Fækkun heilsugæslustöðva og hvar eru heimilislæknarnir? Oddur Steinarsson skrifar 7. desember 2023 11:31 Árið 2016 voru boðnar út þrjár nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins tveir aðilar sóttu um og opnuðu tvær nýjar heilsugæslur árið 2017. Í október það ár voru 213.000 manns skráðir á 19 heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Sex árum síðar, í október 2023, eru 255.000 skráðir á höfuðborgarsvæðinu, sem gerir um 13.400 að meðaltali á hverja stöð. Æskileg stærð stöðva er um 8-12.000 skjólstæðingar og er varað við að fara yfir 15.000 skráða. Minni heilsugæslur reknar af og í eigu lykilstarfsmanna hafa komið best út í nágrannalöndunum. Hver er staðan hér í dag? Fyrir um einu og hálfu ári var tilkynnt um myglu í húsnæði Heilsugæslunnar í Grafarvogi. Þá var starfsemin flutt að mestu yfir í Heilsugæsluna í Árbæ. Á sama tíma var læknamönnun í Grafarvogi orðin mjög léleg. Síðan hefur ekki verið rekin heilsugæslustöð í Grafarvogi og ekki er alveg ljóst hvenær breyting verður á því. Nýlega hefur starfsmönnum heilsugæslustöðvanna í Breiðholti verið tilkynnt um sameiningu á starfsemi þeirra. Þá er jafnframt rætt um hvort sameina eigi fleiri heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu vegna manneklu. Þannig gætu verið 15 til 16 starfandi heilsugæslur fyrir 255.000 manns innan árs. Þá verður meðalskráning á stöð -16.-17.000 manns. Þetta raungerist á sama tíma og stjórnvöld hafa talað um styrkingu heilsugæslunnar. Komugjöld hafa verið lækkuð og verkefni flutt til heilsugæslunnar. Ef skoðað er nánar hvað hefur verið gert, eru viðbæturnar helst geðheilsumiðstöðvar og önnur þjónusta en grunnheilsugæsla. Sálfræðiþjónusta hefur verið efld, en fjármögnun til lækninga og hjúkrunarþjónustu hefur ekki verið aukin. Fjármögnunin hefur ekki fylgt fólksfjölgun og auknum verkefnum. Fyrir ári síðan voru þrjár sjálfstæðar stöðvar í töluverðum rekstrarvanda, var þá loksins brugðist við og bætt inn nokkru fé. Þetta voru jafnframt þær þrjár stöðvar sem komu best út úr síðustu gæða- og þjónustukönnun. Meinið hér á landi er að fjármögnun fylgir yfirleitt ekki launaþróun eða fjölgun verkefna og skjólstæðinga. Það er talað um upphæðir inn í kerfi, en því miður eru þetta oftast plástrar. Það geta ekki færri unnið meira og meira, ár eftir ár. Þá sporar úr. Félag íslenskra heimilislækna kannaði í vor fjölda setinna stöðugilda heimilislækna. Samkvæmt því voru um 100 stöðugildi setin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta gerir um einn sérfræðing á tæplega 2600 skráða í dag. Þar sem mönnunin er verst, var einn heimilislæknir á um 5000 skráða. Viðmið félagsins er 1200 skráðir skjólstæðingar á lækni í fullu starfi í þéttbýli. Þau viðmið eru jafnframt mjög hógvær eins félaginu er jafnan tamt. Ef við skoðum viðmið í nágrannalöndunum, þá eru viðmið Svía 1100 skráðir á lækni og þar er eftirfylgd ADHD-lyfjameðferðar ekki á höndum þeirra. Norðmenn miða við 1000-1200 skráða á lækni og Danir hafa verið að lækka töluna í 1300-1500 skráða á lækni. Stór samlög hafa verið tengd við skert aðgengi, minni samfellu þjónustu, verri frammistöðu í forvörnum, minni heilsueflingu og lakari eftirfylgd langvinnra sjúkdóma. Samkvæmt rannsóknum er ,,gullin tala“ talin vera á bilinu 1000-1500 skráða á lækni. Sérnámið Það eru um eitt hundrað læknar í sérnámi í heimilislækningum á Íslandi, sem er mjög jákvætt og þar hafa frumkvöðlar í hópi heimilislækna unnið þrekvirki. Þetta er þó á landsvísu og ástandið víða úti á landi er slæmt og ekki síður brýnt að bæta mönnun þar. Einnig eru um 75 heimilislæknar að komast á aldur næsta áratuginn. Það þarf því að bæta enn í til að ná upp mönnunarskorti og ná takti við fólksfjölgun. Þetta sérnám hefur því miður ekki verið stutt eins og ég hefði viljað sjá. Í Svíþjóð, þar sem ég starfaði, var hver sérnámsstaða fjármögnuð sérstaklega og kennslustjórum fjölgað í takt við stækkandi hóp sérnámslækna. Þetta var gert af myndarskap af yfirvöldum þar, en vantar mjög upp á hér. Enn eru tillögur um sambærilegt að velkjast um í ráðuneytunum þrátt fyrir starfshóp um efnið og að undirritaður hafi endurtekið bent á þetta síðastliðin níu ár á fundum. En hvað nú? Heilbrigðisráðuneytið hefur synjað óskum um að stöðva nýskráningar skjólstæðinga utan upptökusvæðis stöðva, þrátt fyrir að stöð sé fullsetin. Embætti landlæknis fékk afrit af þeim samskiptum en aðhafðist ekki. Ég er með nokkur dæmi um lækna sem hafa hætt í heilsugæslunni eða minnkað starfshlutfall vegna álags, og þá er ekki minnst á veikindi. Þessi þróun er ekki boðleg áfram og það þarf að bregðast við og það með aðgerðum, ekki enn einni nefndinni. Fjármagna þarf í takt við launaþróun, verkefni og mönnunarþörf. Fjármagna sérnámið almennilega. Endurskoða komugjöld, önnur gjöld og fjárstýringar. Forgangsraða þarf til að vernda þann mannskap sem stendur vaktina nú. Hvað er mikilvægast að gera? Endurskoða þarf Heilsuveru. ADHD-lyf og eftirlit, á það ekki að vera hjá þeim sem greina og setja viðkomandi á meðferð? Gera eitthvað róttækt í vottorðamálum og minnka aðra skriffinnsku. Hollenskir heimilislæknar fóru víst í vottorðaverkfall fyrir 20 árum og það er ljóst að heimilislæknar hér munu ekki sætta sig við óbreytt ástand. Höfundur er varaformaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 voru boðnar út þrjár nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins tveir aðilar sóttu um og opnuðu tvær nýjar heilsugæslur árið 2017. Í október það ár voru 213.000 manns skráðir á 19 heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Sex árum síðar, í október 2023, eru 255.000 skráðir á höfuðborgarsvæðinu, sem gerir um 13.400 að meðaltali á hverja stöð. Æskileg stærð stöðva er um 8-12.000 skjólstæðingar og er varað við að fara yfir 15.000 skráða. Minni heilsugæslur reknar af og í eigu lykilstarfsmanna hafa komið best út í nágrannalöndunum. Hver er staðan hér í dag? Fyrir um einu og hálfu ári var tilkynnt um myglu í húsnæði Heilsugæslunnar í Grafarvogi. Þá var starfsemin flutt að mestu yfir í Heilsugæsluna í Árbæ. Á sama tíma var læknamönnun í Grafarvogi orðin mjög léleg. Síðan hefur ekki verið rekin heilsugæslustöð í Grafarvogi og ekki er alveg ljóst hvenær breyting verður á því. Nýlega hefur starfsmönnum heilsugæslustöðvanna í Breiðholti verið tilkynnt um sameiningu á starfsemi þeirra. Þá er jafnframt rætt um hvort sameina eigi fleiri heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu vegna manneklu. Þannig gætu verið 15 til 16 starfandi heilsugæslur fyrir 255.000 manns innan árs. Þá verður meðalskráning á stöð -16.-17.000 manns. Þetta raungerist á sama tíma og stjórnvöld hafa talað um styrkingu heilsugæslunnar. Komugjöld hafa verið lækkuð og verkefni flutt til heilsugæslunnar. Ef skoðað er nánar hvað hefur verið gert, eru viðbæturnar helst geðheilsumiðstöðvar og önnur þjónusta en grunnheilsugæsla. Sálfræðiþjónusta hefur verið efld, en fjármögnun til lækninga og hjúkrunarþjónustu hefur ekki verið aukin. Fjármögnunin hefur ekki fylgt fólksfjölgun og auknum verkefnum. Fyrir ári síðan voru þrjár sjálfstæðar stöðvar í töluverðum rekstrarvanda, var þá loksins brugðist við og bætt inn nokkru fé. Þetta voru jafnframt þær þrjár stöðvar sem komu best út úr síðustu gæða- og þjónustukönnun. Meinið hér á landi er að fjármögnun fylgir yfirleitt ekki launaþróun eða fjölgun verkefna og skjólstæðinga. Það er talað um upphæðir inn í kerfi, en því miður eru þetta oftast plástrar. Það geta ekki færri unnið meira og meira, ár eftir ár. Þá sporar úr. Félag íslenskra heimilislækna kannaði í vor fjölda setinna stöðugilda heimilislækna. Samkvæmt því voru um 100 stöðugildi setin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta gerir um einn sérfræðing á tæplega 2600 skráða í dag. Þar sem mönnunin er verst, var einn heimilislæknir á um 5000 skráða. Viðmið félagsins er 1200 skráðir skjólstæðingar á lækni í fullu starfi í þéttbýli. Þau viðmið eru jafnframt mjög hógvær eins félaginu er jafnan tamt. Ef við skoðum viðmið í nágrannalöndunum, þá eru viðmið Svía 1100 skráðir á lækni og þar er eftirfylgd ADHD-lyfjameðferðar ekki á höndum þeirra. Norðmenn miða við 1000-1200 skráða á lækni og Danir hafa verið að lækka töluna í 1300-1500 skráða á lækni. Stór samlög hafa verið tengd við skert aðgengi, minni samfellu þjónustu, verri frammistöðu í forvörnum, minni heilsueflingu og lakari eftirfylgd langvinnra sjúkdóma. Samkvæmt rannsóknum er ,,gullin tala“ talin vera á bilinu 1000-1500 skráða á lækni. Sérnámið Það eru um eitt hundrað læknar í sérnámi í heimilislækningum á Íslandi, sem er mjög jákvætt og þar hafa frumkvöðlar í hópi heimilislækna unnið þrekvirki. Þetta er þó á landsvísu og ástandið víða úti á landi er slæmt og ekki síður brýnt að bæta mönnun þar. Einnig eru um 75 heimilislæknar að komast á aldur næsta áratuginn. Það þarf því að bæta enn í til að ná upp mönnunarskorti og ná takti við fólksfjölgun. Þetta sérnám hefur því miður ekki verið stutt eins og ég hefði viljað sjá. Í Svíþjóð, þar sem ég starfaði, var hver sérnámsstaða fjármögnuð sérstaklega og kennslustjórum fjölgað í takt við stækkandi hóp sérnámslækna. Þetta var gert af myndarskap af yfirvöldum þar, en vantar mjög upp á hér. Enn eru tillögur um sambærilegt að velkjast um í ráðuneytunum þrátt fyrir starfshóp um efnið og að undirritaður hafi endurtekið bent á þetta síðastliðin níu ár á fundum. En hvað nú? Heilbrigðisráðuneytið hefur synjað óskum um að stöðva nýskráningar skjólstæðinga utan upptökusvæðis stöðva, þrátt fyrir að stöð sé fullsetin. Embætti landlæknis fékk afrit af þeim samskiptum en aðhafðist ekki. Ég er með nokkur dæmi um lækna sem hafa hætt í heilsugæslunni eða minnkað starfshlutfall vegna álags, og þá er ekki minnst á veikindi. Þessi þróun er ekki boðleg áfram og það þarf að bregðast við og það með aðgerðum, ekki enn einni nefndinni. Fjármagna þarf í takt við launaþróun, verkefni og mönnunarþörf. Fjármagna sérnámið almennilega. Endurskoða komugjöld, önnur gjöld og fjárstýringar. Forgangsraða þarf til að vernda þann mannskap sem stendur vaktina nú. Hvað er mikilvægast að gera? Endurskoða þarf Heilsuveru. ADHD-lyf og eftirlit, á það ekki að vera hjá þeim sem greina og setja viðkomandi á meðferð? Gera eitthvað róttækt í vottorðamálum og minnka aðra skriffinnsku. Hollenskir heimilislæknar fóru víst í vottorðaverkfall fyrir 20 árum og það er ljóst að heimilislæknar hér munu ekki sætta sig við óbreytt ástand. Höfundur er varaformaður Læknafélags Íslands.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar