Neytendur

Verð­skrá fyrir magnpóst lögð niður

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Verð á léttustu bréfunum helst óbreytt.
Verð á léttustu bréfunum helst óbreytt. Pósturinn

Frá og með 1. janúar 2024 verður sérstök verðskrá fyrir magnpóst lögð niður og flokkarnir almenn bréf og magnpóstur sameinaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.

Þar segir að hins vegar verði sömu afsláttarkjör eftir bréfamagni og hafa verið fyrir magnpóst. Helsta breytingin sé sú að nú verður bara ein verðskrá til viðmiðunar.

„Með þessari ákvörðun er verið að bregðast við örum breytingum þegar kemur að bréfapósti. Alkunna er að bréfamagn hefur dregist umtalsvert saman á síðustu 13 árum, eða um rúmlega 80%, og gert er ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram. Samdrátturinn hefur verið langmestur í magnpósti.“

Segir pósturinn að í því sambandi megi nefna að stórlega hafi dregið úr magni bréfa frá söfnunaraðilum enda hafi rafræn skeytamiðlun aukist til muna. Þetta hafi leitt til þess að forsendur fyrir magnverðskrá bréfa séu brostnar.

Verð á bréfum innanlands í 0-50 gramma flokknum verður óbreytt. Hins vegar hækkar verð á bréfum sem eru 51-250 grömm úr 330 krónur í 370 krónur og 251-2000 gramma bréfum úr 600 krónum í 630. Allar nánari upplýsingar um þessar breytingar verða birtar 1. janúar 2024 þegar þær taka gildi, að því er segir í tilkynningu póstsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×