Viðurkenndi að hafa „lúbarið“ samfanga sinn en dró það svo til baka Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 2. desember 2023 20:43 Árásin átti sér stað á fótboltavellinum við Litla-Hraun. Vísir/Vilhelm Karlmaður hlaut á dögunum þriggja mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands vegna tveggja líkamsárása sem áttu sér stað í fangelsinu Litla-Hrauni. Fyrri árásin átti sér stað í október árið 2021, og sú seinni í nóvember 2022. Maðurinn hafði áður hlotið 18 dóma fyrir refsiverða háttsemi. Maðurinn játaði að hafa framið fyrri árásina, þar sem honum var gefið að sök að hafa slegið annan mann í andlitið við verslun í fangelsinu. Því taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í fyrri lið ákærunnar. Seinni ákæruliðurinn sneri að árás átti sér stað við fótboltavöll á Litla-Hrauni. Maðurinn var ákærður fyrir að slá annan mann ítrekuðum hnefahöggum í andlitið, grípa í fót hans og snúa upp á hann svo hann datt úr lið. Maðurinn var sakfelldur fyrir þessi brot. Dómurinn taldi þó ekki sannað að hnefahöggin hefðu verið ítrekuð. Sagði sökina liggja hjá brotaþola Í lögregluskýrslu sagðist ákærði hafa „lúbarið“ hinn manninn, en þá átti eftir að kynna honum að hann væri með réttarstöðu sakbornings, og því var ekki litið til þess við úrvinnslu málsins. Í annarri lögregluskýrslu, sem dómurinn notaðist við, sagðist maðurinn í fyrstu ekki kannast við atvik milli sín og brotaþola. Þegar leið á skýrslutökuna hélt hann því fram að í raun hefði brotaþolinn veist að sér og hann varið sig með höggi með „flötum hnefa“ í andlit brotaþola. Við upphaf aðalmeðferðar málsins var lögð fram skýrsla fangavarðar á Litla-Hrauni, þar sem fram kom að brotaþoli hafi komið gangandi á útisvæði fangelsisins en virst átt erfitt með gang. Hann hafi bograð niður og haldið um hné sér, blóðugur í andliti. Fangavörðurinn hafi spurt brotaþola hvað hafi gerst en brotaþolinn ekki viljað svara því. Hann hafi svo farið að tala við aðra fanga og sagst ætla að drepa ákærða. „Smá löðrungur“ Hinn ákærð gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð málsins, frá lögreglustöðinni í Keflavík. Hann kvað lítið hafa átt sér stað þennan dag, og að hann myndi takmarkað eftir því. Hann minnti þó að brotaþoli hefði komið út og veist að honum. Því næst kvaðst ákærði hafa gengið í burtu frá brotaþola, sem hafi elt hann. Því hafi hann ákveðið að úta brotaþola frá sér „með smá löðrungi kannski“. Brotaþoli, sem sé stór og þrekinn maður, hafi verið með ógnandi tilburði við ákærða. Hann neitaði því hins vegar að hafi snúið upp á fótlegg brotaþola. Þá kvaðst maðurinn sjálfur ekki hafa verið með áverka. Þá sagði ákærði að daginn fyrir árásina sem málið snýst um hefðu þrír menn ráðist á hann, vegna þess að brotaþoli hefði verið að ljúga upp á hann, en sá hluti málsins er ekki rakinn frekar í dómnum. Þungt högg Brotaþoli í málinu bar svo við að hann hefði verið úti að ganga á fótboltavelli fangelsisins með félaga sínum. Hann hafi síðan hitt ákærða fyrir aftan varðskýlið, litið upp og aðeins til hliðar, en þá fengið „svakalega þungt högg beint í andlitið“. Brotaþoli hafi þá slegið ákærða frá sér án þess að hitta hann og ýtt honum frá sér með fætinum. Ákærði hafi þá gripið í fót brotaþola, ýtt honum upp og snúið, með þeim afleiðingum að hnéð fór úr lið. Mundi ekki eftir skýrslutökunni Við aðalmeðferð málsins var kallaður fram vitnisburður nokkurra vitna. Meðal þeirra var fanginn sem brotaþoli sagði hafa verið viðstaddan þegar árásin varð. Sá kvaðst ekki myna vel hvað gerðist, og mundi ekki hvort hann hefði séð brotaþola og ákærða slá hvorn til annars, né að ákærði hefði gripið í fót brotaþola. Þá kannaðist hann við að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu, en ekki hvað hann hefði sagt, þar sem hann hafi verið undir áhrifum við skýrslugjöfina. Þá sagðist hann ekki muna hvort hann var í vímu þegar árásin átti sér stað, en það kæmi til greina. Þá voru einnig teknar vitnaskýrslur að læknum sem komu að málinu og fangaverði. Litið til langs sakaferils Dómari í málinu taldi nægilegar sönnur hafa verið færðar fyrir árásinni þannig að hafi væri yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, ef frá væru talin hnefahöggin, sem ekki þótti sannað að hafi verið ítrekuð. Við ákvörðun refsingar mannsins var litið til þess að hann ætti nánast samfelldan sakaferil aftur til ársins 2003, hefði 18 sinnum hlotið viðurlög fyrir refsiverða háttsemi og samtals verið dæmdur í 104 mánaða fangelsi. Því var ákærði dæmdur í þriggja mánaða fangelsisdóm og gert að greiða brotaþola seinni árásarinnar 350 þúsund krónur í miskabætur, og sakarkostnað málsins sem voru rúmar 1.4 milljónir. Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Maðurinn játaði að hafa framið fyrri árásina, þar sem honum var gefið að sök að hafa slegið annan mann í andlitið við verslun í fangelsinu. Því taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í fyrri lið ákærunnar. Seinni ákæruliðurinn sneri að árás átti sér stað við fótboltavöll á Litla-Hrauni. Maðurinn var ákærður fyrir að slá annan mann ítrekuðum hnefahöggum í andlitið, grípa í fót hans og snúa upp á hann svo hann datt úr lið. Maðurinn var sakfelldur fyrir þessi brot. Dómurinn taldi þó ekki sannað að hnefahöggin hefðu verið ítrekuð. Sagði sökina liggja hjá brotaþola Í lögregluskýrslu sagðist ákærði hafa „lúbarið“ hinn manninn, en þá átti eftir að kynna honum að hann væri með réttarstöðu sakbornings, og því var ekki litið til þess við úrvinnslu málsins. Í annarri lögregluskýrslu, sem dómurinn notaðist við, sagðist maðurinn í fyrstu ekki kannast við atvik milli sín og brotaþola. Þegar leið á skýrslutökuna hélt hann því fram að í raun hefði brotaþolinn veist að sér og hann varið sig með höggi með „flötum hnefa“ í andlit brotaþola. Við upphaf aðalmeðferðar málsins var lögð fram skýrsla fangavarðar á Litla-Hrauni, þar sem fram kom að brotaþoli hafi komið gangandi á útisvæði fangelsisins en virst átt erfitt með gang. Hann hafi bograð niður og haldið um hné sér, blóðugur í andliti. Fangavörðurinn hafi spurt brotaþola hvað hafi gerst en brotaþolinn ekki viljað svara því. Hann hafi svo farið að tala við aðra fanga og sagst ætla að drepa ákærða. „Smá löðrungur“ Hinn ákærð gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð málsins, frá lögreglustöðinni í Keflavík. Hann kvað lítið hafa átt sér stað þennan dag, og að hann myndi takmarkað eftir því. Hann minnti þó að brotaþoli hefði komið út og veist að honum. Því næst kvaðst ákærði hafa gengið í burtu frá brotaþola, sem hafi elt hann. Því hafi hann ákveðið að úta brotaþola frá sér „með smá löðrungi kannski“. Brotaþoli, sem sé stór og þrekinn maður, hafi verið með ógnandi tilburði við ákærða. Hann neitaði því hins vegar að hafi snúið upp á fótlegg brotaþola. Þá kvaðst maðurinn sjálfur ekki hafa verið með áverka. Þá sagði ákærði að daginn fyrir árásina sem málið snýst um hefðu þrír menn ráðist á hann, vegna þess að brotaþoli hefði verið að ljúga upp á hann, en sá hluti málsins er ekki rakinn frekar í dómnum. Þungt högg Brotaþoli í málinu bar svo við að hann hefði verið úti að ganga á fótboltavelli fangelsisins með félaga sínum. Hann hafi síðan hitt ákærða fyrir aftan varðskýlið, litið upp og aðeins til hliðar, en þá fengið „svakalega þungt högg beint í andlitið“. Brotaþoli hafi þá slegið ákærða frá sér án þess að hitta hann og ýtt honum frá sér með fætinum. Ákærði hafi þá gripið í fót brotaþola, ýtt honum upp og snúið, með þeim afleiðingum að hnéð fór úr lið. Mundi ekki eftir skýrslutökunni Við aðalmeðferð málsins var kallaður fram vitnisburður nokkurra vitna. Meðal þeirra var fanginn sem brotaþoli sagði hafa verið viðstaddan þegar árásin varð. Sá kvaðst ekki myna vel hvað gerðist, og mundi ekki hvort hann hefði séð brotaþola og ákærða slá hvorn til annars, né að ákærði hefði gripið í fót brotaþola. Þá kannaðist hann við að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu, en ekki hvað hann hefði sagt, þar sem hann hafi verið undir áhrifum við skýrslugjöfina. Þá sagðist hann ekki muna hvort hann var í vímu þegar árásin átti sér stað, en það kæmi til greina. Þá voru einnig teknar vitnaskýrslur að læknum sem komu að málinu og fangaverði. Litið til langs sakaferils Dómari í málinu taldi nægilegar sönnur hafa verið færðar fyrir árásinni þannig að hafi væri yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, ef frá væru talin hnefahöggin, sem ekki þótti sannað að hafi verið ítrekuð. Við ákvörðun refsingar mannsins var litið til þess að hann ætti nánast samfelldan sakaferil aftur til ársins 2003, hefði 18 sinnum hlotið viðurlög fyrir refsiverða háttsemi og samtals verið dæmdur í 104 mánaða fangelsi. Því var ákærði dæmdur í þriggja mánaða fangelsisdóm og gert að greiða brotaþola seinni árásarinnar 350 þúsund krónur í miskabætur, og sakarkostnað málsins sem voru rúmar 1.4 milljónir.
Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent