Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-6 | Stelpurnar ekki á HM eftir afhroð gegn Austurríki Árni Gísli Magnússon skrifar 4. desember 2023 18:20 Birna Kristín Björnsdóttir var í byrjunarliði Íslands. Harry Murphy/Getty Images Ísland og Austurríki mættust í umspili um sæti á HM U-20 ára í fótbolta kvenna. Leikið var á Salou á Spáni. Hvað leikinn varðar þá sá Ísland aldrei til sólar og Austurríki vann einkar öruggan 6-0 sigur. Austurríki vann 6-0 sigur á lánlausu liði Íslands í umspilsleik fyrir HM U-20 kvenna sem fram fer næsta haust. Eftir fyrri hálfleikinn var Austurríki 4-0 yfir og leikmanni fleiri á vellinum. Seinni hálfleikur var því formsatriði og Ísland situr eftir með sárt ennið eftir vondan dag. Leikurinn byrjaði rólega þar sem bæði lið voru að þreifa fyrir sér en það átti svo sannarlega eftir að breytast. Eftir rúmlega tíu mínútna leik endaði góð sókn Austurríkis með marki. Linda Natter fékk boltann inn fyrir vörnina og renndi honum út á Nicole Ojukwu sem skilaði boltanum laglega í netið. Eftir markið tók Austurríska liðið öll völd á vellinum og Ísland náði fáum sendingum sín á milli og boltanum oftar en ekki spyrnt hátt og langt upp völlinn. Nicole Ojukwu skoraði sitt annað mark á 22. mínútu. Aldís Guðlaugsdóttir í marki Íslands varði þá skot Lindu Natter sem fékk þó boltann aftur og kom honum til hliðar á Ojukwu sem kom boltanum í markið með naumindum. Íslenska liðið vaknaði aðeins eftir seinna markið. Emelía Óskarsdóttir átti hörku skot sem var varið og stuttu seinna komst Snædís María Jörundsdóttir í góða stöðu sem hún náði ekki að nýta. Vigdís Lilja Kristinsdóttir meiddist á 37. mínútu og virtist nokkuð kvalin. Hún fór af velli á sjúkrabörum og vonandi jafnar hún sig fljótt. Eyrún Embla Hjartardóttir fékk að líta rauða spjaldið á 44. mínútu þegar hún reif Lindu Natter niður rétt fyrir utan vítateig sem var komin ein í gegn. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði títtnefnd Nicole Ojuwku beint úr aukaspyrnunni og fullkomnaði þrennuna. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks braut Sigdís Eva Bárðardóttir af sér innan teigs og vítaspyrna dæmd. Isabel Aistleitner skoraði örugglega úr spyrnunni og staðan því 4-0 fyrir Austurríki í hálfleik og Ísland leikmanni færri. Sannkallaður martraða hálfleikur hjá íslenska liðinu. Katla Tryggvadóttir fékk gott færi í upphafi síðari hálfleiks en setti boltann yfir. Austurríki bætti fimmta marki sínu við á 70. mínútu þegar Alisa Ziletkina skoraði með sinni fyrsti snertingu eftir að hafa komið inn á rúmri mínútu áður. Hún var svo aftur á ferðinni á 87. mínútu þegar hún kom boltanum í markið úr frákasti eftir skot sem Aldís varði. Niðurstaðan 6-0 eftir afleitan leik Íslands og því er það Austurríki sem fer á HM en Ísland verður að bíða um sinn. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti
Ísland og Austurríki mættust í umspili um sæti á HM U-20 ára í fótbolta kvenna. Leikið var á Salou á Spáni. Hvað leikinn varðar þá sá Ísland aldrei til sólar og Austurríki vann einkar öruggan 6-0 sigur. Austurríki vann 6-0 sigur á lánlausu liði Íslands í umspilsleik fyrir HM U-20 kvenna sem fram fer næsta haust. Eftir fyrri hálfleikinn var Austurríki 4-0 yfir og leikmanni fleiri á vellinum. Seinni hálfleikur var því formsatriði og Ísland situr eftir með sárt ennið eftir vondan dag. Leikurinn byrjaði rólega þar sem bæði lið voru að þreifa fyrir sér en það átti svo sannarlega eftir að breytast. Eftir rúmlega tíu mínútna leik endaði góð sókn Austurríkis með marki. Linda Natter fékk boltann inn fyrir vörnina og renndi honum út á Nicole Ojukwu sem skilaði boltanum laglega í netið. Eftir markið tók Austurríska liðið öll völd á vellinum og Ísland náði fáum sendingum sín á milli og boltanum oftar en ekki spyrnt hátt og langt upp völlinn. Nicole Ojukwu skoraði sitt annað mark á 22. mínútu. Aldís Guðlaugsdóttir í marki Íslands varði þá skot Lindu Natter sem fékk þó boltann aftur og kom honum til hliðar á Ojukwu sem kom boltanum í markið með naumindum. Íslenska liðið vaknaði aðeins eftir seinna markið. Emelía Óskarsdóttir átti hörku skot sem var varið og stuttu seinna komst Snædís María Jörundsdóttir í góða stöðu sem hún náði ekki að nýta. Vigdís Lilja Kristinsdóttir meiddist á 37. mínútu og virtist nokkuð kvalin. Hún fór af velli á sjúkrabörum og vonandi jafnar hún sig fljótt. Eyrún Embla Hjartardóttir fékk að líta rauða spjaldið á 44. mínútu þegar hún reif Lindu Natter niður rétt fyrir utan vítateig sem var komin ein í gegn. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði títtnefnd Nicole Ojuwku beint úr aukaspyrnunni og fullkomnaði þrennuna. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks braut Sigdís Eva Bárðardóttir af sér innan teigs og vítaspyrna dæmd. Isabel Aistleitner skoraði örugglega úr spyrnunni og staðan því 4-0 fyrir Austurríki í hálfleik og Ísland leikmanni færri. Sannkallaður martraða hálfleikur hjá íslenska liðinu. Katla Tryggvadóttir fékk gott færi í upphafi síðari hálfleiks en setti boltann yfir. Austurríki bætti fimmta marki sínu við á 70. mínútu þegar Alisa Ziletkina skoraði með sinni fyrsti snertingu eftir að hafa komið inn á rúmri mínútu áður. Hún var svo aftur á ferðinni á 87. mínútu þegar hún kom boltanum í markið úr frákasti eftir skot sem Aldís varði. Niðurstaðan 6-0 eftir afleitan leik Íslands og því er það Austurríki sem fer á HM en Ísland verður að bíða um sinn.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti