennan leik verðskuldað, höfum það alveg á hreinu. Þær eru með fínt lið en við erum hægt og rólega að nálgast þessi lið,“ bætti Hallgrímur við. Þrátt fyrir allt þá sá þjálfarinn líka jákvæða hluti í leik liðsins og vil halda áfram á vegferð sinni til betri körfubolta. „Ég er stoltur með margt sem við vorum að gera, það er sumt sem við þurfum að laga eins og ákvarðanatöku þegar við erum að jafna leikinn. Við verðum bara að vera fokking betri. Þetta er gott lið sem við höfum og við verðum bara hægt og rólega að vinna okkur inn virðingu í deildinni. Núna þurfum við hins vegar að ná í sigra af því við fáum enginn stig fyrir að vera duglegar, flottar og baráttumiklar. Kannski er það of seint og kannski verðum við í neðri hlutanum þegar deildin skiptist. Þá höldum við bara áfram okkar vegferð að verða betri og betri í körfubolta,“ sagði Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis að endingu Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Ekkert fær gestina stöðvað Grindavík heldur áfram á sigurbraut en liðið mætti Fjölni í Grafarvoginum í 10. umferð Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. nóvember 2023 20:55 Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira
„Þetta er fyrsti leikurinn í vetur sem ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu. Ég er mjög ósáttur að í þrjá leikhluta þá getur lið spilað stífa pressuvörn og verið harðar (e. physical) á öllum bolta hindrunum, harðar inn í teignum og samt fá þær einungis fimm villur. Á móti var það alveg fyrirmunað fyrir okkur að fá eitthvað dæmt þegar við fórum upp að körfunni og það var réttilega brotið á okkur,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Vísi eftir leik, verulega ósáttur. Grindavík fékk einungis sína sjöttu villu dæmda á sig þegar þriðji leikhluti var tæplega hálfnaður. Þegar uppi var staðið eftir leikslok þá fengu Fjölniskonur helmingi fleiri villur dæmdar á sig, 16 gegn 8 hjá Grindavík. „Við vorum ekki að fara veikt upp, við vorum ekki að hanga fyrir utan þriggja stiga línuna og plaffa skotum eins og sum lið gera í þessari deild. Við vorum bara ákveðnar í okkar aðgerðum á körfuna en svörin sem að ég fékk ítrekað var að þeim [dómurunum] fannst þetta bara ekki vera villa. Ég á bara erfitt með að rökræða við svoleiðis. Mér fannst við ekki fá nógu skýr svör,“ bætti Hallgrímur við. Sérstaklega var hann ósáttur við það hvernig Grindvíkingar fengu að meðhöndla leikstjórnanda Fjölnis, Raquel Laneiro. „Við erum með besta leikmann deildarinnar í Raquel Laneiro, höfum það fyrst á hreinu. Það virðist svo vera þegar þú ert á toppnum þá má lemja þig aðeins meira. Skýringarnar sem ég fæ þegar það er ekki verið að dæma villu fyrir að pressa á Raquel, er að hún er ekki að tapa boltanum og þá er enginn að hagnast á þessu broti.“ „Málið er samt að vörnin hagnast alltaf á því þegar þú færð að lemja leikmann í 40 mínútur án þess það sé dæmt, svo í þokkabót er ekki dæmt bara vegna þess að leikmaðurinn sem er verið að lemja er svo rosalega góður með boltann og tapar honum ekki. Það þarf að fá eitthvað jafnvægi í þetta og dæma villu inn á milli,“ svaraði Hallgrímur aðspurður út í svörin sem hann fékk frá dómurum leiksins. „Þetta tap var samt ekki dómurunum að kenna. Við erum sjálfar ekki nógu klókar á lykilstundum í leiknum. Við erum ekki að koma boltanum í réttar hendur og við erum ekki komnar á þann stað að allar erum við jafnar í liðinu, við erum að reyna að komast þangað. Á lykilaugnablikum viljum við að ákveðnir leikmenn séu með boltann í höndunum eða að taka lokaskotin. Það er bara eitthvað sem við þurfum að fara yfir og við verðum betri í. Grindavík vann þennan leik verðskuldað, höfum það alveg á hreinu. Þær eru með fínt lið en við erum hægt og rólega að nálgast þessi lið,“ bætti Hallgrímur við. Þrátt fyrir allt þá sá þjálfarinn líka jákvæða hluti í leik liðsins og vil halda áfram á vegferð sinni til betri körfubolta. „Ég er stoltur með margt sem við vorum að gera, það er sumt sem við þurfum að laga eins og ákvarðanatöku þegar við erum að jafna leikinn. Við verðum bara að vera fokking betri. Þetta er gott lið sem við höfum og við verðum bara hægt og rólega að vinna okkur inn virðingu í deildinni. Núna þurfum við hins vegar að ná í sigra af því við fáum enginn stig fyrir að vera duglegar, flottar og baráttumiklar. Kannski er það of seint og kannski verðum við í neðri hlutanum þegar deildin skiptist. Þá höldum við bara áfram okkar vegferð að verða betri og betri í körfubolta,“ sagði Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis að endingu
Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Ekkert fær gestina stöðvað Grindavík heldur áfram á sigurbraut en liðið mætti Fjölni í Grafarvoginum í 10. umferð Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. nóvember 2023 20:55 Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Ekkert fær gestina stöðvað Grindavík heldur áfram á sigurbraut en liðið mætti Fjölni í Grafarvoginum í 10. umferð Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. nóvember 2023 20:55