Börn og fullorðnir halda áfram að falla á Gaza Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2023 19:20 Rúmlega fimm þúsund börn hafa fallið frá því Ísraelsher hóf árásir á Gaza til að hefna fyrir hryðjuverkaárás Hamasliða á Ísrael. AP/Mohammed Dahman Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað og þeim allar bjargir bannaðar eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir og landhernað á suðurhluta Gazastrandarinnar. Fjölmörg börn og fullorðnir hafa fallið og særst í árásum í suðurhlutanum síðasta sólarhringinn. Eftir að nokkurra daga vopnahléi til aðskiptast á gíslum og föngum lauk hafa Ísraelsmenn haldið uppi stanslausum árásum úr lofti, landi og af sjó á suðurhluta Gaza. Á fyrstu tveimur vikum átakanna einskorðuðust árásir Ísraelsmanna á Gazaborg og nágrenni í norðurhlutanum og sögðu Ísraelsmenn óbreyttum Palestínumönnum hörfa suður á bóginn. Íbúar í flóttamannabúðum í Khan Younis eru varnarlausir gegn árásum Ísraelshers.AP/Mohammed Dahman Síðasta sólarhringinn hafa hins vegar verið gerðar öflugar loftárásir á bæina Khan Yunis og Rafah í suðurhlutanum þar sem tugir barna og fullorðinna féllu. Daniel Hagari talsmaður Ísraelshers segir herinn hafa brotist í gegnum varnarlínur í bæjum í suðurhluta Gaza þar sem hryðjuverkamenn hafi komið upp á yfirborðið til aðberjast. Yehya Sinwar einn helsti leiðtogi Hamas eigi hús einhvers staðar í eða við Khan Younis. „Þar er að finna innviði og stjórnstöð hryðjuverka. Sinwar heldur sig ekki ofanjarðar, hann er neðanjarðar. Ég vil ekki ræða hvar, hvernig og hvað við vitum. Nú er ekki tíminn til að ræða það í fjölmiðlum. Okkar verk er að finna Sinwar og drepa hann,“ segir Hagari. Kona föst í húsarústum eftir loftárásir Ísraelshers á Khan Younis í suðurhluta Gaza.AP/Mohammed Dahman Algert öngþveiti ríkti í bænum Khan Younis í dag eftir árásir Ísraelsmanna. Fólk leitaði örvæntingarfullt eftir ættingjum og vinum í rústum húsa sumir sluppu lifandi, aðrir særðir og börn og fullorðinir létust. Í loftárásum Ísraela er enginn greinarmunur gerður á vopnuðum Hamasliðum og óbreyttum borgurum. Tugir barna og fullorðinna létust til að mynda í einni loftárás á bæinn Rafah í dag. Mohammad Abu Areida er nágranni fólks í húsi sem sprengt var í loft upp. „Þetta var beint í mark. Fólk var á ferð hér í götunni. Það kom engin viðvörun. Við sáum ekkert fyrr en ráðist var á heimili okkar án viðvörunar,“ sagði Areida innan um fjölda fólks sem leitaði vina og vandamanna í húsarústum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákall um tafarlaust vopnahlé ítrekað Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í gær. 7. desember 2023 07:52 Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42 Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. 6. desember 2023 23:18 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Eftir að nokkurra daga vopnahléi til aðskiptast á gíslum og föngum lauk hafa Ísraelsmenn haldið uppi stanslausum árásum úr lofti, landi og af sjó á suðurhluta Gaza. Á fyrstu tveimur vikum átakanna einskorðuðust árásir Ísraelsmanna á Gazaborg og nágrenni í norðurhlutanum og sögðu Ísraelsmenn óbreyttum Palestínumönnum hörfa suður á bóginn. Íbúar í flóttamannabúðum í Khan Younis eru varnarlausir gegn árásum Ísraelshers.AP/Mohammed Dahman Síðasta sólarhringinn hafa hins vegar verið gerðar öflugar loftárásir á bæina Khan Yunis og Rafah í suðurhlutanum þar sem tugir barna og fullorðinna féllu. Daniel Hagari talsmaður Ísraelshers segir herinn hafa brotist í gegnum varnarlínur í bæjum í suðurhluta Gaza þar sem hryðjuverkamenn hafi komið upp á yfirborðið til aðberjast. Yehya Sinwar einn helsti leiðtogi Hamas eigi hús einhvers staðar í eða við Khan Younis. „Þar er að finna innviði og stjórnstöð hryðjuverka. Sinwar heldur sig ekki ofanjarðar, hann er neðanjarðar. Ég vil ekki ræða hvar, hvernig og hvað við vitum. Nú er ekki tíminn til að ræða það í fjölmiðlum. Okkar verk er að finna Sinwar og drepa hann,“ segir Hagari. Kona föst í húsarústum eftir loftárásir Ísraelshers á Khan Younis í suðurhluta Gaza.AP/Mohammed Dahman Algert öngþveiti ríkti í bænum Khan Younis í dag eftir árásir Ísraelsmanna. Fólk leitaði örvæntingarfullt eftir ættingjum og vinum í rústum húsa sumir sluppu lifandi, aðrir særðir og börn og fullorðinir létust. Í loftárásum Ísraela er enginn greinarmunur gerður á vopnuðum Hamasliðum og óbreyttum borgurum. Tugir barna og fullorðinna létust til að mynda í einni loftárás á bæinn Rafah í dag. Mohammad Abu Areida er nágranni fólks í húsi sem sprengt var í loft upp. „Þetta var beint í mark. Fólk var á ferð hér í götunni. Það kom engin viðvörun. Við sáum ekkert fyrr en ráðist var á heimili okkar án viðvörunar,“ sagði Areida innan um fjölda fólks sem leitaði vina og vandamanna í húsarústum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákall um tafarlaust vopnahlé ítrekað Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í gær. 7. desember 2023 07:52 Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42 Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. 6. desember 2023 23:18 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Ákall um tafarlaust vopnahlé ítrekað Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í gær. 7. desember 2023 07:52
Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42
Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. 6. desember 2023 23:18