Ætlar landsstjórnin að taka mark á Ríkisendurskoðun? Þórarinn Eyfjörð skrifar 6. desember 2023 07:01 Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sína til Alþingis um rekstur Fangelsismálastofnunar. Skýrslan ber heitið „Aðbúnaður – endurhæfing – árangur“ en gæti fullt eins heitið „Illur aðbúnaður – götótt endurhæfing – slakur árangur“. Skýrslan er áfellisdómur yfir rekstri Fangelsismálastofnunar. Ríkisendurskoðun hefur eftirlit með frammistöðu þeirra sem undir hana heyra skv. 6. gr. laga um ríkisendurskoðanda. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að úrbótum með því að greina ágalla og umbótaþörf í rekstri ríkisstofnana og koma með tillögur að verkefnum sem gætu haft áhrif á vandaðri og betri stjórnsýslu. Ríkisendurskoðun tók út rekstur Fangelsismálastofnunar og vildi leita svara við eftirfarandi meginspurningum: Sinnir Fangelsismálastofnun lögbundnum verkefnum sínum með skilvirkum og árangursríkum hætti? Tryggir stjórnun Fangelsismálastofnunar skilvirka og hagkvæma ráðstöfun fjármagns og mannauðs? Með hvaða hætti styður Dómsmálaráðuneyti við starfsemi Fangelsismálastofnunar þegar kemur að stefnumótun og annarri markmiðasetningu við fullnustu refsinga? Tryggja framlög ríkisins til Fangelsismálastofnunar að stofnunin geti sinnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti? Niðurstaða úttektar Ríkisendurskoðunar koma þeim ekki á óvart sem þekkja til stofnunarinnar. Lengi hefur verið ljóst að rekstur Fangelsismálastofnunar og fangelsa landsins hefur verið í ólestri um langa hríð. Spurningar Ríkisendurskoðunar eru yfirgripsmiklar og ætla ég aðeins að beina sjónum að tveimur hliðum málsins sem mér finnast áhugaverðar; stuðningi Dómsmálaráðuneytisins við starfsemi Fangelsismálastofnunar og hvort Fangelsismálastofnun geti sinnt hlutverki sínu. Hefur Dómsmálaráðuneytið einhvern áhuga á föngum og fangavörðum? Svarið við þessari spurningu liggur ljóst fyrir í nútímasögu fangelsanna og rekstri þeirra. Svarið er einfaldlega nei. Ef við lítum fyrst á aðstöðuna og byggingarsögu fangelsa þá blasir við að íslenska landsstjórnin hefur ekki haft minnsta áhuga á að hlúa með uppbyggilegum hætti að fangavörðum sem þar vinna. Augljóst er að aðstaðan á Litla-Hrauni hefur síst verið til að stuðla að mannbætandi starfsemi og aðstöðu, og ekki er langt síðan Hegningarhúsið á Skólavörðustíg var í fullum rekstri og sama er að segja um kvennafangelsið í Kópavogi. Hvoru tveggja voru algerlega óhæfir staðir undir uppbyggilega starfsemi fangelsa. Fangelsið á Hólmsheiði var áratugum saman á teikniborðinu áður en framkvæmdir hófust og núna ekki hægt að reka það með sóma vegna fjárskorts. Eins er með önnur fangelsi landsins. Þá liggur einfaldlega fyrir að dómsmálaráðherrar íslenska ríkisins hafa fram að þessu ekki haft minnsta áhuga á betrunaraðstöðu dæmdra fanga eða uppbyggilegu starfsumhverfi fangavarða eins og áður sagði. Augljós er uppsöfnuð endurbóta- og viðhaldsþörf í uppbyggingu langtímaafplánunar fanga. Litla-Hraun er úr sér genginn kumbaldi en byggingarsaga fangelsisins hefur aldrei einkennst af heildar- eða langtímasýn um starfsemina og gríðarleg viðhaldsþörf blasir við. Starfsemin uppfyllir ekki þær nútímakröfur sem gerðar eru um öryggi og endurhæfingu í fangelsum, og skipulag fangelsisins gerir það ómögulegt að aðskilja fanga með fullnægjandi hætti. Úttekt Ríkisendurskoðunar segir þetta meginástæðu þess að ofbeldis- og fíkniefnamál séu þar viðvarandi vandamál. Aðstaða og framferði Fangelsismálastofnunar gagnvart kvenkyns föngum vekur síðan sérstaka athygli. Ríkisendurskoðun tekur sérstaklega fram að aðstöðumunur fanga af ólíku kyni sé með öllu óverjandi og gagnrýnir harkalega að ekkert sérstakt vistunarúrræði sé til fyrir kvenfanga. Stofnunin beinir því til Dómsmálaráðuneytis og Fangelsismálastofnunar að vinna að sérstöku úrræði fyrir konur og tryggja öryggi, aðbúnað og endurhæfingarúrræði þeirra sem afplána nú í fangelsinu að Sogni og í fangelsinu á Hólmsheiði. Hefur Fangelsismálastofnun sinnt hlutverki sínu gagnvart föngum og fangavörðum? Þegar ég bar þessa spurningu undir staðkunnugan félaga minn var svarið; „Ertu að djóka?“ og það er efnislega sama niðurstaða og Ríkisendurskoðun kemst að. Aðstaða og uppbyggingarstarf fyrir fanga nær ekki máli og mannauðsmálin og vinnustaðamenningin innan Fangelsismálastofnunar fær arfaslakan dóm sem Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að bregðast við. Stytting vinnuvikunnar innan Fangelsismálastofnunar fær hrakeinkunn og verður trúlega best lýst sem klúðri. Framkvæmdin hafði í för með sér töluverðan kostnaðarauka vegna aukinnar yfirvinnu og kallaði á aukið álag á fangaverði. Það var þvert á markmið styttingar vinnuvikunnar. Áherslan á aukna yfirvinnu til að mæta breyttri vinnuskyldu, og þeim áskorunum sem starfsumhverfi fangelsa hefur í för með sér, hefur aukið tíðni áfallastreitu meðal fangavarða. Slakur árangur Fangelsismálastofnunar í starfsánægjukönnunum, ásamt brotakenndri og ófullnægjandi menntun og starfsþjálfun fangavarða, hefur valdið auknum og uppsöfnuðum vanda í öllum rekstri stofnunarinnar. Einnig hefur kerfislæg undirmönnun, sem hefur fylgt breyttu vinnutímaskipulagi, aukið enn á vandann. Samkvæmt Fangelsismálastofnun hefur fjárskortur haft mikil áhrif á rekstur og árangur hennar. Ein birtingarmyndin af slökum rekstri stofnunarinnar kemur fram í starfskjörum og starfsaðstöðu fangavarða. Mikilvægur þáttur í endurreisn fangelsismála á Íslandi er markviss uppbygging á aðstöðu og umhverfi fangelsa, sem stutt getur við mannrækt og endurhæfingu. Ekki síður er mikilvægt að styrkja allt starfsumhverfi fangavarða og þar vega kjör, starfsaðstæður og starfsþróun þeirra mestu máli. Allt þetta er hægt að færa til betri vegar ef vilji er fyrir hendi. Fjárskortur er ekkert annað en sjúkdómseinkenni vanhæfrar stjórnsýslu í málefnum fanga og fangavarða. Þess er beðið með óþreyju að dómsmálaráðherra stígi fram og sýni þessum málaflokki þann áhuga og þann stuðning sem samfélagið allt á skilið. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sína til Alþingis um rekstur Fangelsismálastofnunar. Skýrslan ber heitið „Aðbúnaður – endurhæfing – árangur“ en gæti fullt eins heitið „Illur aðbúnaður – götótt endurhæfing – slakur árangur“. Skýrslan er áfellisdómur yfir rekstri Fangelsismálastofnunar. Ríkisendurskoðun hefur eftirlit með frammistöðu þeirra sem undir hana heyra skv. 6. gr. laga um ríkisendurskoðanda. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að úrbótum með því að greina ágalla og umbótaþörf í rekstri ríkisstofnana og koma með tillögur að verkefnum sem gætu haft áhrif á vandaðri og betri stjórnsýslu. Ríkisendurskoðun tók út rekstur Fangelsismálastofnunar og vildi leita svara við eftirfarandi meginspurningum: Sinnir Fangelsismálastofnun lögbundnum verkefnum sínum með skilvirkum og árangursríkum hætti? Tryggir stjórnun Fangelsismálastofnunar skilvirka og hagkvæma ráðstöfun fjármagns og mannauðs? Með hvaða hætti styður Dómsmálaráðuneyti við starfsemi Fangelsismálastofnunar þegar kemur að stefnumótun og annarri markmiðasetningu við fullnustu refsinga? Tryggja framlög ríkisins til Fangelsismálastofnunar að stofnunin geti sinnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti? Niðurstaða úttektar Ríkisendurskoðunar koma þeim ekki á óvart sem þekkja til stofnunarinnar. Lengi hefur verið ljóst að rekstur Fangelsismálastofnunar og fangelsa landsins hefur verið í ólestri um langa hríð. Spurningar Ríkisendurskoðunar eru yfirgripsmiklar og ætla ég aðeins að beina sjónum að tveimur hliðum málsins sem mér finnast áhugaverðar; stuðningi Dómsmálaráðuneytisins við starfsemi Fangelsismálastofnunar og hvort Fangelsismálastofnun geti sinnt hlutverki sínu. Hefur Dómsmálaráðuneytið einhvern áhuga á föngum og fangavörðum? Svarið við þessari spurningu liggur ljóst fyrir í nútímasögu fangelsanna og rekstri þeirra. Svarið er einfaldlega nei. Ef við lítum fyrst á aðstöðuna og byggingarsögu fangelsa þá blasir við að íslenska landsstjórnin hefur ekki haft minnsta áhuga á að hlúa með uppbyggilegum hætti að fangavörðum sem þar vinna. Augljóst er að aðstaðan á Litla-Hrauni hefur síst verið til að stuðla að mannbætandi starfsemi og aðstöðu, og ekki er langt síðan Hegningarhúsið á Skólavörðustíg var í fullum rekstri og sama er að segja um kvennafangelsið í Kópavogi. Hvoru tveggja voru algerlega óhæfir staðir undir uppbyggilega starfsemi fangelsa. Fangelsið á Hólmsheiði var áratugum saman á teikniborðinu áður en framkvæmdir hófust og núna ekki hægt að reka það með sóma vegna fjárskorts. Eins er með önnur fangelsi landsins. Þá liggur einfaldlega fyrir að dómsmálaráðherrar íslenska ríkisins hafa fram að þessu ekki haft minnsta áhuga á betrunaraðstöðu dæmdra fanga eða uppbyggilegu starfsumhverfi fangavarða eins og áður sagði. Augljós er uppsöfnuð endurbóta- og viðhaldsþörf í uppbyggingu langtímaafplánunar fanga. Litla-Hraun er úr sér genginn kumbaldi en byggingarsaga fangelsisins hefur aldrei einkennst af heildar- eða langtímasýn um starfsemina og gríðarleg viðhaldsþörf blasir við. Starfsemin uppfyllir ekki þær nútímakröfur sem gerðar eru um öryggi og endurhæfingu í fangelsum, og skipulag fangelsisins gerir það ómögulegt að aðskilja fanga með fullnægjandi hætti. Úttekt Ríkisendurskoðunar segir þetta meginástæðu þess að ofbeldis- og fíkniefnamál séu þar viðvarandi vandamál. Aðstaða og framferði Fangelsismálastofnunar gagnvart kvenkyns föngum vekur síðan sérstaka athygli. Ríkisendurskoðun tekur sérstaklega fram að aðstöðumunur fanga af ólíku kyni sé með öllu óverjandi og gagnrýnir harkalega að ekkert sérstakt vistunarúrræði sé til fyrir kvenfanga. Stofnunin beinir því til Dómsmálaráðuneytis og Fangelsismálastofnunar að vinna að sérstöku úrræði fyrir konur og tryggja öryggi, aðbúnað og endurhæfingarúrræði þeirra sem afplána nú í fangelsinu að Sogni og í fangelsinu á Hólmsheiði. Hefur Fangelsismálastofnun sinnt hlutverki sínu gagnvart föngum og fangavörðum? Þegar ég bar þessa spurningu undir staðkunnugan félaga minn var svarið; „Ertu að djóka?“ og það er efnislega sama niðurstaða og Ríkisendurskoðun kemst að. Aðstaða og uppbyggingarstarf fyrir fanga nær ekki máli og mannauðsmálin og vinnustaðamenningin innan Fangelsismálastofnunar fær arfaslakan dóm sem Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að bregðast við. Stytting vinnuvikunnar innan Fangelsismálastofnunar fær hrakeinkunn og verður trúlega best lýst sem klúðri. Framkvæmdin hafði í för með sér töluverðan kostnaðarauka vegna aukinnar yfirvinnu og kallaði á aukið álag á fangaverði. Það var þvert á markmið styttingar vinnuvikunnar. Áherslan á aukna yfirvinnu til að mæta breyttri vinnuskyldu, og þeim áskorunum sem starfsumhverfi fangelsa hefur í för með sér, hefur aukið tíðni áfallastreitu meðal fangavarða. Slakur árangur Fangelsismálastofnunar í starfsánægjukönnunum, ásamt brotakenndri og ófullnægjandi menntun og starfsþjálfun fangavarða, hefur valdið auknum og uppsöfnuðum vanda í öllum rekstri stofnunarinnar. Einnig hefur kerfislæg undirmönnun, sem hefur fylgt breyttu vinnutímaskipulagi, aukið enn á vandann. Samkvæmt Fangelsismálastofnun hefur fjárskortur haft mikil áhrif á rekstur og árangur hennar. Ein birtingarmyndin af slökum rekstri stofnunarinnar kemur fram í starfskjörum og starfsaðstöðu fangavarða. Mikilvægur þáttur í endurreisn fangelsismála á Íslandi er markviss uppbygging á aðstöðu og umhverfi fangelsa, sem stutt getur við mannrækt og endurhæfingu. Ekki síður er mikilvægt að styrkja allt starfsumhverfi fangavarða og þar vega kjör, starfsaðstæður og starfsþróun þeirra mestu máli. Allt þetta er hægt að færa til betri vegar ef vilji er fyrir hendi. Fjárskortur er ekkert annað en sjúkdómseinkenni vanhæfrar stjórnsýslu í málefnum fanga og fangavarða. Þess er beðið með óþreyju að dómsmálaráðherra stígi fram og sýni þessum málaflokki þann áhuga og þann stuðning sem samfélagið allt á skilið. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun