Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-Njarðvík 63-92 | Njarðvík sigldi Blika í kaf í Smáranum Hjörvar Ólafsson skrifar 3. desember 2023 20:49 Njarðvík vann góðan sigur í Smáranum í kvöld. Njarðvík fór með 63-92 sigur af hólmi þegar liðið sótti Breiðablik heim í Smárann í Kópavoginn í elleftu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Gestirnir frá Njarðvík byggðu upp þægilegt forskot snemma í leiknum og lengstum í leiknum var munurinn um það bil 20 stig. Þegar yfir lauk var munurinn svo 29 stig og allir leikmenn Njarðvíkur komust á blað í leiknum. Jana Falsdóttir var stigahæsti leikmaður vallarins með 21 stig en hún setti niður fimm af þeim sex þriggja stiga skotum sem hún tók. Emilie Hesseldahl kom næst með 15 stig fyrir Njarðvík og Erna Viso skoraði 12 stig. Brooklyn Pannellvar atkvæðamest hjá Blikum með 21 stig og Sóllilja Bjarnadóttir bætti 14 stigum við í sarpinn. Með þessum sigri skaust Njarðvík upp í annað sæti deildarinnar en liðið hefur haft betur í átta leikjum í vetur en nágrannar þeirra í Keflavík tróna á toppnum með tíu sigurleiki. Breiðablik er hins vegar í næstneðsta sæti með tvö stig en Snæfell vermir botnsætið án stiga. Rúnar Ingi: Náðum að halda dampi allan leikinn „Mér finnst jákvæðast að við náðum að halda tempóinu allan tímann og sýndum fagmennsku út leikinn. Það er tricky að halda einbeitingu og ákefðinni þegar þú kemst 20 stigum yfir en okkur tókst betur upp hvað það varðar en í leiknum gegn Snæfelli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sáttur að leik loknum. „Það gladdi líka þjálfarahjartað að sjá að allir leikmenn liðsins komust á blað í þessum leik og við vorum með tvo leikmenn í tíunda bekk inni á parketinu undir lok leiksins. Liðsbragurinn var frábær og það var mikið spirit í liðinu frá upphafi leiks til lokaflauts,“ sagði Rúnar Ingi enn fremur. Rúnar Ingi sagði svo leit standa yfir af bandarískum leikmanni fyrir liðið en félagið sagði upp samningi sínum við Tynice Martin á dögunum: „Ég er bara að skoða en ég er búinn að ákveða hvaða týpu af leikmanni ég vil. Ég stefni á að vera búinn að klára þessi mál fyrir jólafrí. Við ætlum að vera Íslandsmeistari næsta vor og ef við ætlum að gera það þurfum við að vanda valið í þessum efnum,“ sagði þjálfari Njarðvíkurliðsins um vinnu hans sem fram undan er. Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Bára Guillermo Sánchez: Vantaði mikið upp á varnarleikinn „Það gefur augaleið að slakur varnarleikur varð okkur að falli í þessum leik. Við fengum á okkur 92 stig og þær fengu nokkur tækifæri til þess að skora trekk í trekk. Við náðum ekki nógum takti í leikinn okkar þar sem við náðum ekki að stoppa nógu oft,“ sagði Guillermo Sánchez, þjálfari Breiðabliks. „Þrátt fyrir slæmt tap þá getum við tekið margt jákvætt út úr þessum leik. Við hættum aldrei að berjast og þrátt fyrir að við værum komnar 20 stigum undir þá lögðum við ekki árar í bát og héldum áfram að reyna allan leikinn,“ sagði Spánverjinn brattur þrátt fyrir erfiða stöðu. „Við erum í erfiðri stöðu og við þurfum að bæta okkur hratt. Þar þurfum við að byrja á varnarleiknum og bæta okkur á þeim endum vallarins. Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum, við erum í fínum málum þar og munum slípa okkur betur og betur. Varnarvinnan og frákastabaráttan þarf hins vegar að batna til muna,“ sagði hann aðspurður um hvað þyrfti að gerast til þess að Blikar snúi við blaðinu. Guillermo Sánchez, þjálfari Breiðabliks. Vísir / Vilhelm Af hverju vann Njarðvík? Sóknarleikur Njarðvíkur gekk smurt allan leikinn og allir leikmenn lögðu eitthvað í púkkinn þar. Um leið og Blikar söxuðu aðeins á forskotið fóru gestirnir aftur upp á tærnar og kláruðu dæmið á fagmannlegan hátt. Hverjar sköruðu fram úr? Jana Falsdóttir stýrði sóknarleik af miklum myndarbrag og setti niður 21 stig í þessum leik. Erna Viso var svo öflug í fyrri hálfleik en Emilie Hesseldal tók svo við keflinu í seinni háflleik. Hvað gekk illa? Breiðablik lagði leikinn þannig upp að spila sterka vörn en það tókst því miður ekki upp að þessu sinni. Blikar náðu nokkrum góðum sprettum og minnkuðu muninn en náðu aldrei að búa til almennilega spennu. Hvað gerist næst? Breiðablik sækir Keflavík heim suður með sjó í næstu umferð deildarinnar á miðvikudaginn kemur. Njarðvík fær hins vegar Hauka í heimsókn í Ljónagryfjuna sama kvöld. Subway-deild kvenna Breiðablik UMF Njarðvík
Njarðvík fór með 63-92 sigur af hólmi þegar liðið sótti Breiðablik heim í Smárann í Kópavoginn í elleftu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Gestirnir frá Njarðvík byggðu upp þægilegt forskot snemma í leiknum og lengstum í leiknum var munurinn um það bil 20 stig. Þegar yfir lauk var munurinn svo 29 stig og allir leikmenn Njarðvíkur komust á blað í leiknum. Jana Falsdóttir var stigahæsti leikmaður vallarins með 21 stig en hún setti niður fimm af þeim sex þriggja stiga skotum sem hún tók. Emilie Hesseldahl kom næst með 15 stig fyrir Njarðvík og Erna Viso skoraði 12 stig. Brooklyn Pannellvar atkvæðamest hjá Blikum með 21 stig og Sóllilja Bjarnadóttir bætti 14 stigum við í sarpinn. Með þessum sigri skaust Njarðvík upp í annað sæti deildarinnar en liðið hefur haft betur í átta leikjum í vetur en nágrannar þeirra í Keflavík tróna á toppnum með tíu sigurleiki. Breiðablik er hins vegar í næstneðsta sæti með tvö stig en Snæfell vermir botnsætið án stiga. Rúnar Ingi: Náðum að halda dampi allan leikinn „Mér finnst jákvæðast að við náðum að halda tempóinu allan tímann og sýndum fagmennsku út leikinn. Það er tricky að halda einbeitingu og ákefðinni þegar þú kemst 20 stigum yfir en okkur tókst betur upp hvað það varðar en í leiknum gegn Snæfelli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sáttur að leik loknum. „Það gladdi líka þjálfarahjartað að sjá að allir leikmenn liðsins komust á blað í þessum leik og við vorum með tvo leikmenn í tíunda bekk inni á parketinu undir lok leiksins. Liðsbragurinn var frábær og það var mikið spirit í liðinu frá upphafi leiks til lokaflauts,“ sagði Rúnar Ingi enn fremur. Rúnar Ingi sagði svo leit standa yfir af bandarískum leikmanni fyrir liðið en félagið sagði upp samningi sínum við Tynice Martin á dögunum: „Ég er bara að skoða en ég er búinn að ákveða hvaða týpu af leikmanni ég vil. Ég stefni á að vera búinn að klára þessi mál fyrir jólafrí. Við ætlum að vera Íslandsmeistari næsta vor og ef við ætlum að gera það þurfum við að vanda valið í þessum efnum,“ sagði þjálfari Njarðvíkurliðsins um vinnu hans sem fram undan er. Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Bára Guillermo Sánchez: Vantaði mikið upp á varnarleikinn „Það gefur augaleið að slakur varnarleikur varð okkur að falli í þessum leik. Við fengum á okkur 92 stig og þær fengu nokkur tækifæri til þess að skora trekk í trekk. Við náðum ekki nógum takti í leikinn okkar þar sem við náðum ekki að stoppa nógu oft,“ sagði Guillermo Sánchez, þjálfari Breiðabliks. „Þrátt fyrir slæmt tap þá getum við tekið margt jákvætt út úr þessum leik. Við hættum aldrei að berjast og þrátt fyrir að við værum komnar 20 stigum undir þá lögðum við ekki árar í bát og héldum áfram að reyna allan leikinn,“ sagði Spánverjinn brattur þrátt fyrir erfiða stöðu. „Við erum í erfiðri stöðu og við þurfum að bæta okkur hratt. Þar þurfum við að byrja á varnarleiknum og bæta okkur á þeim endum vallarins. Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum, við erum í fínum málum þar og munum slípa okkur betur og betur. Varnarvinnan og frákastabaráttan þarf hins vegar að batna til muna,“ sagði hann aðspurður um hvað þyrfti að gerast til þess að Blikar snúi við blaðinu. Guillermo Sánchez, þjálfari Breiðabliks. Vísir / Vilhelm Af hverju vann Njarðvík? Sóknarleikur Njarðvíkur gekk smurt allan leikinn og allir leikmenn lögðu eitthvað í púkkinn þar. Um leið og Blikar söxuðu aðeins á forskotið fóru gestirnir aftur upp á tærnar og kláruðu dæmið á fagmannlegan hátt. Hverjar sköruðu fram úr? Jana Falsdóttir stýrði sóknarleik af miklum myndarbrag og setti niður 21 stig í þessum leik. Erna Viso var svo öflug í fyrri hálfleik en Emilie Hesseldal tók svo við keflinu í seinni háflleik. Hvað gekk illa? Breiðablik lagði leikinn þannig upp að spila sterka vörn en það tókst því miður ekki upp að þessu sinni. Blikar náðu nokkrum góðum sprettum og minnkuðu muninn en náðu aldrei að búa til almennilega spennu. Hvað gerist næst? Breiðablik sækir Keflavík heim suður með sjó í næstu umferð deildarinnar á miðvikudaginn kemur. Njarðvík fær hins vegar Hauka í heimsókn í Ljónagryfjuna sama kvöld.