B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. desember 2023 17:26 Þau Sverrir Einar og Vesta Minkute tóku við rekstri Bankastræti Club í sumar. Reksturinn hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. aðsend Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. Þetta tilkynnir Sverrir Einar Eiríksson eigandi staðarins á Facebook. Greint var frá því 19. september að B hafi verið lokað og Sverrir Einar leiddur út í járnum sama kvöld. Í framhaldinu afturkallaði sýslumaður starfsleyfi staðarins vegna tilkynninga frá lögreglu um að á staðnum hafi á tilteknum dögum verið of margir gestir. Þá hafi ungmenni undir aldri verið meðal gesta. Í tilkynningu forsvarsmanna staðarins kom fram að þeir væru að undirbúa skaðabótamál vegna aðgerða lögreglu og „ólögmætrar ákvörðunar sýslumanns um tímabundna afturköllun starfsleyfisins,“ eins og sagði í tilkynningu þeirra. Fannst þeim hart að fá refsingu fyrir að sjá í einhverjum tilvikum ekki í gegnum fölsuð skilríki ungmenna. Nú virðist Sverrir Einar, sem keypti staðinn af áhrifavaldinum Birgittu Líf í sumar, vera búinn að endurheimta starfsleyfið og opnar staðinn aftur á föstudag þar sem rappararnir geðþekku Jói Pé og Króli munu koma fram. Næturlíf Reykjavík Lögreglumál Veitingastaðir Tengdar fréttir Starfsleyfi skemmtistaðarins B afturkallað Skemmtistaðnum B verður lokað tímabundið, frá og með deginum í dag. Lokunin stendur yfir í sex vikur. Sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins vegna tilkynninga frá lögreglu um að á staðnum hafi á tilteknum dögum verið of margir gestir. Þá hafi ungmenni undir aldri verið meðal gesta. Eigendur ætla í skaðabótamál. 27. október 2023 21:28 Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum. 19. september 2023 06:37 B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. 16. ágúst 2023 17:16 Eigendaskipti á Bankastræti Club Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins. 13. júní 2023 13:39 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Þetta tilkynnir Sverrir Einar Eiríksson eigandi staðarins á Facebook. Greint var frá því 19. september að B hafi verið lokað og Sverrir Einar leiddur út í járnum sama kvöld. Í framhaldinu afturkallaði sýslumaður starfsleyfi staðarins vegna tilkynninga frá lögreglu um að á staðnum hafi á tilteknum dögum verið of margir gestir. Þá hafi ungmenni undir aldri verið meðal gesta. Í tilkynningu forsvarsmanna staðarins kom fram að þeir væru að undirbúa skaðabótamál vegna aðgerða lögreglu og „ólögmætrar ákvörðunar sýslumanns um tímabundna afturköllun starfsleyfisins,“ eins og sagði í tilkynningu þeirra. Fannst þeim hart að fá refsingu fyrir að sjá í einhverjum tilvikum ekki í gegnum fölsuð skilríki ungmenna. Nú virðist Sverrir Einar, sem keypti staðinn af áhrifavaldinum Birgittu Líf í sumar, vera búinn að endurheimta starfsleyfið og opnar staðinn aftur á föstudag þar sem rappararnir geðþekku Jói Pé og Króli munu koma fram.
Næturlíf Reykjavík Lögreglumál Veitingastaðir Tengdar fréttir Starfsleyfi skemmtistaðarins B afturkallað Skemmtistaðnum B verður lokað tímabundið, frá og með deginum í dag. Lokunin stendur yfir í sex vikur. Sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins vegna tilkynninga frá lögreglu um að á staðnum hafi á tilteknum dögum verið of margir gestir. Þá hafi ungmenni undir aldri verið meðal gesta. Eigendur ætla í skaðabótamál. 27. október 2023 21:28 Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum. 19. september 2023 06:37 B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. 16. ágúst 2023 17:16 Eigendaskipti á Bankastræti Club Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins. 13. júní 2023 13:39 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Starfsleyfi skemmtistaðarins B afturkallað Skemmtistaðnum B verður lokað tímabundið, frá og með deginum í dag. Lokunin stendur yfir í sex vikur. Sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins vegna tilkynninga frá lögreglu um að á staðnum hafi á tilteknum dögum verið of margir gestir. Þá hafi ungmenni undir aldri verið meðal gesta. Eigendur ætla í skaðabótamál. 27. október 2023 21:28
Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum. 19. september 2023 06:37
B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. 16. ágúst 2023 17:16
Eigendaskipti á Bankastræti Club Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins. 13. júní 2023 13:39