Segir nýja Bjarna gagnrýna gamla Bjarna Jón Þór Stefánsson skrifar 6. desember 2023 21:02 Að mati Sigmars er nýi Bjarni að gagnrýna gamla Bjarna. Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi fjölmiðlamaður, segist ósammála Bjarna Benediktssyni, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, um Kveiksþátt sem var sýndur í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Bjarni deildi þeirri skoðun sinni í dag að þátturinn innihéldi áróður og væri „eiginlega hneyksli“, en Sigmar segir hins vegar þáttinn stórfínan og hið raunverulega hneyksli vera gagnrýni Bjarna. Umfjöllunarefni Kveiks í gær var íslenska krónan, sem hefur veikst mikið að undanförnu í samanburði við aðra stærri gjaldmiðla. Yfirskrift þáttarins var að útflutningsfyrirtæki flýi krónuna en heimilin sitji uppi með hana. „Í heildina skorti í þennan þátt allt jafnvægi, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu.“ skrifaði Bjarni meðal annars á Facebook-síðu sína í gær að þættinum loknum. Sigmar gerði gagnrýni Bjarna að umfjöllunarefni sínu í ræðustól á Alþingi í dag. Þar vildi hann meina að Bjarni hefði ekki minnst á eina einustu staðreyndavillu sem hafi borið á góma í þættinum, og að í honum hafi mismunandi sjónarmið komið fram. „Bjarni, sem ber auðvitað mikla ábyrgð á vaxtabrjálæðinu sem núna er allt að drepa, segir að í þáttinn hafi vantað umræðu um gengisáhættu og er þar að vísa í myntkörfulánin fyrir hrun. En hvað sagði Bjarni Benediktsson um nákvæmlega þetta í lok árs 2008 þegar þjóðin sleikti sár sín, meðal annars vegna þess að gjaldmiðillinn hrundi?“ spurði Sigmar. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, starfaði hjá RÚV í rúma tvo áratugi og segir þátt sem var í Ríkissjónvarpinu í gær vera stórgóðan.Vísir/Vilhelm Vísaði í gamla grein Hann vísaði í grein sem Bjarni skrifaði ásamt Illuga Gunnarssyni, fyrrverandi ráðherra, í Fréttablaðinu þann 13 ágúst 2008, sem bar heitið Endurreisn á nýjum grunni. Þar skrifuðu þeir: „Sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu.“ Að mati Sigmars er Bjarni dagsins í dag að gagnrýna Bjarna ársins 2008 og saka um áróður. „Þegar nákvæmlega sömu sjónarmið og hans árið 2008 eru viðruð í gær af virtum hagfræðingum þá heitir það hneyksli og áróður gegn krónunni. Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður og er hneykslaður.“ Þá vill Sigmar meina að Bjarni gleymi viljandi að nefna okurvexti og verðbólgu sem sé miklu hærri á Íslandi en annars staðar, sem og hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins „Minnisleysið náði líka yfir langvarandi lágvaxtarskeiðið sem hann lofaði fyrir tveimur árum og stóð yfir í korter,“ segir Sigmar sem heldur því fram að það sé ekki Kveiksþátturinn sem sé hneyksli. „Það er ekki Kveiksþátturinn sem er hneyksli, það er ábyrgðarflótti Sjálfstæðisflokksins sem er hneyksli. Það að saka fjölmiðil um áróður þegar fjölmiðillinn er að vinna vinnuna sína er hneyksli og hæstvirtur fyrrverandi fjármálaráðherra ætti að hafa það í huga.“ Íslenska krónan Ríkisútvarpið Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Umfjöllunarefni Kveiks í gær var íslenska krónan, sem hefur veikst mikið að undanförnu í samanburði við aðra stærri gjaldmiðla. Yfirskrift þáttarins var að útflutningsfyrirtæki flýi krónuna en heimilin sitji uppi með hana. „Í heildina skorti í þennan þátt allt jafnvægi, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu.“ skrifaði Bjarni meðal annars á Facebook-síðu sína í gær að þættinum loknum. Sigmar gerði gagnrýni Bjarna að umfjöllunarefni sínu í ræðustól á Alþingi í dag. Þar vildi hann meina að Bjarni hefði ekki minnst á eina einustu staðreyndavillu sem hafi borið á góma í þættinum, og að í honum hafi mismunandi sjónarmið komið fram. „Bjarni, sem ber auðvitað mikla ábyrgð á vaxtabrjálæðinu sem núna er allt að drepa, segir að í þáttinn hafi vantað umræðu um gengisáhættu og er þar að vísa í myntkörfulánin fyrir hrun. En hvað sagði Bjarni Benediktsson um nákvæmlega þetta í lok árs 2008 þegar þjóðin sleikti sár sín, meðal annars vegna þess að gjaldmiðillinn hrundi?“ spurði Sigmar. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, starfaði hjá RÚV í rúma tvo áratugi og segir þátt sem var í Ríkissjónvarpinu í gær vera stórgóðan.Vísir/Vilhelm Vísaði í gamla grein Hann vísaði í grein sem Bjarni skrifaði ásamt Illuga Gunnarssyni, fyrrverandi ráðherra, í Fréttablaðinu þann 13 ágúst 2008, sem bar heitið Endurreisn á nýjum grunni. Þar skrifuðu þeir: „Sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu.“ Að mati Sigmars er Bjarni dagsins í dag að gagnrýna Bjarna ársins 2008 og saka um áróður. „Þegar nákvæmlega sömu sjónarmið og hans árið 2008 eru viðruð í gær af virtum hagfræðingum þá heitir það hneyksli og áróður gegn krónunni. Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður og er hneykslaður.“ Þá vill Sigmar meina að Bjarni gleymi viljandi að nefna okurvexti og verðbólgu sem sé miklu hærri á Íslandi en annars staðar, sem og hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins „Minnisleysið náði líka yfir langvarandi lágvaxtarskeiðið sem hann lofaði fyrir tveimur árum og stóð yfir í korter,“ segir Sigmar sem heldur því fram að það sé ekki Kveiksþátturinn sem sé hneyksli. „Það er ekki Kveiksþátturinn sem er hneyksli, það er ábyrgðarflótti Sjálfstæðisflokksins sem er hneyksli. Það að saka fjölmiðil um áróður þegar fjölmiðillinn er að vinna vinnuna sína er hneyksli og hæstvirtur fyrrverandi fjármálaráðherra ætti að hafa það í huga.“
Íslenska krónan Ríkisútvarpið Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent