Segir ánægjulegt að sjá tölur um skattspor ferðaþjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2023 20:40 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Egill Aðalsteinsson Skattspor ferðaþjónustunnar í fyrra nam 92 milljörðum króna, ef þröngt er reiknað, samkvæmt tölum sem birtar voru í dag. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar spáir því að greinin afli hátt í fjörutíu prósent gjaldeyristekna þjóðarbúsins í ár. Í fréttum Stöðvar 2 var farið á fund Samtaka ferðaþjónustunnar á Hótel Reykjavík Grand í dag. Þar spurðu forystumenn greinarinnar hvert framlag hennar væri til samfélagsins og fengu hagfræðinginn Magnús Árna Skúlason til að svara. Niðurstaða hans er 92,3 milljarða króna skattspor í fyrra, ef þröngt er reiknað, en 155,5 milljarðar króna, ef víðara skattspor er notað. Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, lýsir skattspori ferðaþjónustunnar árið 2022.Egill Aðalsteinsson Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það tímamót að fá slíka útreikninga fram í fyrsta sinn. „Þannig að þetta eru gríðarlega góð tíðindi, að hún er í rauninni að skila 160 milljarða króna skattspori á árinu 2022. Og ennþá ánægjulegra er það að við sjáum fram á að það muni hækka töluvert mikið fyrir árið 2023,“ segir Bjarnheiður. Hún segir útreikningana þó byggða á gömlum skilgreiningum um hvað sé ferðaþjónusta og nefnir dæmi um mikilvæga þætti sem vanti inn. „Það er til dæmis ekki inni í þessu eldsneytisnotkun ferðaþjónustunnar. En skattar af henni, eldsneytisgjöld og þess háttar, voru yfir sjö milljarðar á árinu 2022. Og munar nú um minna. Og það er ekki inni í þessu gjöld til þjóðgarða og friðlýstra svæða, sem eru ábyggilega hátt í milljarður.“ Þá vanti inn fjármagnstekjuskatt af útleigu á heimagistingu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Egill Aðalsteinsson Icelandair með hátt í fjögur þúsund stöðugildi reiknar líka sitt skattspor. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir að á árinu 2022 hafi það numið 27 milljörðum króna. „Bara beinir skattar og gjöld sem Icelandair og starfsfólk Icelandair er að borga inn í kerfið. Það er væntanlega talsvert meira á þessu ári því að bæði hefur verið talsverður vöxtur á milli ára og svo hefur kostnaður hækkað, laun og þess háttar, sem skilar sér beint inn í ríkissjóð í gegnum tekjuskatt og tryggingagjald og þess háttar. Þannig að það er væntanlega einhvers staðar á milli þrjátíu og fjörutíu milljarðar á þessu ári,“ segir Bogi Nils. Áætlað er að 35 prósent útflutningatekna Íslands í fyrra hafi komið frá ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan er að ná vopnum sínum og fyrra hlutfalli, sem fór hæst í fjörutíu prósent. Og við reiknum með að það nálgist það hlutfall á árinu 2023,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Hótel á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið á fund Samtaka ferðaþjónustunnar á Hótel Reykjavík Grand í dag. Þar spurðu forystumenn greinarinnar hvert framlag hennar væri til samfélagsins og fengu hagfræðinginn Magnús Árna Skúlason til að svara. Niðurstaða hans er 92,3 milljarða króna skattspor í fyrra, ef þröngt er reiknað, en 155,5 milljarðar króna, ef víðara skattspor er notað. Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, lýsir skattspori ferðaþjónustunnar árið 2022.Egill Aðalsteinsson Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það tímamót að fá slíka útreikninga fram í fyrsta sinn. „Þannig að þetta eru gríðarlega góð tíðindi, að hún er í rauninni að skila 160 milljarða króna skattspori á árinu 2022. Og ennþá ánægjulegra er það að við sjáum fram á að það muni hækka töluvert mikið fyrir árið 2023,“ segir Bjarnheiður. Hún segir útreikningana þó byggða á gömlum skilgreiningum um hvað sé ferðaþjónusta og nefnir dæmi um mikilvæga þætti sem vanti inn. „Það er til dæmis ekki inni í þessu eldsneytisnotkun ferðaþjónustunnar. En skattar af henni, eldsneytisgjöld og þess háttar, voru yfir sjö milljarðar á árinu 2022. Og munar nú um minna. Og það er ekki inni í þessu gjöld til þjóðgarða og friðlýstra svæða, sem eru ábyggilega hátt í milljarður.“ Þá vanti inn fjármagnstekjuskatt af útleigu á heimagistingu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Egill Aðalsteinsson Icelandair með hátt í fjögur þúsund stöðugildi reiknar líka sitt skattspor. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir að á árinu 2022 hafi það numið 27 milljörðum króna. „Bara beinir skattar og gjöld sem Icelandair og starfsfólk Icelandair er að borga inn í kerfið. Það er væntanlega talsvert meira á þessu ári því að bæði hefur verið talsverður vöxtur á milli ára og svo hefur kostnaður hækkað, laun og þess háttar, sem skilar sér beint inn í ríkissjóð í gegnum tekjuskatt og tryggingagjald og þess háttar. Þannig að það er væntanlega einhvers staðar á milli þrjátíu og fjörutíu milljarðar á þessu ári,“ segir Bogi Nils. Áætlað er að 35 prósent útflutningatekna Íslands í fyrra hafi komið frá ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan er að ná vopnum sínum og fyrra hlutfalli, sem fór hæst í fjörutíu prósent. Og við reiknum með að það nálgist það hlutfall á árinu 2023,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Hótel á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira