Handbolti

Ó­stöðvandi Norð­menn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson stýrir óstöðvandi norsku liði.
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson stýrir óstöðvandi norsku liði. EPA-EFE/Zsol

Ríkjandi Evrópu- og Heimsmeistarar Noregs héldu öruggri sigurgöngu sinni áfram í kvöld þegar þær unnu Suður-Kóreu 33-23.

Noregur hafði fyrir unnið leiki sína gegn Grænlandi og Austurríki af miklu öryggi en sigurinn í kvöld tryggði þeim efsta sæti C-riðilsins sem spilaður er í Stafangri í Noregi líkt og D-riðill Íslands. 

Nora Mork spilaði í fyrri hálfleik en hvíldi allan seinni hálfleikinn. 

Austurríki tryggði sig áfram fyrr í dag með öruggum sigri gegn Grænlandi.

Spánn tryggði sér efsta sæti G-riðils með sterkum endurkomusigri gegn Brasilíu. 

Rúmenía vann Serbíu og á nú öruggan farmiða í úrslitakeppnina. 

Úrslit dagsins á HM kvenna í handbolta: 

A-riðill

Senegal-Svíþjóð 18-26

Króatía-Kína 39-13

C-riðill

Grænland-Austurríki 43-23

Noregur-Suður-Kórea 33-23

E-riðill 

Rúmenía-Serbía 37-28

Síle-Danmörk 11-46

G-riðill

Úkraína-Kasakhstan 37-24

Brasilía-Spánn 25-27


Tengdar fréttir

Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið

Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×