Útskúfunarsinfónían Nökkvi Dan Elliðason skrifar 29. nóvember 2023 14:31 Við lifum í heimi sem stjórnast sífellt meira á stafrænum leikvangi. Á þessum áður óþekkta leikvangi hefur forvitnilegt fyrirbæri verið í aðalhlutverki – bergmálshellar. Þessir stafrænu og veraldlegu bergmálshellar mynda liðsheild skoðanasystkina. Í hellunum syngja skoðanasystkini söngva samþykkis og réttlætis. Þeir einir fá aðgöngumiða í bergmálshelli sem eru tilbúnir til að afsala sér sjálfstæðum skoðunum. Engum einstaklingi er hleypt inn í bergmálshelli nema hann syngi sömu falsettu og bergmálshellirinn dæmir hinn eina sanna tón. Þeir sem aðra tóna syngja eru fordæmdir og samstundis vísað á brott. Uppgangur popúlisma á 21. öldinni hefur lagt til hljómsveitarstjóra í hvern bergmálshelli. Hljómsveitarstjórarnir skipuleggja hver sína útskúfunarsinfóníu. Auðvitað í þágu „almúgans“. Grunnstefið eru orðin „við“ og „þau“ sem ýtir ósjálfrátt undir sambandsrof við „þau“ sem þora að hafa sjálfstæða skoðun. Það er þó ekki nóg að syngja sjálfur hina réttu falsettu. Að auki þarf að vera tilbúinn til að styðja algera fordæmingu á öðrum tónum. Vogi sér einhver að nota annan tón skal honum vísað út, og hann jaðarsettur. Fari svo ólíklega að einhver geri athugasemd við það er honum að sjálfsögðu einnig vísað út. Þegar útilokun og einhæfni í skoðunum verður dyggð, eitrar það brunn gagnrýnnar hugsunar. Upplýsingar um rétta og ranga hegðun og skoðun blómstra í bergmálshellum og hylja okkur í myrkri fáfræðinnar, þar sem speki fjölbreyttra radda er óheyrður. Í þessum dularfulla dansi þátttöku og útilokunar stöndum við frammi fyrir vali. Við getum kosið að taka þátt í þessum ljótu útskúfunarsinfóníum eða ákveðið að syngja okkar eigin tón. Það er aðeins með því að brjóta í sundur veggi bergmálshellana sem við getum raunverulega fundið svörin sem við leitum af. Því innan ringulreiðarinnar sem fylgir ólíkum skoðunum gætum við fundið samhljóminn og uppljómunina sem við leitum í örvæntingu eftir. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Við lifum í heimi sem stjórnast sífellt meira á stafrænum leikvangi. Á þessum áður óþekkta leikvangi hefur forvitnilegt fyrirbæri verið í aðalhlutverki – bergmálshellar. Þessir stafrænu og veraldlegu bergmálshellar mynda liðsheild skoðanasystkina. Í hellunum syngja skoðanasystkini söngva samþykkis og réttlætis. Þeir einir fá aðgöngumiða í bergmálshelli sem eru tilbúnir til að afsala sér sjálfstæðum skoðunum. Engum einstaklingi er hleypt inn í bergmálshelli nema hann syngi sömu falsettu og bergmálshellirinn dæmir hinn eina sanna tón. Þeir sem aðra tóna syngja eru fordæmdir og samstundis vísað á brott. Uppgangur popúlisma á 21. öldinni hefur lagt til hljómsveitarstjóra í hvern bergmálshelli. Hljómsveitarstjórarnir skipuleggja hver sína útskúfunarsinfóníu. Auðvitað í þágu „almúgans“. Grunnstefið eru orðin „við“ og „þau“ sem ýtir ósjálfrátt undir sambandsrof við „þau“ sem þora að hafa sjálfstæða skoðun. Það er þó ekki nóg að syngja sjálfur hina réttu falsettu. Að auki þarf að vera tilbúinn til að styðja algera fordæmingu á öðrum tónum. Vogi sér einhver að nota annan tón skal honum vísað út, og hann jaðarsettur. Fari svo ólíklega að einhver geri athugasemd við það er honum að sjálfsögðu einnig vísað út. Þegar útilokun og einhæfni í skoðunum verður dyggð, eitrar það brunn gagnrýnnar hugsunar. Upplýsingar um rétta og ranga hegðun og skoðun blómstra í bergmálshellum og hylja okkur í myrkri fáfræðinnar, þar sem speki fjölbreyttra radda er óheyrður. Í þessum dularfulla dansi þátttöku og útilokunar stöndum við frammi fyrir vali. Við getum kosið að taka þátt í þessum ljótu útskúfunarsinfóníum eða ákveðið að syngja okkar eigin tón. Það er aðeins með því að brjóta í sundur veggi bergmálshellana sem við getum raunverulega fundið svörin sem við leitum af. Því innan ringulreiðarinnar sem fylgir ólíkum skoðunum gætum við fundið samhljóminn og uppljómunina sem við leitum í örvæntingu eftir. Höfundur er stærðfræðingur.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun