Alþjóðadagur fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 4. desember 2023 10:30 Í gær var alþjóðadagur fatlaðs fólks. Í gær fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Alþjóðadagurinn var settur árið 1992 af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að viðurkenna og efla réttindi fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélags og þróunar. Í gegnum árin hefur dagurinn þróast yfir í alþjóðlegan boðskap með áherslu á mikilvægi inngildingar, jafnréttis og aðgengis. Á hverju ári er sett fram ákveðið þema og er þema alþjóðadagsins árið 2023 Sameinuð í aðgerðum til að bjarga og ná fram heimsmarkmiðum - með og af fötluðu fólki. Þemað í ár gengur út á það að fá öll til þess að vinna saman í því að gera heiminn betri fyrir fatlað fólk. Eitt af meginmarkmiðum alþjóðadagsins er að koma í veg fyrir það sem hindrar fulla og jafna þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu eins og óaðgengilegar byggingar og samgöngur, samfélagslegar hindranir eins og mismunun og fordóma, fjárhagslegar hindranir eins og fátækt. Að skapa samfélag án aðgreiningar felur í sér virka þátttöku allra. Samfélagið; atvinnulífið, ríki og sveitarfélög verða að leggja sitt af mörkum með inngildingu fatlaðs fólks og þannig sýna að margbreytileikinn felur í sér virði og tækifæri sem er samfélaginu öllu til heilla. Samfélagið þarf að tileinka sér lausnir sem fatlað fólk lifir í og skapar nýjar leiðir. Íslenskt samfélag er komið langt á veg með margt sem snýr að málefnum fatlaðs fólks. Staðan er samt sú að að margt fatlað fólk og öryrkjar er í afar slæmri stöðu, fær ekki að vinna eftir getu og áhuga án þess að verða fyrir skerðingum, fær ekki viðeigandi húsnæði, og hefur ekki efni á að mæta óvæntum útgjöldum. Það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber og er örorka hvorki valkvæð né eftirsóknarverð. Fatlað fólk og öryrkjar eiga að hafa sömu tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu þar sem æ fleiri geta til dæmis ekki boðið börnum sínum þátttöku í íþrótta-, félags- eða tómstundastarfi. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í fátækt. Tökum höndum saman og gerum samfélagið okkar að samfélagi þar sem öll fá rétt og tækifæri til að lifa til jafns við aðra, þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda, og þar sem samfélagið gerir raunverulega ráð fyrir öllum. Annað af markmiðum alþjóðadagsins er að gleðjast yfir og fagna þeim árangri sem hefur náðst í réttindabaráttu fatlaðs fólks og hafa hátt um það. Við gleðjumst með frábæru samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttunnar. Ég óska öllum þeim sem tilnefnd voru til Hvatningarverðlauna ÖBÍ réttindasamtaka árið 2023 innilega til hamingju, þið breytið samfélaginu og gerið það betra, öllum til heilla. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í gær var alþjóðadagur fatlaðs fólks. Í gær fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Alþjóðadagurinn var settur árið 1992 af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að viðurkenna og efla réttindi fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélags og þróunar. Í gegnum árin hefur dagurinn þróast yfir í alþjóðlegan boðskap með áherslu á mikilvægi inngildingar, jafnréttis og aðgengis. Á hverju ári er sett fram ákveðið þema og er þema alþjóðadagsins árið 2023 Sameinuð í aðgerðum til að bjarga og ná fram heimsmarkmiðum - með og af fötluðu fólki. Þemað í ár gengur út á það að fá öll til þess að vinna saman í því að gera heiminn betri fyrir fatlað fólk. Eitt af meginmarkmiðum alþjóðadagsins er að koma í veg fyrir það sem hindrar fulla og jafna þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu eins og óaðgengilegar byggingar og samgöngur, samfélagslegar hindranir eins og mismunun og fordóma, fjárhagslegar hindranir eins og fátækt. Að skapa samfélag án aðgreiningar felur í sér virka þátttöku allra. Samfélagið; atvinnulífið, ríki og sveitarfélög verða að leggja sitt af mörkum með inngildingu fatlaðs fólks og þannig sýna að margbreytileikinn felur í sér virði og tækifæri sem er samfélaginu öllu til heilla. Samfélagið þarf að tileinka sér lausnir sem fatlað fólk lifir í og skapar nýjar leiðir. Íslenskt samfélag er komið langt á veg með margt sem snýr að málefnum fatlaðs fólks. Staðan er samt sú að að margt fatlað fólk og öryrkjar er í afar slæmri stöðu, fær ekki að vinna eftir getu og áhuga án þess að verða fyrir skerðingum, fær ekki viðeigandi húsnæði, og hefur ekki efni á að mæta óvæntum útgjöldum. Það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber og er örorka hvorki valkvæð né eftirsóknarverð. Fatlað fólk og öryrkjar eiga að hafa sömu tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu þar sem æ fleiri geta til dæmis ekki boðið börnum sínum þátttöku í íþrótta-, félags- eða tómstundastarfi. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í fátækt. Tökum höndum saman og gerum samfélagið okkar að samfélagi þar sem öll fá rétt og tækifæri til að lifa til jafns við aðra, þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda, og þar sem samfélagið gerir raunverulega ráð fyrir öllum. Annað af markmiðum alþjóðadagsins er að gleðjast yfir og fagna þeim árangri sem hefur náðst í réttindabaráttu fatlaðs fólks og hafa hátt um það. Við gleðjumst með frábæru samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttunnar. Ég óska öllum þeim sem tilnefnd voru til Hvatningarverðlauna ÖBÍ réttindasamtaka árið 2023 innilega til hamingju, þið breytið samfélaginu og gerið það betra, öllum til heilla. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar