Innherji

Líf­eyris­sjóðir með augun á enn meiri fjár­festingum er­lendis á komandi ári

Hörður Ægisson skrifar
Miðað við nýlega samþykktar fjárfestingarstefnur stórra lífeyrissjóða þá er útlit fyrir að sjóðirnir muni halda áfram að auka við fjárfestingar sínar í erlendum hlutabréfaeignum á komandi ári. 
Miðað við nýlega samþykktar fjárfestingarstefnur stórra lífeyrissjóða þá er útlit fyrir að sjóðirnir muni halda áfram að auka við fjárfestingar sínar í erlendum hlutabréfaeignum á komandi ári. 

Margir af stærri lífeyrissjóðum landsins setja stefnuna á að auka áfram nokkuð við hlutfall erlendra fjárfestinga í eignasöfnum sínum á komandi ári samhliða því að nýjar breytingar taka þá gildi sem hækkar hámarksvægi gjaldeyriseigna hjá sjóðunum. Útlit er fyrir að sömu lífeyrissjóðir muni flestir hverjir ekki auka vægi sitt í innlendum hlutabréfum á næstunni þrátt fyrir að sá eignaflokkur hafi lækkað mikið síðustu ár.


Tengdar fréttir

Lífeyrissjóðir „heppilegir sökudólgar“ en eiga ekki að stöðva lækkanir á markaði

Lífeyrissjóðir eru oft gagnrýndir fyrir framgöngu sína á hlutabréfamarkaði þegar illa árar. Stjórnendur þeirra segja að þeir séu „heppilegir sökudólgar“. Það séu hátt í 100 milljarðar í stýringu hjá verðbréfasjóðum sem ætti að „duga ágætlega“ til skoðanaskipta. Það sé ekki í verkahring lífeyrissjóða að stöðva lækkanir á markaði.

Gagnrýnir lífeyrissjóði og segir að þeir hafi „frekar ýtt undir vandann“ á markaði

Aðstæður á innlendum fjármálamörkuðum á árinu hafa verið „með því verra sem sést hefur“ frá fjármálahruninu 2008 þar sem meðal annars smæð markaðarins, lítill sem enginn seljanleiki og mikið útflæði fjármagns hefur valdið „ákveðnum markaðsbresti“ og ýkt sveiflur á gengi félaga í báðar áttir, að sögn vogunarsjóðstjóra. Hann gagnrýnir lífeyrissjóðina, sem eiga liðlega helming af öllum skráðum hlutabréfum, fyrir sinnuleysi gagnvart hlutabréfamarkaðinum með því að beita sér lítið við þessar krefjandi aðstæður og „frekar ýtt undir vandann.“

Þurf­um að læra af vand­ræð­um Bret­a sem kæfð­u hlut­a­bréf­a­mark­að­inn

Við þurfum að læra af vandræðum Breta sem gengur illa að fjármagn vöxt fyrirtækja þar í landi því það er búið að kæfa innlenda hlutabréfamarkaðinn. Í draumaheimi gætu íslenskir lífeyrissjóðir eflaust fjárfest meira og minna erlendis og á móti flæddi erlent fjármagn inn í íslenskt atvinnulíf. Því miður er það ekki þannig. Litla Ísland lendir yfirleitt neðarlega á forgangslista erlendra fjárfesta þótt það séu vissulega jákvæð teikn á lofti í þeim efnum, segir framkvæmdastjóri hjá Kauphöllinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×