Jólagjöf ársins 2023 Birgitta Steingrímsdóttir, Hildur Mist Friðjónsdóttir og Þorbjörg Sandra Bakke skrifa 7. desember 2023 11:00 Samverustund er jólagjöf ársins samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur og umhverfið! Rannsóknir sýna að þau sem leggja áherslu á samveru, gæðastundir og umhverfisvænni neysluvenjur eru almennt ánægðari með jólin heldur en þau sem leggja áherslu á að eyða peningum og þiggja gjafir. Við hjá Saman gegn sóun deilum hér hugmyndum að gjöfum sem gefa: Gefum samveru. Gjafakort upp á næturpössun er dæmi um gjöf sem gleður þvert á kynslóðir. Þá er einnig hugulsamt að bjóða í mat til sín eða gefa gjafakort upp á kósíkvöld, göngutúr, fjallgöngu o.s.frv. Gefum upplifun. Bjóðum í leikhús, á tónleika, á námskeið eða í ferð með útivistarfélagi, svo fátt eitt sé nefnt. Gefum til góðgerðarmála. Öll þekkjum við fólk sem á allt og vantar ekkert. Gefum til góðs málefnis í þeirra nafni og sendum þeim kort sem útskýrir hvernig gjöfin mun nýtast til góðs. Gefum heimatilbúna gjöf. Heimatilbúin gjöf gefur á alveg sérstakan hátt. Hvar liggja hæfileikarnir? Í prjónaskap, sultugerð eða listum? Gefum áskrift. Það hittir í mark hjá mörgum að fá áskrift að góðri sjónvarpsrás eða jafnvel streymisveitu með sjónvarpsefni, hljóðbókum eða tónlist. Gefum notað. Munum að notaðar gjafir eru góðar gjafir, og það á ekki síst við um gjafir til barna. Börnum stendur á sama um umbúðir, skilamiða eða verðmiða og um að gera að leyfa heilum leikföngum og bókum að finna nýtt heimili um jólin. Fyrir fullorðna getur líka verið skemmtilegt að fá góða bók sem gefandinn hefur lesið og loforð um bókaspjall eftir lesturinn. Gefum það sem vantar. Spyrjum þiggjandann hvort hann vanti eitthvað. Stundum er ekkert betra en að fá akkúrat það sem vantar. Njótum augnabliksins, lágmörkum stress og streitu og höldum hátíðirnar í sátt við umhverfið. Saman gegn sóun um jólin <3 Höfundar eru sérfræðingar á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Umhverfismál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Samverustund er jólagjöf ársins samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur og umhverfið! Rannsóknir sýna að þau sem leggja áherslu á samveru, gæðastundir og umhverfisvænni neysluvenjur eru almennt ánægðari með jólin heldur en þau sem leggja áherslu á að eyða peningum og þiggja gjafir. Við hjá Saman gegn sóun deilum hér hugmyndum að gjöfum sem gefa: Gefum samveru. Gjafakort upp á næturpössun er dæmi um gjöf sem gleður þvert á kynslóðir. Þá er einnig hugulsamt að bjóða í mat til sín eða gefa gjafakort upp á kósíkvöld, göngutúr, fjallgöngu o.s.frv. Gefum upplifun. Bjóðum í leikhús, á tónleika, á námskeið eða í ferð með útivistarfélagi, svo fátt eitt sé nefnt. Gefum til góðgerðarmála. Öll þekkjum við fólk sem á allt og vantar ekkert. Gefum til góðs málefnis í þeirra nafni og sendum þeim kort sem útskýrir hvernig gjöfin mun nýtast til góðs. Gefum heimatilbúna gjöf. Heimatilbúin gjöf gefur á alveg sérstakan hátt. Hvar liggja hæfileikarnir? Í prjónaskap, sultugerð eða listum? Gefum áskrift. Það hittir í mark hjá mörgum að fá áskrift að góðri sjónvarpsrás eða jafnvel streymisveitu með sjónvarpsefni, hljóðbókum eða tónlist. Gefum notað. Munum að notaðar gjafir eru góðar gjafir, og það á ekki síst við um gjafir til barna. Börnum stendur á sama um umbúðir, skilamiða eða verðmiða og um að gera að leyfa heilum leikföngum og bókum að finna nýtt heimili um jólin. Fyrir fullorðna getur líka verið skemmtilegt að fá góða bók sem gefandinn hefur lesið og loforð um bókaspjall eftir lesturinn. Gefum það sem vantar. Spyrjum þiggjandann hvort hann vanti eitthvað. Stundum er ekkert betra en að fá akkúrat það sem vantar. Njótum augnabliksins, lágmörkum stress og streitu og höldum hátíðirnar í sátt við umhverfið. Saman gegn sóun um jólin <3 Höfundar eru sérfræðingar á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar