Kona fann skilríki fanga í jakka frá Regatta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2023 11:40 Konunni leið fremur illa með fundinn. Hvorki konan né jakkinn á þessari mynd tengjast málinu beint. Getty Skilríki fanga í Kína virðast hafa fundist innan á jakka frá fataframleiðandanum Regatta. Fundurinn hefur vakið upp spurningar um það hvort fangar hafi verið notaðir við framleiðslu fyrirtækisins. Um var að ræða vatnsheldan jakka sem kona í Derbyshire á Englandi pantaði á netinu á Svörtum föstudegi. Þegar konan fékk flíkina í hendurnar 22. nóvember fann hún að eitthvað var innan í erminni sem gerði það að verkum að hún gat ekki beygt olnbogan almennilega. Hún spretti flíkinni upp til að komast að hlutnum og þá kom í ljós að um var að ræða skilríki, sem virðast hafa verið gefin út af fangelsisyfirvöldum í Kína. Á kortinu var að finna mynd af viðkomandi og nafn fangelsisins þar sem hann dvelur. „Maður á ekki von á þessu frá [Regatta]. Þetta er breskt merki á borð við Next og M&S... þú klæðir börnin þín í föt frá þeim. Og þetta gerist og manni verður bara órótt og þykir þetta óþægilegt,“ hefur Guardian eftir konunni, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Konan setti sig í samband við Regatta en þjónustufulltrúi hjá fyrirtækinu svaraði á þá leið að þetta væri í fyrsta sinn sem hún hefði heyrt af svona nokkru. Þjónustufulltrúinn viðurkenndi að um væri að ræða skilríki starfsmanns í verksmiðju fyrirækisins í Kína. Konunni var sagt að henda skilríkinu en seinna um daginn fékk hún tölvupóst frá Regatta þar sem hún var beðin um að skila bæði skilríkinu og jakkanum til fyrirtækisins. Daginn eftir ræddi hún við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í síma. Að sögn konunnar var ítrekað að hún ætti að láta Regatta fá skilríkið og að í staðinn fengi hún nýjan jakka. Konan hafnaði tilboðinu en sótti skilríkin í ruslið. Regatta hefur hafnað því að fangar séu notaðir við framleiðslu fyrirtækisins en fangelsið sem nefnt er á skilríkinu stundar það vissulega að leggja til fanga til fataframleiðslu. Það liggur ekki fyrir hvernig skilríkið rataði í flíkinu né hvort það var viljandi en það þekkist að skilaboð frá föngum í Kína séu sett í ýmsar neysluvörur sem framleiddar eru í landinu. Ítarlega frétt um málið má finna á vef Guardian. Kína Bretland Mannréttindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Sjá meira
Um var að ræða vatnsheldan jakka sem kona í Derbyshire á Englandi pantaði á netinu á Svörtum föstudegi. Þegar konan fékk flíkina í hendurnar 22. nóvember fann hún að eitthvað var innan í erminni sem gerði það að verkum að hún gat ekki beygt olnbogan almennilega. Hún spretti flíkinni upp til að komast að hlutnum og þá kom í ljós að um var að ræða skilríki, sem virðast hafa verið gefin út af fangelsisyfirvöldum í Kína. Á kortinu var að finna mynd af viðkomandi og nafn fangelsisins þar sem hann dvelur. „Maður á ekki von á þessu frá [Regatta]. Þetta er breskt merki á borð við Next og M&S... þú klæðir börnin þín í föt frá þeim. Og þetta gerist og manni verður bara órótt og þykir þetta óþægilegt,“ hefur Guardian eftir konunni, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Konan setti sig í samband við Regatta en þjónustufulltrúi hjá fyrirtækinu svaraði á þá leið að þetta væri í fyrsta sinn sem hún hefði heyrt af svona nokkru. Þjónustufulltrúinn viðurkenndi að um væri að ræða skilríki starfsmanns í verksmiðju fyrirækisins í Kína. Konunni var sagt að henda skilríkinu en seinna um daginn fékk hún tölvupóst frá Regatta þar sem hún var beðin um að skila bæði skilríkinu og jakkanum til fyrirtækisins. Daginn eftir ræddi hún við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í síma. Að sögn konunnar var ítrekað að hún ætti að láta Regatta fá skilríkið og að í staðinn fengi hún nýjan jakka. Konan hafnaði tilboðinu en sótti skilríkin í ruslið. Regatta hefur hafnað því að fangar séu notaðir við framleiðslu fyrirtækisins en fangelsið sem nefnt er á skilríkinu stundar það vissulega að leggja til fanga til fataframleiðslu. Það liggur ekki fyrir hvernig skilríkið rataði í flíkinu né hvort það var viljandi en það þekkist að skilaboð frá föngum í Kína séu sett í ýmsar neysluvörur sem framleiddar eru í landinu. Ítarlega frétt um málið má finna á vef Guardian.
Kína Bretland Mannréttindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Sjá meira