RÚV uppfærir verðskrána og hættir að rukka fyrir táknið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2023 11:40 Það hefur löngum verið hefð á mörgum heimilum að senda og hlusta á jólakveðjur RÚV. Ríkisútvarpið hefur breytt gjaldskránni fyrir svokallaðar Jólakveðjur Ríkisútvarpsins, þar sem kveðjur landsmanna til ástvina eru lesnar upp á Rás 1 að kvöldi 22. desember og alla Þorláksmessu. Samkvæmt umfjöllun RÚV hafa kveðjurnar verið á bilinu 3 til 4 þúsund talsins síðustu ár. Tekið er á móti kveðjum á vef Ríkisútvarpsins en í ár hefur forminu verið breytt og fast gjald verið tekið upp fyrir hverja kveðju, í stað þess að greitt sé fyrir hvert tákn. Það var Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, sem vakti athygli á málinu á X/Twitter en hann sagði tíu orða kveðju, lesna tvisvar, hafa kostað 10.366 krónur í fyrra en nú kostaði hún 22.000 krónur. Um væri að ræða 112 prósent hækkun. Tíu orða jólakveðja lesin tvisvar í Ríkisútvarpinu kostaði 10.366 krónur í fyrra. Í ár kostar sama pöntun 22.000 krónur sem þýðir liðlega 112% hækkun. Söludeild og stjórn @ruvohf skulda skýringu á þessu framlagi þeirra til baráttunnar gegn verðbólgu.#ruvokkarallra— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) December 7, 2023 Málið er þó ekki alveg svona einfalt. Vissulega verður kveðjan mun dýrara fyrir þann sem vill senda tíu orða kveðju, lesna tvisvar, í ár en það var í fyrra. Þá kostaði táknið 68 krónur með virðisaukaskatti en í ár er ekki gefinn kostur á því að spara aurinn með því að vera hnitmiðaður í skilaboðum sínum. Nú er aðeins boðið upp á staðlað verð óháð tákna- eða orðafjölda en kveðjan má vera allt að 30 orð. Kveðjuhöfundur greiðir 13.000 fyrir einn lestur, 22.000 fyrir tvo lestra, 29.000 fyrir þrjá lestra og 36.000 fyrir fjóra lestra. Til að spara verður fólk þannig að skera niður fjölda lestra, frekar en fjölda orða. Ríkisútvarpið Jól Neytendur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun RÚV hafa kveðjurnar verið á bilinu 3 til 4 þúsund talsins síðustu ár. Tekið er á móti kveðjum á vef Ríkisútvarpsins en í ár hefur forminu verið breytt og fast gjald verið tekið upp fyrir hverja kveðju, í stað þess að greitt sé fyrir hvert tákn. Það var Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, sem vakti athygli á málinu á X/Twitter en hann sagði tíu orða kveðju, lesna tvisvar, hafa kostað 10.366 krónur í fyrra en nú kostaði hún 22.000 krónur. Um væri að ræða 112 prósent hækkun. Tíu orða jólakveðja lesin tvisvar í Ríkisútvarpinu kostaði 10.366 krónur í fyrra. Í ár kostar sama pöntun 22.000 krónur sem þýðir liðlega 112% hækkun. Söludeild og stjórn @ruvohf skulda skýringu á þessu framlagi þeirra til baráttunnar gegn verðbólgu.#ruvokkarallra— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) December 7, 2023 Málið er þó ekki alveg svona einfalt. Vissulega verður kveðjan mun dýrara fyrir þann sem vill senda tíu orða kveðju, lesna tvisvar, í ár en það var í fyrra. Þá kostaði táknið 68 krónur með virðisaukaskatti en í ár er ekki gefinn kostur á því að spara aurinn með því að vera hnitmiðaður í skilaboðum sínum. Nú er aðeins boðið upp á staðlað verð óháð tákna- eða orðafjölda en kveðjan má vera allt að 30 orð. Kveðjuhöfundur greiðir 13.000 fyrir einn lestur, 22.000 fyrir tvo lestra, 29.000 fyrir þrjá lestra og 36.000 fyrir fjóra lestra. Til að spara verður fólk þannig að skera niður fjölda lestra, frekar en fjölda orða.
Ríkisútvarpið Jól Neytendur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira