Aaron Rodgers má byrja að æfa ellefu vikum eftir hásinaraðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 16:31 Aaron Rodgers virðist vera að takast hið ómögulega en þarf auðvitað að komast yfir fleiri hindranir á leið sinni til baka inn á NFL völlinn. Getty/Rich Schultz/ Einhver ótrúlegasta endurkoma íþróttamanns eftir alvarleg meiðsli er nú einu skrefi nær því að verða að veruleika. Þegar sáust myndir af Aaron Rodgers kasta boltanum fyrir leik New York Jets á dögunum þá var eflaust til efasemdarfólk sem hélt að þetta væri bara eitthvað plat. Hvernig á maður sem sleit hásin í byrjun september geta snúið aftur til æfinga aðeins ellefu vikum síðar? Stórstjarnan Aaron Rodgers er hins vegar að gera einmitt það. Jets tilkynnti í gær að Rodgers mætti byrja að æfa aftur með liðinu. Þeir tóku hann af meiðslalistanum og hafa til 20. desember til að meta stöðuna á honum. Rodgers hefur sett sjálfur stefnuna á það að spila á móti Washington Commanders 20. desember næstkomandi. Rodgers heldur upp á fertugsafmælið sitt á laugardaginn kemur en þótt að hann megi byrja að æfa þá er hann þó ekki kominn með grænt ljóst á að fara í átök. Hann æfir án snertinga til að byrja með og menn munu síðan meta stöðuna á honum dag frá degi. Rodgers segir sjálfur að tvennt muni ráða endurkomu hans. Heilsan auðvitað og svo hvað mikla möguleika Jets liðið á að komast í úrslitakeppnina. Robert Saleh, þjálfari Jets, segir að Rdgers muni spila ef hann vill spila og ef hann fær grænt ljós frá læknum. NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira
Þegar sáust myndir af Aaron Rodgers kasta boltanum fyrir leik New York Jets á dögunum þá var eflaust til efasemdarfólk sem hélt að þetta væri bara eitthvað plat. Hvernig á maður sem sleit hásin í byrjun september geta snúið aftur til æfinga aðeins ellefu vikum síðar? Stórstjarnan Aaron Rodgers er hins vegar að gera einmitt það. Jets tilkynnti í gær að Rodgers mætti byrja að æfa aftur með liðinu. Þeir tóku hann af meiðslalistanum og hafa til 20. desember til að meta stöðuna á honum. Rodgers hefur sett sjálfur stefnuna á það að spila á móti Washington Commanders 20. desember næstkomandi. Rodgers heldur upp á fertugsafmælið sitt á laugardaginn kemur en þótt að hann megi byrja að æfa þá er hann þó ekki kominn með grænt ljóst á að fara í átök. Hann æfir án snertinga til að byrja með og menn munu síðan meta stöðuna á honum dag frá degi. Rodgers segir sjálfur að tvennt muni ráða endurkomu hans. Heilsan auðvitað og svo hvað mikla möguleika Jets liðið á að komast í úrslitakeppnina. Robert Saleh, þjálfari Jets, segir að Rdgers muni spila ef hann vill spila og ef hann fær grænt ljós frá læknum.
NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira