Tveir í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils mansalsmáls Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2023 13:12 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. desember vegna gruns um umfangsmikla brotastarfsemi sem varðar mansal. Þetta kemur fram í tveimur úrskurðum Héraðsdóms Reykjaness, sem hafa verið staðfestir í Landsrétti, um gæsluvarðhald mannanna sem eru erlendir ríkisborgarar. Í báðum úrskurðunum segir að um sé að ræða umfangsmikla brotastarfsemi sem hafi verið nær óslitin síðan þeir komu til landsins. Þá segir að brotin sem þeir eru nú grunaðir um varði allt að tólf ára fangelsi. Gat lítið sagt um eiginkonu sína Annar þeirra hefur hlotið tvo refsidóma hér á landi vegna fjölmargra mála. Annars vegar er um að ræða tólf mánaða fangelsisdóm, og hins vegar tveggja mánaða dóm, en báðir dómarnir voru óskilorðsbundnir. Þá segir í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að fjölmörg fleiri mál á hendur manninum séu ólokin í refsvörslukerfinu. Fram kemur að hann hafi sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2021 en verið synjað og brottvísað ári síðar með tíu ára endurkomubanni. Þrátt fyrir það hafi hann komið hingað til lands að nýju í upphafi þessa árs og lagt fram aðra umsókn sama efnis sem nú sætir meðferð Útlendingastofnunar. Við fyrirtöku málsins kvaðst maðurinn vera giftur íslenskri konu, en hann gat hvorki gefið upp kennitölu hennar né veitt frekari upplýsingar um konuna eða tengsl hennar við landið. Hinn maðurinn er grunaður um þjófnað í fjölmörgum málum og hefur tvívegis verið fundinn sekur um slíka háttsemi. Líklegir til að koma sér undan Í úrskurðunum segir að sækjandi málsins, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, hafi talið verulega hættu á að mennirnir myndu reyna að koma sér úr landi, eða komast á annan hátt undan málsókn myndu þeir fá að ganga lausir. Dómurinn féllst á það og sagði einnig líklegt að mennirnir myndu halda brotum sínum áfram yrðu þeir frjálsir ferða sinna. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sem sækir málið fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurnesjum, sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Mansal Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Þetta kemur fram í tveimur úrskurðum Héraðsdóms Reykjaness, sem hafa verið staðfestir í Landsrétti, um gæsluvarðhald mannanna sem eru erlendir ríkisborgarar. Í báðum úrskurðunum segir að um sé að ræða umfangsmikla brotastarfsemi sem hafi verið nær óslitin síðan þeir komu til landsins. Þá segir að brotin sem þeir eru nú grunaðir um varði allt að tólf ára fangelsi. Gat lítið sagt um eiginkonu sína Annar þeirra hefur hlotið tvo refsidóma hér á landi vegna fjölmargra mála. Annars vegar er um að ræða tólf mánaða fangelsisdóm, og hins vegar tveggja mánaða dóm, en báðir dómarnir voru óskilorðsbundnir. Þá segir í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að fjölmörg fleiri mál á hendur manninum séu ólokin í refsvörslukerfinu. Fram kemur að hann hafi sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2021 en verið synjað og brottvísað ári síðar með tíu ára endurkomubanni. Þrátt fyrir það hafi hann komið hingað til lands að nýju í upphafi þessa árs og lagt fram aðra umsókn sama efnis sem nú sætir meðferð Útlendingastofnunar. Við fyrirtöku málsins kvaðst maðurinn vera giftur íslenskri konu, en hann gat hvorki gefið upp kennitölu hennar né veitt frekari upplýsingar um konuna eða tengsl hennar við landið. Hinn maðurinn er grunaður um þjófnað í fjölmörgum málum og hefur tvívegis verið fundinn sekur um slíka háttsemi. Líklegir til að koma sér undan Í úrskurðunum segir að sækjandi málsins, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, hafi talið verulega hættu á að mennirnir myndu reyna að koma sér úr landi, eða komast á annan hátt undan málsókn myndu þeir fá að ganga lausir. Dómurinn féllst á það og sagði einnig líklegt að mennirnir myndu halda brotum sínum áfram yrðu þeir frjálsir ferða sinna. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sem sækir málið fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurnesjum, sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Mansal Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent