„Þetta eyðileggur handboltann“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2023 12:29 Króatía vann Kína með 26 marka mun í heldur óspennandi leik á HM í gær. EPA-EFE/Bjorn Larsson Rosvall Sérfræðingur TV 2 í Noregi segir að allt of margir leikir á HM kvenna í handbolta séu mjög ójafnir. Það skemmi fyrir íþróttinni sem vöru fyrir sjónvarpsáhorfendur. Liðunum á HM kvenna var fjölgað úr 24 í 32 lið fyrir tveimur árum og í ár eru einnig 32 lið, þar á meðal Ísland í fyrsta sinn í tólf ár. Bent Svele, sérfræðingur TV 2, bendir á að með fleiri liðum komi fleiri ójafnir leikir en á laugardag var heildarmarkamunurinn í átta leikjum til að mynda 103 mörk, eða tæplega 13 mörk í leik. Níu marka tap Íslands gegn sjálfum ólympíumeisturum Frakklands var því vel undir meðaltali en stærsti munurinn var í 45-22 sigri Þýskalands gegn Íran, eða 23 mörk. Í gær var heildarmunurinn 123 mörk í átta leikjum, þar sem til að mynda Króatía vann 39-13 sigur gegn Kína. „Þetta er alveg vonlaust. Við sáum þetta 2021 og þetta er ekkert skárra núna,“ sagði Svele í gær. „Ég sé að þeir eru að reyna að fegra þetta með fjölgun liða en það eru engin lið að verða betri. Þetta segir sig sjálft. Mér finnst menn allt of rómantískir í nálgun sinni varðandi útbreiðslu íþróttarinnar,“ sagði Svele og bætti við: „Þetta eyðileggur handboltann sem vöru, fyrir almenning og sjónvarpsáhorfendur.“ Danski sérfræðingurinn Bent Nyegaard tekur í sama streng á vef TV 2 í Danmörku. „Þetta hefur bara áhrif til eyðileggingar. Ég held að það fylgi því engin sérstök ánægja að vinna leik 44-25. Ég held að engum finnist eitthvað spennandi að vinna með 10-20-30 marka mun,“ sagði Nyegaard. „Ég skil að menn vilji breiða út handboltann og tryggja að hann sé áfram ólympíugrein og svo framvegis. En heimsmeistaramót á að vera það erfiðasta sem til er. Og það er það ekki. Það er Evrópumótið,“ sagði Nyegaard. HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Liðunum á HM kvenna var fjölgað úr 24 í 32 lið fyrir tveimur árum og í ár eru einnig 32 lið, þar á meðal Ísland í fyrsta sinn í tólf ár. Bent Svele, sérfræðingur TV 2, bendir á að með fleiri liðum komi fleiri ójafnir leikir en á laugardag var heildarmarkamunurinn í átta leikjum til að mynda 103 mörk, eða tæplega 13 mörk í leik. Níu marka tap Íslands gegn sjálfum ólympíumeisturum Frakklands var því vel undir meðaltali en stærsti munurinn var í 45-22 sigri Þýskalands gegn Íran, eða 23 mörk. Í gær var heildarmunurinn 123 mörk í átta leikjum, þar sem til að mynda Króatía vann 39-13 sigur gegn Kína. „Þetta er alveg vonlaust. Við sáum þetta 2021 og þetta er ekkert skárra núna,“ sagði Svele í gær. „Ég sé að þeir eru að reyna að fegra þetta með fjölgun liða en það eru engin lið að verða betri. Þetta segir sig sjálft. Mér finnst menn allt of rómantískir í nálgun sinni varðandi útbreiðslu íþróttarinnar,“ sagði Svele og bætti við: „Þetta eyðileggur handboltann sem vöru, fyrir almenning og sjónvarpsáhorfendur.“ Danski sérfræðingurinn Bent Nyegaard tekur í sama streng á vef TV 2 í Danmörku. „Þetta hefur bara áhrif til eyðileggingar. Ég held að það fylgi því engin sérstök ánægja að vinna leik 44-25. Ég held að engum finnist eitthvað spennandi að vinna með 10-20-30 marka mun,“ sagði Nyegaard. „Ég skil að menn vilji breiða út handboltann og tryggja að hann sé áfram ólympíugrein og svo framvegis. En heimsmeistaramót á að vera það erfiðasta sem til er. Og það er það ekki. Það er Evrópumótið,“ sagði Nyegaard.
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira