Stelpurnar geta komið Íslandi á HM í Kólumbíu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 11:01 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði mark í sigurleiknum á EM í sumar sem á endanum færði íslenska liðinu sæti í umpilsleiknum í dag. Hér sést hún á æfingu með liðinu fyrir leikinn. KSÍ Íslenska tuttugu ára landslið kvenna í fótbolta er einum sigri frá því að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins næsta haust. Ísland mætir Austurríki í dag í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Kólumbíu sem fer fram 31. ágúst til 22. september á næsta ári. Leikurinn fer fram í Salou á Spáni en þessi leikur kom óvænt upp eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið ákvað að fjölga liðum í úrslitakeppninni. Áður áttu bara liðin fjögur í undanúrslitum EM að tryggja sér sæti á HM en eftir að fjölgað var um átta lið í keppninni þá fékk Evrópa eitt sæti í viðbót. Þriðja sætið í riðlinum á EM dýrmætt Góður árangur Íslands í lokakeppni EM U19 kvenna í Belgíu skilaði stelpunum okkar í þennan leik. Ísland og Austurríki urðu í þriðja sæti í sínum riðlum og fá því að spila um sæti í þessum umspilsleik á hlutlausum velli. Það var 2-0 sigur Íslands á Tékkum í riðlakeppninni síðasta sumar sem kom íslenska liðinu upp í þetta mikilvæga þriðja sætið. Mörk liðsins skoruðu þær Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Snædís María Jörundsdóttir sem báðar eru í hópnum núna. Það er líka Bergdís Sveinsdóttir sem skoraði hitt mark íslenska liðsins í úrslitakeppninni. Margrét Magnúsdóttir er landsliðsþjálfari Íslands í þessum aldursflokki og í liðinu eru margir leikmenn sem hafa náð sér í dýrmæta reynslu í Bestu deildinni síðustu sumur. Margrét mátti velja leikmenn sem eru fæddar frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2008. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk landslið kemst á HM og stelpurnar gætu því afrekað eitthvað stórt með sigri í dag. Austurríska liðið vann Holland og gerði jafntefli við Belgíu í riðli sínum í sumar og endaði því með fleiri stig en íslenska liðið. Þær skoruðu líka einu marki meira. Hafa átt fína daga saman heima á Íslandi „Þetta leggst bara mjög vel í okkur. Við erum bara mjög spenntar og fullar tilhlökkunar að fá að takast á við þetta verkefni,“ sagði Margrét Magnúsdóttir í viðtali á miðlum KSÍ. „Við eigum fínan mögulega ef við spilum agaðan og góðan varnarleik. Það er það sem hefur fleytt okkur í þennan leik. Við höfum spilað mjög góða vörn og það er planið okkar að spila góðan varnarleik,“ sagði Margrét. Það er langt síðan stelpurnar kláruðu tímabilið með sínum félagsliðum og það er auðvitað ákveðinn óvissuþáttur. „Við erum búnar að eiga fína daga saman heima á Íslandi. Höfum náð tveimur lotum með liðinu með nokkrum æfingum og fengum síðan æfingarleik á móti Svíþjóð í vikunni sem var mjög gott fyrir okkur,“ sagði Margrét. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í dag. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Sjá meira
Ísland mætir Austurríki í dag í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Kólumbíu sem fer fram 31. ágúst til 22. september á næsta ári. Leikurinn fer fram í Salou á Spáni en þessi leikur kom óvænt upp eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið ákvað að fjölga liðum í úrslitakeppninni. Áður áttu bara liðin fjögur í undanúrslitum EM að tryggja sér sæti á HM en eftir að fjölgað var um átta lið í keppninni þá fékk Evrópa eitt sæti í viðbót. Þriðja sætið í riðlinum á EM dýrmætt Góður árangur Íslands í lokakeppni EM U19 kvenna í Belgíu skilaði stelpunum okkar í þennan leik. Ísland og Austurríki urðu í þriðja sæti í sínum riðlum og fá því að spila um sæti í þessum umspilsleik á hlutlausum velli. Það var 2-0 sigur Íslands á Tékkum í riðlakeppninni síðasta sumar sem kom íslenska liðinu upp í þetta mikilvæga þriðja sætið. Mörk liðsins skoruðu þær Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Snædís María Jörundsdóttir sem báðar eru í hópnum núna. Það er líka Bergdís Sveinsdóttir sem skoraði hitt mark íslenska liðsins í úrslitakeppninni. Margrét Magnúsdóttir er landsliðsþjálfari Íslands í þessum aldursflokki og í liðinu eru margir leikmenn sem hafa náð sér í dýrmæta reynslu í Bestu deildinni síðustu sumur. Margrét mátti velja leikmenn sem eru fæddar frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2008. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk landslið kemst á HM og stelpurnar gætu því afrekað eitthvað stórt með sigri í dag. Austurríska liðið vann Holland og gerði jafntefli við Belgíu í riðli sínum í sumar og endaði því með fleiri stig en íslenska liðið. Þær skoruðu líka einu marki meira. Hafa átt fína daga saman heima á Íslandi „Þetta leggst bara mjög vel í okkur. Við erum bara mjög spenntar og fullar tilhlökkunar að fá að takast á við þetta verkefni,“ sagði Margrét Magnúsdóttir í viðtali á miðlum KSÍ. „Við eigum fínan mögulega ef við spilum agaðan og góðan varnarleik. Það er það sem hefur fleytt okkur í þennan leik. Við höfum spilað mjög góða vörn og það er planið okkar að spila góðan varnarleik,“ sagði Margrét. Það er langt síðan stelpurnar kláruðu tímabilið með sínum félagsliðum og það er auðvitað ákveðinn óvissuþáttur. „Við erum búnar að eiga fína daga saman heima á Íslandi. Höfum náð tveimur lotum með liðinu með nokkrum æfingum og fengum síðan æfingarleik á móti Svíþjóð í vikunni sem var mjög gott fyrir okkur,“ sagði Margrét. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í dag.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn