Erlent

Tveir fundust látnir í höfninni í Malmö

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögreglan segir að málið sé rannsakað sé morð, samkvæmt verklagi.
Lögreglan segir að málið sé rannsakað sé morð, samkvæmt verklagi. EPA-EFE/JOHN NILSSON

Tveir menn fundust látnir í nótt í bíl sem hafði steypst ofan í höfnina í Malmö í Svíþjóð. Ekki er ljóst hvernig bíllinn hafnaði í höfninni.

Í umfjöllun Aftonbladet um málið kemur fram að lögregla útiloki ekki að andlát mannanna hafi borið að með saknæmum hætti. Lögregla rannsaki málið sem morð, samkvæmt hefðbundnu verklagi. 

Enginn sé enn sem komið er grunaður í málinu. Krufning muni fara fram í dag.

Að sögn Magnus Lefèvre, lögreglumanns hjá lögreglunni í Malmö, fékk lögreglan tilkynningu um að bíll hefði lent í sjónum við höfnina skömmu fyrir klukkan sex í morgun að sænskum tíma. Þegar lögreglu bar garði og kafarar fóru að bílnum komu mennirnir tveir í ljós.

Þeir voru báðir látnir. Mennirnir voru báðir á þrítugsaldri og hafa fjölskyldur þeirra verið látnar vita. Magnus segir lögreglu ekki útiloka neitt á þessum tímapunkti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×