Skrímsli eða venjulegir strákar? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 3. desember 2023 09:01 Hann var venjulegur strákur, nánast fullkominn, sagði faðir stráks sem nýlega var handtekinn vegna gruns um morðið á fyrrverandi kærustu sinni Guiliu Cecchettin. Stráknum hafi gengið vel í skóla, aldrei hefði komið til vandamála í samskiptum við kennara eða skólafélaga. Önnur hafa sagt hann hafa verið stjórnsaman í sambandi sínu við Guiliu en engum dottið í hug að hann myndi vinna henni mein. Hin 22 ára Guilia hafði farið með fyrrverandi kærastanum að kaupa föt vegna komandi útskriftar hennar úr háskóla en hvarf í kjölfarið. Myndir úr eftirlitsmyndavélum af bílastæði eru taldar sýna hann berja hana og þvinga inn í bíl. Þaðan á hann að hafa farið með hana á iðnaðarsvæði en eftir vikuleit fannst lík hennar á botni skurðar innpakkað í svarta plastpoka. Morðið á Giuliu hefur leitt til öldu fjöldamótmæla um alla Ítalíu gegn útbreiddum feðraveldishugmyndum sem eru rót misréttis og ofbeldis gegn konum. Fjölmörg deila á samfélagsmiðlum orðum Elenu, systur Guiliu sem bendir á að feðraveldismenning ofbeldis gegn konum og stjórnun á lífi kvenna normalíseri hættulega framkomu og hegðun karla í garð kvenna. Hún nefnir jafnframt að fyrrverandi kærastanum sé oft lýst sem skrímsli. Það sé hann hins vegar ekki vegna þess að skrímsli er frávik, manneskja sem er ekki partur af samfélaginu og því ekki manneskja sem samfélagið þarf að axla ábyrgð á. Ofbeldismennirnir eða hin meintu skrímsli séu synir feðraveldisins og nauðgunarmenningar. Slík samfélagsmótun feli í sér að þeir séu aldir upp við þessar hugmyndir og njóti forréttinda og valda í krafti feðraveldisins. Þess vegna sé ekki um ástríðuglæp að ræða heldur valdaglæp. „Ekki allir karlar“ er setning sem algengt er að heyrist sem viðbragð við frásögnum af ofbeldi eða misrétti til að þagga niður umræðu um raunverulega orsök ofbeldisins en Elena bendir á að þetta séu alltaf karlar. Hún segir að það sé á ábyrgð karla í feðraveldissamfélagi að ræða við vini og vinnufélaga sem sýni af sér slíka tilburði, hvort sem það sé hegðun á borð við að stjórna lífi kærustunnar eða kalla á eftir konum úti á götu með kynferðislegum undirtón. Það að slík hegðun sé samþykkt af samfélaginu er liður í vandanum og ýti undir ofbeldi gegn konum. Einhver kunna að spyrja sig hvaða erindi umræða um skrímsli og ofbeldi gegn konum á Ítalíu eigi við Jafnréttisparadísina Ísland. Ein vísbending þess að ofbeldi gegn konum sé útbreitt og normalíserað í íslensku samfélagi líkt og um allan heim er að um 40% kvenna hafa orðið fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á ævinni hér á landi. Fatlaðar konur, konur af erlendum uppruna og trans konur eru líklegri en aðrar konur til að vera beittar ofbeldi. Sjöttu hverri stúlku í tíunda bekk grunnskóla hefur verið nauðgað af jafnaldra og 58% unglingsstúlkna hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Um helmingur allra ofbeldisbrota sem koma til lögreglu árlega tengjast heimilisofbeldi sem endurspeglar að einn hættulegasti staðurinn fyrir konur er heimilið þeirra. Þá fjölgar tilkynningum um nauðganir og stafrænt ofbeldi ár frá ári og hafa Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar lýst því yfir að ofbeldi gegn konum sé faraldur. Þessar staðreyndir er meðal annars ástæðan fyrir því að aldrei hafa fleiri fjölmennt á útifundi í Íslandssögunni en á viðburði vegna Kvennaverkfalls í Reykjavík og rúmlega 20 öðrum stöðum á landinu þann 24. október síðastliðinn. Líkt og á Ítalíu og alls staðar í heiminum er rót vandans samfélagsgerð sem einkennist af hugmyndum feðraveldisins. Þess vegna var feðraveldinu mótmælt og gerð krafa um nýtt og betra samfélag jafnréttis fyrir öll. Gerendur ofbeldis gegn konum eru nær oftast karlkyns makar, fjölskyldumeðlimir, vinir, skólafélagar eða einhver sem þolandinn þekkir. Þeir eru því ekki skrímsli, dónakallar eða ókunnugir karlar í dimmum húsasundum. Refsileysi og nafnleynd eru forréttindi sem þeir alltof gjarnan njóta. Í þessu ljósi kviknaði #metoo byltingin en í kjölfarið fannst einhverjum nóg um - verið væri að draga mannorð gerenda í svaðið og spurt var hvort slaufun væru ekki of harkaleg viðbrögð. Ef við berum saman ofbeldi gegn konum við annað ofbeldi eða brot á lögum njóta gerendur hvergi sömu samúðar. Samfélagið hefur ekki sömu samúð með körlum sem berja, áreita eða hóta öðrum körlum. Það er ekki samfélagslegt norm eða óáreitt líkt og ofbeldi gegn konum. Sú staðreynd hlýtur að varpa ljósi á að við verðum að velta fyrir okkur hvaðan hugmyndir okkar koma þegar meiri orku er varið í að verja ofbeldiskalla en að kalla eftir aðgerðum til að öll búum við frið og öryggi. Lítið hefur verið rætt um óheilbrigð samskipti eða ofbeldisfull svo sem að reyna að stjórna eða segja öðru fólk til um hvað það eigi að gera eða hvernig það eigi að haga sér, niðurlægingu, yfirgengilega afbrýðissemi eða óöryggi, að missa stjórn á skapi sínu, ósannar ásakanir, skapsveiflur og ráðríki. En allt tengist þetta, því það að stjórna, hræða eða niðurlægja er allt leið til að ná yfirráðum og viðhalda stjórn. Þetta er algengara en fólk grunar og getur komið fyrir í nánum samböndum, á vinnustöðum, við þjónustu og alls staðar þar sem samskipti eiga sér stað. Þannig er algengast að ofbeldi gegn konum sé endurtekin ofbeldishegðun sem oftast stigmagnast með tímanum. Óheilbrigð samskipti eru því ekki bara óþægileg og vont að verða fyrir þeim, þau eru hættumerki um ofbeldi. Þau sem verða vitni að óheilbrigðum samskiptum, áreitni eða ofbeldi á vinnustað er skylt samkvæmt lögum að láta næsta yfirmann vita þar sem á atvinnurekendum hvílir sú skylda að stöðva slíka hegðun. Ef atvinnurekandi er gerandinn þarf að finna annan stjórnanda sem tilkynnt er til. Það má alltaf leita aðstoðar til stéttarfélaga. Verði fólk vitni að slíku utan vinnustaða s.s. í samskiptum vina eða ættingja er mikilvægt að tala við geranda að því markmiði að hann axli ábyrgð strax. Miklu máli skiptir að ofbeldi hafi strax afleiðingar fyrir geranda. Til að ráða niðurlögum á þeim faraldri sem ofbeldi gegn konum er, gengur ekki að flokka það sem frávik eða undantekningatilvik. Tölurnar sýna að það er útbreitt og afleiðingarnar allt of oft nánast engar. Ef menn þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af afleiðingum þess sem þeir gera blasir við að það hefur áhrif á tíðni eða fjölda ofbeldisbrota. Ein leiðin til að breyta þessu er að við breytum hugmyndum okkar um ofbeldismenn og horfumst í augu við að þeir eru venjulegir strákar og karlar sem almennt eiga lítið annað sameiginlegt en kyn sitt. Þeir eiga ekki skilið meiri samúð eða afslátt en aðrir sem fremja glæpi eða brjóta í bága við lög. Mikilvægasta bóluefnið við þessum faraldri er fræðsla en einnig réttarkerfi sem einkennist ekki af gerendameðvirkni. Þá hefur það forvarnaráhrif ef ofbeldismenn vita að samfélagið mun dæma þá hart af verkum sínum og gefin eru skýr skilaboð um að þeir eigi ekki tilkall til þess að gera hvað sem þeim sýnist á kostnað stelpna, kvenna og hinsegin fólks. Þvert á móti eigum við sem samfélag tilkall til þess að þeir hætti að beita ofbeldi og hætti að sýna af sér ofbeldisfulla hegðun. Höfundur er formaður BSRB. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Hann var venjulegur strákur, nánast fullkominn, sagði faðir stráks sem nýlega var handtekinn vegna gruns um morðið á fyrrverandi kærustu sinni Guiliu Cecchettin. Stráknum hafi gengið vel í skóla, aldrei hefði komið til vandamála í samskiptum við kennara eða skólafélaga. Önnur hafa sagt hann hafa verið stjórnsaman í sambandi sínu við Guiliu en engum dottið í hug að hann myndi vinna henni mein. Hin 22 ára Guilia hafði farið með fyrrverandi kærastanum að kaupa föt vegna komandi útskriftar hennar úr háskóla en hvarf í kjölfarið. Myndir úr eftirlitsmyndavélum af bílastæði eru taldar sýna hann berja hana og þvinga inn í bíl. Þaðan á hann að hafa farið með hana á iðnaðarsvæði en eftir vikuleit fannst lík hennar á botni skurðar innpakkað í svarta plastpoka. Morðið á Giuliu hefur leitt til öldu fjöldamótmæla um alla Ítalíu gegn útbreiddum feðraveldishugmyndum sem eru rót misréttis og ofbeldis gegn konum. Fjölmörg deila á samfélagsmiðlum orðum Elenu, systur Guiliu sem bendir á að feðraveldismenning ofbeldis gegn konum og stjórnun á lífi kvenna normalíseri hættulega framkomu og hegðun karla í garð kvenna. Hún nefnir jafnframt að fyrrverandi kærastanum sé oft lýst sem skrímsli. Það sé hann hins vegar ekki vegna þess að skrímsli er frávik, manneskja sem er ekki partur af samfélaginu og því ekki manneskja sem samfélagið þarf að axla ábyrgð á. Ofbeldismennirnir eða hin meintu skrímsli séu synir feðraveldisins og nauðgunarmenningar. Slík samfélagsmótun feli í sér að þeir séu aldir upp við þessar hugmyndir og njóti forréttinda og valda í krafti feðraveldisins. Þess vegna sé ekki um ástríðuglæp að ræða heldur valdaglæp. „Ekki allir karlar“ er setning sem algengt er að heyrist sem viðbragð við frásögnum af ofbeldi eða misrétti til að þagga niður umræðu um raunverulega orsök ofbeldisins en Elena bendir á að þetta séu alltaf karlar. Hún segir að það sé á ábyrgð karla í feðraveldissamfélagi að ræða við vini og vinnufélaga sem sýni af sér slíka tilburði, hvort sem það sé hegðun á borð við að stjórna lífi kærustunnar eða kalla á eftir konum úti á götu með kynferðislegum undirtón. Það að slík hegðun sé samþykkt af samfélaginu er liður í vandanum og ýti undir ofbeldi gegn konum. Einhver kunna að spyrja sig hvaða erindi umræða um skrímsli og ofbeldi gegn konum á Ítalíu eigi við Jafnréttisparadísina Ísland. Ein vísbending þess að ofbeldi gegn konum sé útbreitt og normalíserað í íslensku samfélagi líkt og um allan heim er að um 40% kvenna hafa orðið fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á ævinni hér á landi. Fatlaðar konur, konur af erlendum uppruna og trans konur eru líklegri en aðrar konur til að vera beittar ofbeldi. Sjöttu hverri stúlku í tíunda bekk grunnskóla hefur verið nauðgað af jafnaldra og 58% unglingsstúlkna hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Um helmingur allra ofbeldisbrota sem koma til lögreglu árlega tengjast heimilisofbeldi sem endurspeglar að einn hættulegasti staðurinn fyrir konur er heimilið þeirra. Þá fjölgar tilkynningum um nauðganir og stafrænt ofbeldi ár frá ári og hafa Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar lýst því yfir að ofbeldi gegn konum sé faraldur. Þessar staðreyndir er meðal annars ástæðan fyrir því að aldrei hafa fleiri fjölmennt á útifundi í Íslandssögunni en á viðburði vegna Kvennaverkfalls í Reykjavík og rúmlega 20 öðrum stöðum á landinu þann 24. október síðastliðinn. Líkt og á Ítalíu og alls staðar í heiminum er rót vandans samfélagsgerð sem einkennist af hugmyndum feðraveldisins. Þess vegna var feðraveldinu mótmælt og gerð krafa um nýtt og betra samfélag jafnréttis fyrir öll. Gerendur ofbeldis gegn konum eru nær oftast karlkyns makar, fjölskyldumeðlimir, vinir, skólafélagar eða einhver sem þolandinn þekkir. Þeir eru því ekki skrímsli, dónakallar eða ókunnugir karlar í dimmum húsasundum. Refsileysi og nafnleynd eru forréttindi sem þeir alltof gjarnan njóta. Í þessu ljósi kviknaði #metoo byltingin en í kjölfarið fannst einhverjum nóg um - verið væri að draga mannorð gerenda í svaðið og spurt var hvort slaufun væru ekki of harkaleg viðbrögð. Ef við berum saman ofbeldi gegn konum við annað ofbeldi eða brot á lögum njóta gerendur hvergi sömu samúðar. Samfélagið hefur ekki sömu samúð með körlum sem berja, áreita eða hóta öðrum körlum. Það er ekki samfélagslegt norm eða óáreitt líkt og ofbeldi gegn konum. Sú staðreynd hlýtur að varpa ljósi á að við verðum að velta fyrir okkur hvaðan hugmyndir okkar koma þegar meiri orku er varið í að verja ofbeldiskalla en að kalla eftir aðgerðum til að öll búum við frið og öryggi. Lítið hefur verið rætt um óheilbrigð samskipti eða ofbeldisfull svo sem að reyna að stjórna eða segja öðru fólk til um hvað það eigi að gera eða hvernig það eigi að haga sér, niðurlægingu, yfirgengilega afbrýðissemi eða óöryggi, að missa stjórn á skapi sínu, ósannar ásakanir, skapsveiflur og ráðríki. En allt tengist þetta, því það að stjórna, hræða eða niðurlægja er allt leið til að ná yfirráðum og viðhalda stjórn. Þetta er algengara en fólk grunar og getur komið fyrir í nánum samböndum, á vinnustöðum, við þjónustu og alls staðar þar sem samskipti eiga sér stað. Þannig er algengast að ofbeldi gegn konum sé endurtekin ofbeldishegðun sem oftast stigmagnast með tímanum. Óheilbrigð samskipti eru því ekki bara óþægileg og vont að verða fyrir þeim, þau eru hættumerki um ofbeldi. Þau sem verða vitni að óheilbrigðum samskiptum, áreitni eða ofbeldi á vinnustað er skylt samkvæmt lögum að láta næsta yfirmann vita þar sem á atvinnurekendum hvílir sú skylda að stöðva slíka hegðun. Ef atvinnurekandi er gerandinn þarf að finna annan stjórnanda sem tilkynnt er til. Það má alltaf leita aðstoðar til stéttarfélaga. Verði fólk vitni að slíku utan vinnustaða s.s. í samskiptum vina eða ættingja er mikilvægt að tala við geranda að því markmiði að hann axli ábyrgð strax. Miklu máli skiptir að ofbeldi hafi strax afleiðingar fyrir geranda. Til að ráða niðurlögum á þeim faraldri sem ofbeldi gegn konum er, gengur ekki að flokka það sem frávik eða undantekningatilvik. Tölurnar sýna að það er útbreitt og afleiðingarnar allt of oft nánast engar. Ef menn þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af afleiðingum þess sem þeir gera blasir við að það hefur áhrif á tíðni eða fjölda ofbeldisbrota. Ein leiðin til að breyta þessu er að við breytum hugmyndum okkar um ofbeldismenn og horfumst í augu við að þeir eru venjulegir strákar og karlar sem almennt eiga lítið annað sameiginlegt en kyn sitt. Þeir eiga ekki skilið meiri samúð eða afslátt en aðrir sem fremja glæpi eða brjóta í bága við lög. Mikilvægasta bóluefnið við þessum faraldri er fræðsla en einnig réttarkerfi sem einkennist ekki af gerendameðvirkni. Þá hefur það forvarnaráhrif ef ofbeldismenn vita að samfélagið mun dæma þá hart af verkum sínum og gefin eru skýr skilaboð um að þeir eigi ekki tilkall til þess að gera hvað sem þeim sýnist á kostnað stelpna, kvenna og hinsegin fólks. Þvert á móti eigum við sem samfélag tilkall til þess að þeir hætti að beita ofbeldi og hætti að sýna af sér ofbeldisfulla hegðun. Höfundur er formaður BSRB. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun