Milda þurfi höggið fyrir heimilin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2023 13:45 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnti í dag kjarapakka flokksins vegna fjárlaga og komandi kjarasamninga á sérstökum blaðamannafundi. „Nú verður að milda höggið fyrir heimilin. Samfylkingin vill aðhald þar sem þenslan er í raun. Það er lykillinn að því að vinna bug á verðbólgunni,“ segir Kristrún í tilkynningu til fjölmiðla. „Á tímum hárra vaxta og verðbólgu er ótrúlegt að ríkisstjórnin sé að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur. Samfylkingin vill fara aðra leið. Þess vegna kynnum við í dag kjarapakka sem gengur út á að vinna bug á verðbólgunni, með aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru og um leið að milda höggið fyrir heimilin.“ Tímabundin leigubremsa og vaxtabætur til bænda Fimm þúsund heimilum verði hent út úr vaxtabótakerfinu ef fjárlög ríkisstjórnarinnar verði samþykkt óbreytt. Sömuleiðis lækki fjárheimildir fyrir húsnæðisbætur til leigjenda á milli ára. Segir í tilkynningu Samfylkingarinnar að tillögur kjarapakkans falli undir tvo flokka sem beri yfirskriftina „Mildum höggið fyrir heimilin“ og „Vinnum bug á verðbólgunni.“ Fyrir utan stuðning við skuldsett heimili sé þar meðal annars að finna vaxtabætur fyrir bændur og aðgerðir til að auka húsnæðisöryggi, svo sem með því að ná stjórn á Airbnb, tímabundinni leigubremsu að danskri fyrirmynd og ívilnun til uppbyggingar almennra íbúða. Loks séu í kjarapakkanum tillögur um 24 milljarða aðhald á tekjuhlið ríkissjóðs en þar af sé gert ráð fyrir sex milljörðum til að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík, svo sem afkomutryggingu og leigustuðning. Tekjutillögurnar eru óbreyttar frá þeim kjarapakka sem Samfylkingin kynnti fyrir fjárlög og kjarasamninga í desember í fyrra, að því er segir í tilkynningunni. Kjarapakki_Samfylkingar_2023PDF604KBSækja skjal Samfylkingin Alþingi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
„Nú verður að milda höggið fyrir heimilin. Samfylkingin vill aðhald þar sem þenslan er í raun. Það er lykillinn að því að vinna bug á verðbólgunni,“ segir Kristrún í tilkynningu til fjölmiðla. „Á tímum hárra vaxta og verðbólgu er ótrúlegt að ríkisstjórnin sé að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur. Samfylkingin vill fara aðra leið. Þess vegna kynnum við í dag kjarapakka sem gengur út á að vinna bug á verðbólgunni, með aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru og um leið að milda höggið fyrir heimilin.“ Tímabundin leigubremsa og vaxtabætur til bænda Fimm þúsund heimilum verði hent út úr vaxtabótakerfinu ef fjárlög ríkisstjórnarinnar verði samþykkt óbreytt. Sömuleiðis lækki fjárheimildir fyrir húsnæðisbætur til leigjenda á milli ára. Segir í tilkynningu Samfylkingarinnar að tillögur kjarapakkans falli undir tvo flokka sem beri yfirskriftina „Mildum höggið fyrir heimilin“ og „Vinnum bug á verðbólgunni.“ Fyrir utan stuðning við skuldsett heimili sé þar meðal annars að finna vaxtabætur fyrir bændur og aðgerðir til að auka húsnæðisöryggi, svo sem með því að ná stjórn á Airbnb, tímabundinni leigubremsu að danskri fyrirmynd og ívilnun til uppbyggingar almennra íbúða. Loks séu í kjarapakkanum tillögur um 24 milljarða aðhald á tekjuhlið ríkissjóðs en þar af sé gert ráð fyrir sex milljörðum til að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík, svo sem afkomutryggingu og leigustuðning. Tekjutillögurnar eru óbreyttar frá þeim kjarapakka sem Samfylkingin kynnti fyrir fjárlög og kjarasamninga í desember í fyrra, að því er segir í tilkynningunni. Kjarapakki_Samfylkingar_2023PDF604KBSækja skjal
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira