Íbúð eða vosbúð? Arna Mathiesen skrifar 30. nóvember 2023 10:30 Það eru mannréttindi að hafa yfir að ráða íbúðarhúsnæði til eigin nota á viðráðanlegu verði samkvæmt 25. grein Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Eitt af höfuðverkefnum yfirvalda er að tryggja þetta. Skipuleggja má aðkomu hins opinbera, íbúa og annarra aðila sem koma að gerð og útvegun íbúðarhúsnæðis á marga vegu, gegnum lög og reglur og með beinum aðgerðum stjórvalda. Þetta kann að þykja flókið og margþætt verkefni fyrir ríki og sveitarfélög, en hjálplegt getur verið að sækja góðar hugmyndir í reynslubrunn stærri þjóða Evrópu. Gerður var samanburður á húsnæðiskerfum í nokkrum borga Norður-Evrópu á Fundi Fólksins í Norræna húsinu fyrir skemmstu (mínúta 1:55:00 – 2:55:00). Kenndi þar margra grasa og lýst ólíkum leiðum til að búa til og útvega hagkvæmt íbúðarhúsnæði fyrir alla, til kaupa, til leigu og allt þar á milli, sem og uppbyggingu sem ber í sér mismikinn hagnað fyrir aðra en íbúana (hagnaðardrifin og óhagnaðardrifin uppbygging). Einnig var bent á fjölbreytileika íbúðaarkitektúrs og skipulags sem stjórntækis til að halda niðri húsnæðiskostnaði, og efla félagsleg tengsl og blöndun ólíkra hópa, sem eflir mannlíf í borgum og bæjum sem er mikils virði í sjálfu sér. Samanburðurinn kom því miður mjög illa út fyrir Ísland. Aðeins 2% uppbyggingar íbúðarhúsnæðis er óhagnaðardrifinn á Íslandi (Almenna húsnæðiskerfið) meðan þessi tala var upp undir 35% í dæmum sem voru sýnd, og sem þótti þó áhyggjuefni að væri of lágt hlutfall. Hin frjálsa hönd markaðarins er látin um nánast alla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hér, sem þýðir að fyrirtæki sem hafa það eitt að markmiði að ávaxta fé sitt eru látin um húsnæðisuppbygginguna. Sömu vikuna og fundurinn fór fram bárust svo fregnir af tugum fjölskyldna sem ekki hefðu fundið önnur bjargráð en að búa í hjólhýsi vegna of hás leiguverðs, en ekki er útilokað að það geti verið ásættanlegur lífsstíll fyrir suma þrátt fyrir töluverðar vetrarhörkur á Íslandi. Hjólhýsin fengu þó hvergi að vera í Reykjavík, jafnvel þótt mun einfaldari innviði þurfi fyrir hjólhýsi en hefðbundnar íbúðir. Aðgerðarleysi stjórnvalda hvað varðar þá grunnþörf borgaranna að hafa þak yfir höfuðið endurspeglast einnig í ferlinu eftir að að íbúðarhúsnæði er byggt, en á fundi fólksins kom einnig fram að yfir 70% allra nýrra íbúða fóru á síðasta ári beint í hendur fjárfesta og fólks sem á íbúð fyrir og ætlar að hafa þessa sem aukaíbúð, jafnvel ekki þá fyrstu – án þess að yfirvöld setji þessu nokkrar skorður. Á Íslandi fær því lúxus sumra að ganga fyrir lífsnauðsyn sem felld er niður í alþjóðasáttmálum. Þetta eru slæmar fréttir fyrir unga fólkið og aðra ferska landsmenn, auk Grindvíkinga sem nú bætst í hóp þeirra sem eru á húsnæðishrakhólum. Hverfi í Stafangri þar sem íbúar höfðu samvinnu um að byggja undirstöður raðhúsaíbúða til að lækka byggingarkostnað. Sveitarfélagið sá um byggingastjórn og engir aðrir en íbúarnir höfðu hagnað af íbúðauppbyggingunni.Aðsend Ekki er nóg með að þeir sem kaupa íbúðir einungis til að græða á þeim maki krókinn, heldur er gróði þeirra sem byggja fjölbýli fyrir hinn frjálsa markað geigvænlegur. Þetta eru vandlega hulin sannindi því hið opinbera gerir ekki kröfu um að gróðatölurnar séu opinberar. Það er miður, því það kynni að vera vond auglýsing fyrir alltof dýrt húsnæði sem enginn ætti að sætta sig við að kaupa. Hér geta þó erlend módel gefið ágætis vísbendingu því auðveldara er að bera saman þegar til eru ólík módel, hvað kostar í raun að byggja hús og hvað þau kosta fyrir íbúana með álagningu. Við Apríl arkitektar teiknuðum til dæmis 72 íbúða hverfi sem bæjarfélagið Stafangur í Noregi stóð fyrir byggingu að, án þess að nokkur utanaðkomandi græddi á því, og án þess að þetta innibæri kostnað fyrir sveitarfélagið þegar upp var staðið, einungis var greitt fyrir vinnu, efni og lóð. Nýjir íbúar sluppu við að greiða beint í peningabing fólks sem aldrei mun láta sjá sig á svæðinu hvað þá stíga inn fyrir þröskuld íbúðanna. Verkefnið sýndi fram á að sams konar húsnæði (raðhús) byggt var á sama tímabili með álagningu fyrir hinn frjálsa markað var u.þ.b. helmingi dýrara. Því má til sanns vegar færa að ‚frelsið‘ sem frjálsi markaðurinn boðar inniberi í húsnæðismálum töluvert ófrelsi fyrir íbúa um langa hríð – íbúa sem oftast eru engann veginn meðvitaðir um að uppundir helmingurinn af greiðslunum sem klípa væna fúlgu af mánaðarlaunum næstu áratugina renna beint í vasa annarra. Hreiðurgerðarhvöt er spendýrum í blóð borin. Mannfólkinu líka, sér í lagi því sem hefur gengið með barn undir belti og fundið sterka þörfina þegar hormónin smjúga um kroppinn. Samt tekur fólk í nútíma borgum næstum aldrei þátt í hönnun og gerð nýs íbúðarhúsnæðis sem þeim er ætlað. Íbúðir eru orðnar að dýrustu hilluvöru neyslusamfélagsins og íbúarnir að óvirkum viðtakendum. Íbúar verða svo að laga sig að íbúðum sem aðrir, sem aldrei munu búa þar og ekki eru arkitektar, hafa takið flestar ákvarðanir um arkitektúrinn. Hreiðurgerð íbúana felst svo í að viða að sér og skreyta íbúðirnar með stöðluðu glingri keyptu í stórmörkuðum – svona til að bæta í neysluna. Algengt er að fasteignasalar séu fengnir til að gefa arkitektunum fyrirmæli um skipulag nýrra íbúða – og þeir mæla þá sérstaklega með því sem þeim léttast þótti að selja háu verði í fyrra. Sem fyrr segir virðist aðal markhópurinn vera fjárfestar sem aldrei munu heldur búa sjálfir í íbúðunum, og koma sumir aldrei til landsins einu sinni. Hlutverk arkitektanna er smættað niður í að bera ábyrgð á hönnuninni gagnvart yfirvöldum - að fá óskir verktakanna til að samrýmast byggingareglugerð. Þetta er misnotkun á arkitektum og þeirra sérgrein sem nýtist ekki sem skyldi. Þetta er ekki fallið til nýsköpunar og til þess að leysa húsnæðisvanda þeirra fjölmörgu sem læsast í fátækragildru. Útkoman endurspeglar firringu nútímasamfélags og er fullkomin tilraunamennska sem ekki sér fyrir endann á. Þótt ríki og bæjarfélög ættu að gera meira til að laga íbúðarhúsnæðismálin er ekki þar með sagt að fólk, sem þarf sárlega á íbúðarhúsnæði að halda, geti ekki lagt neitt að mörkum sjálft. Kerfið sér bara fyrir því að það hafi ekki tækifæri til þess. Fólk verður að knýja fram breytingar og vald yfir eigin rými - sem einstaklingar, pör og fleiri saman. Í ofangreindu verkefni í Stafangri lögðu íbúarnir til dæmis sjálfir að mörkum ófáa vinnutíma í byggingu á undirstöðum og kjöllurum tilvonandi hýbýla sinna, og það var þeirra að (láta) leggja gólfefni og mála innanhúss. En hver vill ekki leggja eitthvað af mörkum til að fá tvöfalt ódýrara húsnæði til að búa í, hafa eitthvað að segja um liti og efnisnotkun í eigin íbúð og kynnast um leið granna sínum í gegnum samvinnu að sameiginlegu markmiði: Góðu og hagstæðu íbúðarhúsnæði. Aðsend Til eru dæmi um þau sem vilja ganga ennþá lengra – smærri og stærri hópar fólks geta tekið sig saman og tekið stjórnina í eigin hendur fremur en kaupa rándýra grámyglu sem fasteignasali sá í glamúrtímariti og taldi ráðlegt til að lokka fjárfesta til að kaupa. Með hjálp arkitekta geta íbúar sjálfir og saman teiknað upp draumaíbúðirnar og sambýli við nágrannana á sínum eigin forsendum áður en öðrum fagstéttum byggingargeirans sem hafa önnur markmið að leiðarljósi er hleypt að ferlinu. Þetta eru kölluð kjarnasamfélög (co-housing). Sumir gætu farið að hugsa að þetta sé of róttækt, en svona hafa nú öll gömul þorp í Evrópu þróast í gegnum aldirnar. Bandarískur arkitekt hélt fyrirlestur í Reykjavík á dögunum og sýndi nokkur verkefna sinna í þessum anda, sem eru meira en fimmtíu talsins víða um heim, flest í mekku hins frjálsa markaðar BNA. Samkvæmt honum sýnir reynslan að húsnæði af þessum toga sé mun hagstæðara fyrir íbúana að kaupa, og mun ódýrara í rekstri en það sem hinn almenni markaður býður. Annars vegar er hagkvæmara að hafa einhver sameiginleg rými (t.d. matsal með frábærri eldunaraðstöðu, vinnustofu, grænmetisræktun eða hvað sem er annað sem hópnum finnst skipta máli) og því minni þörf verður á stærð einkarýmisins. Hins vegar kemur til hagkvæmni í innkaupum og mikill tími sparast við að fólk hjálpast að (ein ferð í Sorpu og Krónuna í stað tíu ferða, einhverjir aðrir sem sjá um það sem þér finnst leiðinlegt, t.d. matargerð, viðhald o.þ.h.). Einnig verður til félagslegt stuðningsnet sem ekki verður metið til fjár í þessari tegund húsnæðislausna. Þetta sparar samfélaginu og hinu opinbera drjúgan skilding; t.d. í félags- og heilbrigðisþjónustu þar sem fólk í svona íbúðakjörnum þjáist ekki í einangrun, af einmannaleika með tilheyrandi andlegri hrörnun sem rannsóknir sýna að styttir lífið um 10 ár að meðaltali og er dýrt í reksti hins opinbera. Gera má ráð fyrir minni bílaumferð, sem inniber minna kolefnisspor en ella, hreinna andrúmsloft, og ódýrari innviði. Arkitektinn bandaríski var einmitt staddur hér á landi til að skrifa bók um Sólheima í Grímsnesi, sem er byggt á þessum nótum. Við á Íslandi eigum þar frábæra fyrirmynd sem getur nýst vel þegar aðrir hópar á öllum aldri, til dæmis Grindvíkingar sem sitja uppi með ónýt hús, láta til skarar skríða að taka íbúðarhúsnæðismálin í eigin hendur, með beinni hjálp arkitekta og ærnum stuðningi stjórnvalda. Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það eru mannréttindi að hafa yfir að ráða íbúðarhúsnæði til eigin nota á viðráðanlegu verði samkvæmt 25. grein Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Eitt af höfuðverkefnum yfirvalda er að tryggja þetta. Skipuleggja má aðkomu hins opinbera, íbúa og annarra aðila sem koma að gerð og útvegun íbúðarhúsnæðis á marga vegu, gegnum lög og reglur og með beinum aðgerðum stjórvalda. Þetta kann að þykja flókið og margþætt verkefni fyrir ríki og sveitarfélög, en hjálplegt getur verið að sækja góðar hugmyndir í reynslubrunn stærri þjóða Evrópu. Gerður var samanburður á húsnæðiskerfum í nokkrum borga Norður-Evrópu á Fundi Fólksins í Norræna húsinu fyrir skemmstu (mínúta 1:55:00 – 2:55:00). Kenndi þar margra grasa og lýst ólíkum leiðum til að búa til og útvega hagkvæmt íbúðarhúsnæði fyrir alla, til kaupa, til leigu og allt þar á milli, sem og uppbyggingu sem ber í sér mismikinn hagnað fyrir aðra en íbúana (hagnaðardrifin og óhagnaðardrifin uppbygging). Einnig var bent á fjölbreytileika íbúðaarkitektúrs og skipulags sem stjórntækis til að halda niðri húsnæðiskostnaði, og efla félagsleg tengsl og blöndun ólíkra hópa, sem eflir mannlíf í borgum og bæjum sem er mikils virði í sjálfu sér. Samanburðurinn kom því miður mjög illa út fyrir Ísland. Aðeins 2% uppbyggingar íbúðarhúsnæðis er óhagnaðardrifinn á Íslandi (Almenna húsnæðiskerfið) meðan þessi tala var upp undir 35% í dæmum sem voru sýnd, og sem þótti þó áhyggjuefni að væri of lágt hlutfall. Hin frjálsa hönd markaðarins er látin um nánast alla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hér, sem þýðir að fyrirtæki sem hafa það eitt að markmiði að ávaxta fé sitt eru látin um húsnæðisuppbygginguna. Sömu vikuna og fundurinn fór fram bárust svo fregnir af tugum fjölskyldna sem ekki hefðu fundið önnur bjargráð en að búa í hjólhýsi vegna of hás leiguverðs, en ekki er útilokað að það geti verið ásættanlegur lífsstíll fyrir suma þrátt fyrir töluverðar vetrarhörkur á Íslandi. Hjólhýsin fengu þó hvergi að vera í Reykjavík, jafnvel þótt mun einfaldari innviði þurfi fyrir hjólhýsi en hefðbundnar íbúðir. Aðgerðarleysi stjórnvalda hvað varðar þá grunnþörf borgaranna að hafa þak yfir höfuðið endurspeglast einnig í ferlinu eftir að að íbúðarhúsnæði er byggt, en á fundi fólksins kom einnig fram að yfir 70% allra nýrra íbúða fóru á síðasta ári beint í hendur fjárfesta og fólks sem á íbúð fyrir og ætlar að hafa þessa sem aukaíbúð, jafnvel ekki þá fyrstu – án þess að yfirvöld setji þessu nokkrar skorður. Á Íslandi fær því lúxus sumra að ganga fyrir lífsnauðsyn sem felld er niður í alþjóðasáttmálum. Þetta eru slæmar fréttir fyrir unga fólkið og aðra ferska landsmenn, auk Grindvíkinga sem nú bætst í hóp þeirra sem eru á húsnæðishrakhólum. Hverfi í Stafangri þar sem íbúar höfðu samvinnu um að byggja undirstöður raðhúsaíbúða til að lækka byggingarkostnað. Sveitarfélagið sá um byggingastjórn og engir aðrir en íbúarnir höfðu hagnað af íbúðauppbyggingunni.Aðsend Ekki er nóg með að þeir sem kaupa íbúðir einungis til að græða á þeim maki krókinn, heldur er gróði þeirra sem byggja fjölbýli fyrir hinn frjálsa markað geigvænlegur. Þetta eru vandlega hulin sannindi því hið opinbera gerir ekki kröfu um að gróðatölurnar séu opinberar. Það er miður, því það kynni að vera vond auglýsing fyrir alltof dýrt húsnæði sem enginn ætti að sætta sig við að kaupa. Hér geta þó erlend módel gefið ágætis vísbendingu því auðveldara er að bera saman þegar til eru ólík módel, hvað kostar í raun að byggja hús og hvað þau kosta fyrir íbúana með álagningu. Við Apríl arkitektar teiknuðum til dæmis 72 íbúða hverfi sem bæjarfélagið Stafangur í Noregi stóð fyrir byggingu að, án þess að nokkur utanaðkomandi græddi á því, og án þess að þetta innibæri kostnað fyrir sveitarfélagið þegar upp var staðið, einungis var greitt fyrir vinnu, efni og lóð. Nýjir íbúar sluppu við að greiða beint í peningabing fólks sem aldrei mun láta sjá sig á svæðinu hvað þá stíga inn fyrir þröskuld íbúðanna. Verkefnið sýndi fram á að sams konar húsnæði (raðhús) byggt var á sama tímabili með álagningu fyrir hinn frjálsa markað var u.þ.b. helmingi dýrara. Því má til sanns vegar færa að ‚frelsið‘ sem frjálsi markaðurinn boðar inniberi í húsnæðismálum töluvert ófrelsi fyrir íbúa um langa hríð – íbúa sem oftast eru engann veginn meðvitaðir um að uppundir helmingurinn af greiðslunum sem klípa væna fúlgu af mánaðarlaunum næstu áratugina renna beint í vasa annarra. Hreiðurgerðarhvöt er spendýrum í blóð borin. Mannfólkinu líka, sér í lagi því sem hefur gengið með barn undir belti og fundið sterka þörfina þegar hormónin smjúga um kroppinn. Samt tekur fólk í nútíma borgum næstum aldrei þátt í hönnun og gerð nýs íbúðarhúsnæðis sem þeim er ætlað. Íbúðir eru orðnar að dýrustu hilluvöru neyslusamfélagsins og íbúarnir að óvirkum viðtakendum. Íbúar verða svo að laga sig að íbúðum sem aðrir, sem aldrei munu búa þar og ekki eru arkitektar, hafa takið flestar ákvarðanir um arkitektúrinn. Hreiðurgerð íbúana felst svo í að viða að sér og skreyta íbúðirnar með stöðluðu glingri keyptu í stórmörkuðum – svona til að bæta í neysluna. Algengt er að fasteignasalar séu fengnir til að gefa arkitektunum fyrirmæli um skipulag nýrra íbúða – og þeir mæla þá sérstaklega með því sem þeim léttast þótti að selja háu verði í fyrra. Sem fyrr segir virðist aðal markhópurinn vera fjárfestar sem aldrei munu heldur búa sjálfir í íbúðunum, og koma sumir aldrei til landsins einu sinni. Hlutverk arkitektanna er smættað niður í að bera ábyrgð á hönnuninni gagnvart yfirvöldum - að fá óskir verktakanna til að samrýmast byggingareglugerð. Þetta er misnotkun á arkitektum og þeirra sérgrein sem nýtist ekki sem skyldi. Þetta er ekki fallið til nýsköpunar og til þess að leysa húsnæðisvanda þeirra fjölmörgu sem læsast í fátækragildru. Útkoman endurspeglar firringu nútímasamfélags og er fullkomin tilraunamennska sem ekki sér fyrir endann á. Þótt ríki og bæjarfélög ættu að gera meira til að laga íbúðarhúsnæðismálin er ekki þar með sagt að fólk, sem þarf sárlega á íbúðarhúsnæði að halda, geti ekki lagt neitt að mörkum sjálft. Kerfið sér bara fyrir því að það hafi ekki tækifæri til þess. Fólk verður að knýja fram breytingar og vald yfir eigin rými - sem einstaklingar, pör og fleiri saman. Í ofangreindu verkefni í Stafangri lögðu íbúarnir til dæmis sjálfir að mörkum ófáa vinnutíma í byggingu á undirstöðum og kjöllurum tilvonandi hýbýla sinna, og það var þeirra að (láta) leggja gólfefni og mála innanhúss. En hver vill ekki leggja eitthvað af mörkum til að fá tvöfalt ódýrara húsnæði til að búa í, hafa eitthvað að segja um liti og efnisnotkun í eigin íbúð og kynnast um leið granna sínum í gegnum samvinnu að sameiginlegu markmiði: Góðu og hagstæðu íbúðarhúsnæði. Aðsend Til eru dæmi um þau sem vilja ganga ennþá lengra – smærri og stærri hópar fólks geta tekið sig saman og tekið stjórnina í eigin hendur fremur en kaupa rándýra grámyglu sem fasteignasali sá í glamúrtímariti og taldi ráðlegt til að lokka fjárfesta til að kaupa. Með hjálp arkitekta geta íbúar sjálfir og saman teiknað upp draumaíbúðirnar og sambýli við nágrannana á sínum eigin forsendum áður en öðrum fagstéttum byggingargeirans sem hafa önnur markmið að leiðarljósi er hleypt að ferlinu. Þetta eru kölluð kjarnasamfélög (co-housing). Sumir gætu farið að hugsa að þetta sé of róttækt, en svona hafa nú öll gömul þorp í Evrópu þróast í gegnum aldirnar. Bandarískur arkitekt hélt fyrirlestur í Reykjavík á dögunum og sýndi nokkur verkefna sinna í þessum anda, sem eru meira en fimmtíu talsins víða um heim, flest í mekku hins frjálsa markaðar BNA. Samkvæmt honum sýnir reynslan að húsnæði af þessum toga sé mun hagstæðara fyrir íbúana að kaupa, og mun ódýrara í rekstri en það sem hinn almenni markaður býður. Annars vegar er hagkvæmara að hafa einhver sameiginleg rými (t.d. matsal með frábærri eldunaraðstöðu, vinnustofu, grænmetisræktun eða hvað sem er annað sem hópnum finnst skipta máli) og því minni þörf verður á stærð einkarýmisins. Hins vegar kemur til hagkvæmni í innkaupum og mikill tími sparast við að fólk hjálpast að (ein ferð í Sorpu og Krónuna í stað tíu ferða, einhverjir aðrir sem sjá um það sem þér finnst leiðinlegt, t.d. matargerð, viðhald o.þ.h.). Einnig verður til félagslegt stuðningsnet sem ekki verður metið til fjár í þessari tegund húsnæðislausna. Þetta sparar samfélaginu og hinu opinbera drjúgan skilding; t.d. í félags- og heilbrigðisþjónustu þar sem fólk í svona íbúðakjörnum þjáist ekki í einangrun, af einmannaleika með tilheyrandi andlegri hrörnun sem rannsóknir sýna að styttir lífið um 10 ár að meðaltali og er dýrt í reksti hins opinbera. Gera má ráð fyrir minni bílaumferð, sem inniber minna kolefnisspor en ella, hreinna andrúmsloft, og ódýrari innviði. Arkitektinn bandaríski var einmitt staddur hér á landi til að skrifa bók um Sólheima í Grímsnesi, sem er byggt á þessum nótum. Við á Íslandi eigum þar frábæra fyrirmynd sem getur nýst vel þegar aðrir hópar á öllum aldri, til dæmis Grindvíkingar sem sitja uppi með ónýt hús, láta til skarar skríða að taka íbúðarhúsnæðismálin í eigin hendur, með beinni hjálp arkitekta og ærnum stuðningi stjórnvalda. Höfundur er arkitekt.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun