Býður öllum grunnskólabörnum á fund Árni Sæberg skrifar 7. desember 2023 14:12 Dagur heldur ansi fjölmennan fund á morgun. Vísir/arnar Borgarstjóri hefur boðað alla unglinga í grunnskólum Reykjavíkur á fund til að ræða mögulega seinkun á skólabyrjun á unglingastigi. Í fréttatilkynningu um fundinn segir að hann hefjist klukkan 10:15, á morgun föstudag. Fundurinn verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað og ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra verði Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefni og Ólöf Kristín Sívertsen frá fagskrifstofu grunnskóla í Reykjavíkurborg á fundinum. Nemendurnir sitji fundinn í sínum kennslustofum og fundurinn verði gagnvirkur þar sem unglingarnir svara spurningum um efni fundarins í snjalltækjum. Eins verði hægt að koma á framfæri spurningum og athugasemdum í gegnum kennarana sem koma þeim áfram til pallborðsins. Til skoðunar um nokkurt skeið að leyfa börnunum að sofa út Seinkun skólabyrjunar hafi verið til skoðunar um nokkurt skeið og þær tilraunir sem hafa verið gerðar gefi góða raun. Í haust hafi starfshópur verið að störfum við að móta tillögur að fyrirkomulagi seinkunar á skólabyrjun og í starfshópnum séu meðal annarra þrír fulltrúar ungmenna og það hafi reynst einstaklega vel. Ráðlagður svefntími hjá unglingum á aldrinum fjórtán til sautján ára sé átta til tíu klukkustundir á sólarhring. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um mikilvægi svefns þá sofi margir unglingar of lítið og það að það fjölgi sífellt í þeim hópi á milli ára sé mikið áhyggjuefni. Á sama tíma og fleiri unglingar sofa of lítið sýni rannsóknir að andleg líðan þeirra fer versnandi en þekkt séu tengsl svefns og andlegrar heilsu. Ekki gengið á skipulagt skólastarf Í tilkynningunni segir að niðurstöður fundarins verði nýttar til að útfæra seinkun á upphafi skóladagsins. Til hliðsjónar verði rannsóknir um áhrif þessa á svefn unglinga sem þurfi að útfæra í takt við Menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast, svo breytingarnar styðji við nám, lýðheilsu og góðan skólabrag. Hugað verði að því að ekki verði gengið á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námskrá. Það sé til dæmis hægt að gera með nánara samspili skóla- og frístundastarfs og þeirra sem veita frístundaþjónustu eins og íþróttafélög. Eins þurfi að huga að því hvernig breytingarnar geti komið til móts við óskir skólastjórnenda og starfsfólks um undirbúningstíma fyrir eða eftir skipulagðan skóladag. Skóla - og menntamál Grunnskólar Svefn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Í fréttatilkynningu um fundinn segir að hann hefjist klukkan 10:15, á morgun föstudag. Fundurinn verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað og ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra verði Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefni og Ólöf Kristín Sívertsen frá fagskrifstofu grunnskóla í Reykjavíkurborg á fundinum. Nemendurnir sitji fundinn í sínum kennslustofum og fundurinn verði gagnvirkur þar sem unglingarnir svara spurningum um efni fundarins í snjalltækjum. Eins verði hægt að koma á framfæri spurningum og athugasemdum í gegnum kennarana sem koma þeim áfram til pallborðsins. Til skoðunar um nokkurt skeið að leyfa börnunum að sofa út Seinkun skólabyrjunar hafi verið til skoðunar um nokkurt skeið og þær tilraunir sem hafa verið gerðar gefi góða raun. Í haust hafi starfshópur verið að störfum við að móta tillögur að fyrirkomulagi seinkunar á skólabyrjun og í starfshópnum séu meðal annarra þrír fulltrúar ungmenna og það hafi reynst einstaklega vel. Ráðlagður svefntími hjá unglingum á aldrinum fjórtán til sautján ára sé átta til tíu klukkustundir á sólarhring. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um mikilvægi svefns þá sofi margir unglingar of lítið og það að það fjölgi sífellt í þeim hópi á milli ára sé mikið áhyggjuefni. Á sama tíma og fleiri unglingar sofa of lítið sýni rannsóknir að andleg líðan þeirra fer versnandi en þekkt séu tengsl svefns og andlegrar heilsu. Ekki gengið á skipulagt skólastarf Í tilkynningunni segir að niðurstöður fundarins verði nýttar til að útfæra seinkun á upphafi skóladagsins. Til hliðsjónar verði rannsóknir um áhrif þessa á svefn unglinga sem þurfi að útfæra í takt við Menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast, svo breytingarnar styðji við nám, lýðheilsu og góðan skólabrag. Hugað verði að því að ekki verði gengið á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námskrá. Það sé til dæmis hægt að gera með nánara samspili skóla- og frístundastarfs og þeirra sem veita frístundaþjónustu eins og íþróttafélög. Eins þurfi að huga að því hvernig breytingarnar geti komið til móts við óskir skólastjórnenda og starfsfólks um undirbúningstíma fyrir eða eftir skipulagðan skóladag.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Svefn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira