„Mjög þungt högg fyrir Akureyri“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. desember 2023 18:54 Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Vísir Tveir heimilislæknar hafa sagt upp störfum á heilsugæslunni á Akureyri og nýverið var tveimur yfirlæknum sagt upp. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir ástandið þungt högg fyrir bæinn. Arngrímur Vilhjálmsson heimilislæknir hefur sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Hann segir uppsögn tveggja yfirlækna á dögunum hafa verið síðasta hálmstráið. Akureyri.net greinir frá uppsögn Arngríms og hefur eftir honum að ástæða uppsagnar hans sé óánægja með álag og framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar. „Þetta síðasta útspil þeirra með uppsagnir yfirlækna var bara síðasta hálmstráið,“ segir Arngrímur við Akureyri.net. Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri, var sagt upp í október. Báðum stóð til boða að starfa áfram sem heimilislæknar. Uppsagnirnar voru sagðar nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. Hefði nálgast á annan hátt „Þetta er auðvitað bara erfitt, að leysa af svona reynt og gott fólk,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í samtali við Vísi. Hann viðurkennir að ferlið sé stutt komið, en hann þekkir af reynslunni að erfitt sé að finna reynda heimilislækna á lausu. Varðandi skipulagsbreytingarnar sem Arngrímur vísar til segir Jón Helgi: „Það var talið skynsamlegra að hafa einn yfirmann í staðinn fyrir tvo. Báðir yfirlæknarnir fengu uppsögn en jafnframt boð um starf hjá stofnuninni, samhliða. Ég held að það sé þannig, þegar menn standa frammi fyrir svona breytingum, að þá skoða menn sína stöðu. Skiljanlega.“ Er staðan ekki orðin alvarleg? „Jú, hún er auðvitað þung. Þetta er mjög þungt högg fyrir Akureyri.“ Hann viðurkennir að betur hefði mátt standa að fyrrgreindum skipulagsbreytingum. „Við gerum okkur grein fyrir því að það hefði mátt nálgast þetta á annan hátt. Þó það sé fyllilega eðlilegt að menn skipti um starfsvettvang, þá er mjög vont þegar margir fara í einu. Þá er það flóknara,“ segir Jón Helgi. Leit að yfirlækni er hafin sem áður segir. Sem stendur starfa fjörtíu læknar hjá heilbrigðisstofnun Norðurlands. Akureyri Heilbrigðismál Mygla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Arngrímur Vilhjálmsson heimilislæknir hefur sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Hann segir uppsögn tveggja yfirlækna á dögunum hafa verið síðasta hálmstráið. Akureyri.net greinir frá uppsögn Arngríms og hefur eftir honum að ástæða uppsagnar hans sé óánægja með álag og framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar. „Þetta síðasta útspil þeirra með uppsagnir yfirlækna var bara síðasta hálmstráið,“ segir Arngrímur við Akureyri.net. Jóni Torfa Halldórssyni og Val Helga Kristinssyni, yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri, var sagt upp í október. Báðum stóð til boða að starfa áfram sem heimilislæknar. Uppsagnirnar voru sagðar nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. Hefði nálgast á annan hátt „Þetta er auðvitað bara erfitt, að leysa af svona reynt og gott fólk,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í samtali við Vísi. Hann viðurkennir að ferlið sé stutt komið, en hann þekkir af reynslunni að erfitt sé að finna reynda heimilislækna á lausu. Varðandi skipulagsbreytingarnar sem Arngrímur vísar til segir Jón Helgi: „Það var talið skynsamlegra að hafa einn yfirmann í staðinn fyrir tvo. Báðir yfirlæknarnir fengu uppsögn en jafnframt boð um starf hjá stofnuninni, samhliða. Ég held að það sé þannig, þegar menn standa frammi fyrir svona breytingum, að þá skoða menn sína stöðu. Skiljanlega.“ Er staðan ekki orðin alvarleg? „Jú, hún er auðvitað þung. Þetta er mjög þungt högg fyrir Akureyri.“ Hann viðurkennir að betur hefði mátt standa að fyrrgreindum skipulagsbreytingum. „Við gerum okkur grein fyrir því að það hefði mátt nálgast þetta á annan hátt. Þó það sé fyllilega eðlilegt að menn skipti um starfsvettvang, þá er mjög vont þegar margir fara í einu. Þá er það flóknara,“ segir Jón Helgi. Leit að yfirlækni er hafin sem áður segir. Sem stendur starfa fjörtíu læknar hjá heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Akureyri Heilbrigðismál Mygla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira