Alþjóðadagur fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 4. desember 2023 10:30 Í gær var alþjóðadagur fatlaðs fólks. Í gær fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Alþjóðadagurinn var settur árið 1992 af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að viðurkenna og efla réttindi fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélags og þróunar. Í gegnum árin hefur dagurinn þróast yfir í alþjóðlegan boðskap með áherslu á mikilvægi inngildingar, jafnréttis og aðgengis. Á hverju ári er sett fram ákveðið þema og er þema alþjóðadagsins árið 2023 Sameinuð í aðgerðum til að bjarga og ná fram heimsmarkmiðum - með og af fötluðu fólki. Þemað í ár gengur út á það að fá öll til þess að vinna saman í því að gera heiminn betri fyrir fatlað fólk. Eitt af meginmarkmiðum alþjóðadagsins er að koma í veg fyrir það sem hindrar fulla og jafna þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu eins og óaðgengilegar byggingar og samgöngur, samfélagslegar hindranir eins og mismunun og fordóma, fjárhagslegar hindranir eins og fátækt. Að skapa samfélag án aðgreiningar felur í sér virka þátttöku allra. Samfélagið; atvinnulífið, ríki og sveitarfélög verða að leggja sitt af mörkum með inngildingu fatlaðs fólks og þannig sýna að margbreytileikinn felur í sér virði og tækifæri sem er samfélaginu öllu til heilla. Samfélagið þarf að tileinka sér lausnir sem fatlað fólk lifir í og skapar nýjar leiðir. Íslenskt samfélag er komið langt á veg með margt sem snýr að málefnum fatlaðs fólks. Staðan er samt sú að að margt fatlað fólk og öryrkjar er í afar slæmri stöðu, fær ekki að vinna eftir getu og áhuga án þess að verða fyrir skerðingum, fær ekki viðeigandi húsnæði, og hefur ekki efni á að mæta óvæntum útgjöldum. Það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber og er örorka hvorki valkvæð né eftirsóknarverð. Fatlað fólk og öryrkjar eiga að hafa sömu tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu þar sem æ fleiri geta til dæmis ekki boðið börnum sínum þátttöku í íþrótta-, félags- eða tómstundastarfi. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í fátækt. Tökum höndum saman og gerum samfélagið okkar að samfélagi þar sem öll fá rétt og tækifæri til að lifa til jafns við aðra, þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda, og þar sem samfélagið gerir raunverulega ráð fyrir öllum. Annað af markmiðum alþjóðadagsins er að gleðjast yfir og fagna þeim árangri sem hefur náðst í réttindabaráttu fatlaðs fólks og hafa hátt um það. Við gleðjumst með frábæru samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttunnar. Ég óska öllum þeim sem tilnefnd voru til Hvatningarverðlauna ÖBÍ réttindasamtaka árið 2023 innilega til hamingju, þið breytið samfélaginu og gerið það betra, öllum til heilla. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Í gær var alþjóðadagur fatlaðs fólks. Í gær fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Alþjóðadagurinn var settur árið 1992 af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að viðurkenna og efla réttindi fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélags og þróunar. Í gegnum árin hefur dagurinn þróast yfir í alþjóðlegan boðskap með áherslu á mikilvægi inngildingar, jafnréttis og aðgengis. Á hverju ári er sett fram ákveðið þema og er þema alþjóðadagsins árið 2023 Sameinuð í aðgerðum til að bjarga og ná fram heimsmarkmiðum - með og af fötluðu fólki. Þemað í ár gengur út á það að fá öll til þess að vinna saman í því að gera heiminn betri fyrir fatlað fólk. Eitt af meginmarkmiðum alþjóðadagsins er að koma í veg fyrir það sem hindrar fulla og jafna þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu eins og óaðgengilegar byggingar og samgöngur, samfélagslegar hindranir eins og mismunun og fordóma, fjárhagslegar hindranir eins og fátækt. Að skapa samfélag án aðgreiningar felur í sér virka þátttöku allra. Samfélagið; atvinnulífið, ríki og sveitarfélög verða að leggja sitt af mörkum með inngildingu fatlaðs fólks og þannig sýna að margbreytileikinn felur í sér virði og tækifæri sem er samfélaginu öllu til heilla. Samfélagið þarf að tileinka sér lausnir sem fatlað fólk lifir í og skapar nýjar leiðir. Íslenskt samfélag er komið langt á veg með margt sem snýr að málefnum fatlaðs fólks. Staðan er samt sú að að margt fatlað fólk og öryrkjar er í afar slæmri stöðu, fær ekki að vinna eftir getu og áhuga án þess að verða fyrir skerðingum, fær ekki viðeigandi húsnæði, og hefur ekki efni á að mæta óvæntum útgjöldum. Það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber og er örorka hvorki valkvæð né eftirsóknarverð. Fatlað fólk og öryrkjar eiga að hafa sömu tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu þar sem æ fleiri geta til dæmis ekki boðið börnum sínum þátttöku í íþrótta-, félags- eða tómstundastarfi. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í fátækt. Tökum höndum saman og gerum samfélagið okkar að samfélagi þar sem öll fá rétt og tækifæri til að lifa til jafns við aðra, þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda, og þar sem samfélagið gerir raunverulega ráð fyrir öllum. Annað af markmiðum alþjóðadagsins er að gleðjast yfir og fagna þeim árangri sem hefur náðst í réttindabaráttu fatlaðs fólks og hafa hátt um það. Við gleðjumst með frábæru samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttunnar. Ég óska öllum þeim sem tilnefnd voru til Hvatningarverðlauna ÖBÍ réttindasamtaka árið 2023 innilega til hamingju, þið breytið samfélaginu og gerið það betra, öllum til heilla. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun