Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Árni Sæberg skrifar 5. desember 2023 10:22 Lestrarkennsla virðist ekki vera nægilega góð í grunnskólum landsins. Vísir/Vilhelm Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. Þetta segir í tilkynningu um niðurstöðurnar á vef Stjórnarráðs Íslands. Þar segir að ljóst sé af niðurstöðum PISA 2022 að stjórnvöld, sveitarfélög, stofnanir og samtök þurfi að leggjast á eitt við að skilja ástæður þeirrar neikvæðu þróunar í lesskilningi og læsi sem kemur fram í könnuninni og bregðast við. Greining á niðurstöðunum muni nýtast ríki og sveitarfélögum við innleiðingu nýrrar menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030, nýs matferils til námsmats, nýrrar heildarlöggjafar um skólaþjónustu og nýrrar stofnunar á sviði menntamála, auk farsældarlaga. Aukinn stuðningur við skólaþjónustu, námsgagnagerð, kennara og fagfólk á öllum skólastigum gegni lykilhlutverki í þeirri vinnu. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir niðurstöður PISA-kannanna frá árinu 2012: Börnum líður betur í skólanum Niðurstöðurnar eru þó ekki einungis neikvæðar en samkvæmt mælingum á líðan barna líður nemendum á Íslandi almennt vel í skólanum og upplifa að þeir tilheyri þar. Ólíkt nemendum flestra landa komi þeir betur út úr þessari mælingu árið 2022 en árið 2018. Þeir hafi jákvæða upplifun af kennurum sínum og upplifi sjaldan einelti. Í þessum atriðum standi þeir betur en jafnaldrar sínir í OECD-ríkjum og á Norðurlöndunum. Nemendur af fyrstu kynslóð innflytjenda á Íslandi standi hins vegar verr en aðrir nemendur á Íslandi í öllum mælingum á líðan. Heimsfaraldur hafði víða áhrif og ójöfnuður eykst Heimsfaraldur hafi haft margvísleg áhrif á skólastarf, kennara og nemendur. Tvö af hverjum þremur þátttökulöndum í PISA 2022 hafi lokað skólum í þrjá mánuði eða lengur. Þróun frammistöðu landa í heild frá 2018 til 2022 bendi til áhrifa faraldursins, einkum í stærðfræðilæsi og lesskilningi. Nemendur sem eiga foreldra í lakari félags- og efnahagslegri stöðu komi verr út í könnuninni þvert á þátttökulönd. Merki séu um aukningu í ójöfnuði í námsárangri í PISA á Íslandi yfir tíma, einkum í lesskilningi, og sé svipaður hér og á hinum Norðurlöndunum. Undir meðaltali í öllum flokkum Í tilkynningunni segir að almennt lækki þátttökulönd í stærðfræðilæsi, lesskilningi og læsi á náttúruvísindi frá 2018 til 2022. Ísland mælist undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í öllum þremur flokkum. Lægra hlutfall búi yfir grunnhæfni og afburðahæfni borið saman við meðaltal Norðurlandanna og OECD. Hlutfall nemenda á Íslandi sem býr yfir grunnhæfni í stærðfræðilæsi er 66 prósent, grunnhæfni í lesskilningi 60 prósent og grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi 64 prósent. Lægra hlutfall drengja nær grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi (61 prósent) en stúlkna (68 prósent) en kynjamunur er mestur í grunnhæfni í lesskilningi (53 prósent hjá drengjum á móti 68 prósent hjá stúlkum). Skóla - og menntamál Börn og uppeldi PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu um niðurstöðurnar á vef Stjórnarráðs Íslands. Þar segir að ljóst sé af niðurstöðum PISA 2022 að stjórnvöld, sveitarfélög, stofnanir og samtök þurfi að leggjast á eitt við að skilja ástæður þeirrar neikvæðu þróunar í lesskilningi og læsi sem kemur fram í könnuninni og bregðast við. Greining á niðurstöðunum muni nýtast ríki og sveitarfélögum við innleiðingu nýrrar menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030, nýs matferils til námsmats, nýrrar heildarlöggjafar um skólaþjónustu og nýrrar stofnunar á sviði menntamála, auk farsældarlaga. Aukinn stuðningur við skólaþjónustu, námsgagnagerð, kennara og fagfólk á öllum skólastigum gegni lykilhlutverki í þeirri vinnu. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir niðurstöður PISA-kannanna frá árinu 2012: Börnum líður betur í skólanum Niðurstöðurnar eru þó ekki einungis neikvæðar en samkvæmt mælingum á líðan barna líður nemendum á Íslandi almennt vel í skólanum og upplifa að þeir tilheyri þar. Ólíkt nemendum flestra landa komi þeir betur út úr þessari mælingu árið 2022 en árið 2018. Þeir hafi jákvæða upplifun af kennurum sínum og upplifi sjaldan einelti. Í þessum atriðum standi þeir betur en jafnaldrar sínir í OECD-ríkjum og á Norðurlöndunum. Nemendur af fyrstu kynslóð innflytjenda á Íslandi standi hins vegar verr en aðrir nemendur á Íslandi í öllum mælingum á líðan. Heimsfaraldur hafði víða áhrif og ójöfnuður eykst Heimsfaraldur hafi haft margvísleg áhrif á skólastarf, kennara og nemendur. Tvö af hverjum þremur þátttökulöndum í PISA 2022 hafi lokað skólum í þrjá mánuði eða lengur. Þróun frammistöðu landa í heild frá 2018 til 2022 bendi til áhrifa faraldursins, einkum í stærðfræðilæsi og lesskilningi. Nemendur sem eiga foreldra í lakari félags- og efnahagslegri stöðu komi verr út í könnuninni þvert á þátttökulönd. Merki séu um aukningu í ójöfnuði í námsárangri í PISA á Íslandi yfir tíma, einkum í lesskilningi, og sé svipaður hér og á hinum Norðurlöndunum. Undir meðaltali í öllum flokkum Í tilkynningunni segir að almennt lækki þátttökulönd í stærðfræðilæsi, lesskilningi og læsi á náttúruvísindi frá 2018 til 2022. Ísland mælist undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í öllum þremur flokkum. Lægra hlutfall búi yfir grunnhæfni og afburðahæfni borið saman við meðaltal Norðurlandanna og OECD. Hlutfall nemenda á Íslandi sem býr yfir grunnhæfni í stærðfræðilæsi er 66 prósent, grunnhæfni í lesskilningi 60 prósent og grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi 64 prósent. Lægra hlutfall drengja nær grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi (61 prósent) en stúlkna (68 prósent) en kynjamunur er mestur í grunnhæfni í lesskilningi (53 prósent hjá drengjum á móti 68 prósent hjá stúlkum).
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira