Gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsi Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2023 12:40 Útsýnið yfir hinn eiginlega Teigsskóg í gær frá nýja veginum. Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Vegfarendur sem ekið hafa nýja veginn um Teigsskóg eru byrjaðir að lýsa reynslu sinni og birta myndir á samfélagsmiðlum. Vegurinn var opnaður umferð í gær, átján mánuðum eftir að Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu samning um vegagerðina, sem sannarlega má telja einhverja þá umdeildustu hérlendis, en áður hafði verið deilt hart um vegstæðið í tvo áratugi. „Og bráðum verður næsti "flöskuháls" úr sögunni. Það eru sennilega nokkrir sem gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsinum. Góða ferð um Hallsteinsnes,“ skrifar Erla Þórdís Reynisdóttir frá Fremri-Gufudal, núverandi bóndi í Mýrartungu í Reykhólasveit, á vefnum Samgöngubætur á Vestfjörðum, og birtir jafnframt myndskeið frá ökuferðinni. Í Þorskafirði er búið að færa lokunarskiltin af nýja veginum yfir á gamla malarveginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Örskotsstund að renna þetta og þú gleymir að skoða,“ segir Erla um upplifuna. Á heimasíðu Reykhólahrepps er fjallað um opnun vegarins með nokkrum ljósmyndum. Djúpadalsmegin er núna komið lokunarskilti á veginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Þar með þarf ekki lengur að keyra yfir Hjallaháls. Ekki var nein formleg athöfn þegar vegurinn var opnaður, heldur voru lokunarskiltin færð sitt hvors vegar við Hjallahálsinn, af nýja veginum og á veginn yfir hálsinn,“ segir á Reykhólavefnum. „Hjallaháls, kannski er ekki svo mikil eftirsjá að honum... svo er hann ekkert að fara neitt,“ segir ennfremur. Flutningabíll á hliðinni á Hjallahálsi fyrir þremur árum. Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Ódrjúgshálsinn verður þó áfram hluti Vestfjarðavegar þar til þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar lýkur. Samningur um gerð jarðvegsfyllinga út í firðina var undirritaður við Borgaverk í fyrradag. Þá hefur innviðaráðherra lýst því yfir að brúasmíðin verði boðin út á næstu ári og henni lokið annaðhvort árið 2026 eða 2027. Framundan er að þvera Gufufjörð og Djúpafjörð. Á meðan liggur Vestfjarðavegur áfram yfir Ódrjúgsháls. Gula línan sýnir nýju vegina ásamt nýju leiðinni yfir Þorskafjörð, sem opnaðist í október.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Nú þegar þessi spotti er kominn í gagnið eru tæpir tíu kílómetrar af malarvegi eftir, milli Djúpadals og Gufudals. Leiðin fyrir Hallsteinsnes er einungis liðlega þremur kílómetrum lengri en yfir Hjallahálsinn, 14,5 kílómetrar, en 11,5 kílómetrar yfir hálsinn. Ólíku er saman að jafna að aka þessa vegi,“ segir á Reykhólavefnum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í fyrradag um opnun vegarins: Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45 Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
„Og bráðum verður næsti "flöskuháls" úr sögunni. Það eru sennilega nokkrir sem gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsinum. Góða ferð um Hallsteinsnes,“ skrifar Erla Þórdís Reynisdóttir frá Fremri-Gufudal, núverandi bóndi í Mýrartungu í Reykhólasveit, á vefnum Samgöngubætur á Vestfjörðum, og birtir jafnframt myndskeið frá ökuferðinni. Í Þorskafirði er búið að færa lokunarskiltin af nýja veginum yfir á gamla malarveginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Örskotsstund að renna þetta og þú gleymir að skoða,“ segir Erla um upplifuna. Á heimasíðu Reykhólahrepps er fjallað um opnun vegarins með nokkrum ljósmyndum. Djúpadalsmegin er núna komið lokunarskilti á veginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Þar með þarf ekki lengur að keyra yfir Hjallaháls. Ekki var nein formleg athöfn þegar vegurinn var opnaður, heldur voru lokunarskiltin færð sitt hvors vegar við Hjallahálsinn, af nýja veginum og á veginn yfir hálsinn,“ segir á Reykhólavefnum. „Hjallaháls, kannski er ekki svo mikil eftirsjá að honum... svo er hann ekkert að fara neitt,“ segir ennfremur. Flutningabíll á hliðinni á Hjallahálsi fyrir þremur árum. Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Ódrjúgshálsinn verður þó áfram hluti Vestfjarðavegar þar til þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar lýkur. Samningur um gerð jarðvegsfyllinga út í firðina var undirritaður við Borgaverk í fyrradag. Þá hefur innviðaráðherra lýst því yfir að brúasmíðin verði boðin út á næstu ári og henni lokið annaðhvort árið 2026 eða 2027. Framundan er að þvera Gufufjörð og Djúpafjörð. Á meðan liggur Vestfjarðavegur áfram yfir Ódrjúgsháls. Gula línan sýnir nýju vegina ásamt nýju leiðinni yfir Þorskafjörð, sem opnaðist í október.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Nú þegar þessi spotti er kominn í gagnið eru tæpir tíu kílómetrar af malarvegi eftir, milli Djúpadals og Gufudals. Leiðin fyrir Hallsteinsnes er einungis liðlega þremur kílómetrum lengri en yfir Hjallahálsinn, 14,5 kílómetrar, en 11,5 kílómetrar yfir hálsinn. Ólíku er saman að jafna að aka þessa vegi,“ segir á Reykhólavefnum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í fyrradag um opnun vegarins:
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45 Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45
Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28