Segir ánægjulegt að sjá tölur um skattspor ferðaþjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2023 20:40 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Egill Aðalsteinsson Skattspor ferðaþjónustunnar í fyrra nam 92 milljörðum króna, ef þröngt er reiknað, samkvæmt tölum sem birtar voru í dag. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar spáir því að greinin afli hátt í fjörutíu prósent gjaldeyristekna þjóðarbúsins í ár. Í fréttum Stöðvar 2 var farið á fund Samtaka ferðaþjónustunnar á Hótel Reykjavík Grand í dag. Þar spurðu forystumenn greinarinnar hvert framlag hennar væri til samfélagsins og fengu hagfræðinginn Magnús Árna Skúlason til að svara. Niðurstaða hans er 92,3 milljarða króna skattspor í fyrra, ef þröngt er reiknað, en 155,5 milljarðar króna, ef víðara skattspor er notað. Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, lýsir skattspori ferðaþjónustunnar árið 2022.Egill Aðalsteinsson Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það tímamót að fá slíka útreikninga fram í fyrsta sinn. „Þannig að þetta eru gríðarlega góð tíðindi, að hún er í rauninni að skila 160 milljarða króna skattspori á árinu 2022. Og ennþá ánægjulegra er það að við sjáum fram á að það muni hækka töluvert mikið fyrir árið 2023,“ segir Bjarnheiður. Hún segir útreikningana þó byggða á gömlum skilgreiningum um hvað sé ferðaþjónusta og nefnir dæmi um mikilvæga þætti sem vanti inn. „Það er til dæmis ekki inni í þessu eldsneytisnotkun ferðaþjónustunnar. En skattar af henni, eldsneytisgjöld og þess háttar, voru yfir sjö milljarðar á árinu 2022. Og munar nú um minna. Og það er ekki inni í þessu gjöld til þjóðgarða og friðlýstra svæða, sem eru ábyggilega hátt í milljarður.“ Þá vanti inn fjármagnstekjuskatt af útleigu á heimagistingu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Egill Aðalsteinsson Icelandair með hátt í fjögur þúsund stöðugildi reiknar líka sitt skattspor. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir að á árinu 2022 hafi það numið 27 milljörðum króna. „Bara beinir skattar og gjöld sem Icelandair og starfsfólk Icelandair er að borga inn í kerfið. Það er væntanlega talsvert meira á þessu ári því að bæði hefur verið talsverður vöxtur á milli ára og svo hefur kostnaður hækkað, laun og þess háttar, sem skilar sér beint inn í ríkissjóð í gegnum tekjuskatt og tryggingagjald og þess háttar. Þannig að það er væntanlega einhvers staðar á milli þrjátíu og fjörutíu milljarðar á þessu ári,“ segir Bogi Nils. Áætlað er að 35 prósent útflutningatekna Íslands í fyrra hafi komið frá ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan er að ná vopnum sínum og fyrra hlutfalli, sem fór hæst í fjörutíu prósent. Og við reiknum með að það nálgist það hlutfall á árinu 2023,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Hótel á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið á fund Samtaka ferðaþjónustunnar á Hótel Reykjavík Grand í dag. Þar spurðu forystumenn greinarinnar hvert framlag hennar væri til samfélagsins og fengu hagfræðinginn Magnús Árna Skúlason til að svara. Niðurstaða hans er 92,3 milljarða króna skattspor í fyrra, ef þröngt er reiknað, en 155,5 milljarðar króna, ef víðara skattspor er notað. Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, lýsir skattspori ferðaþjónustunnar árið 2022.Egill Aðalsteinsson Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það tímamót að fá slíka útreikninga fram í fyrsta sinn. „Þannig að þetta eru gríðarlega góð tíðindi, að hún er í rauninni að skila 160 milljarða króna skattspori á árinu 2022. Og ennþá ánægjulegra er það að við sjáum fram á að það muni hækka töluvert mikið fyrir árið 2023,“ segir Bjarnheiður. Hún segir útreikningana þó byggða á gömlum skilgreiningum um hvað sé ferðaþjónusta og nefnir dæmi um mikilvæga þætti sem vanti inn. „Það er til dæmis ekki inni í þessu eldsneytisnotkun ferðaþjónustunnar. En skattar af henni, eldsneytisgjöld og þess háttar, voru yfir sjö milljarðar á árinu 2022. Og munar nú um minna. Og það er ekki inni í þessu gjöld til þjóðgarða og friðlýstra svæða, sem eru ábyggilega hátt í milljarður.“ Þá vanti inn fjármagnstekjuskatt af útleigu á heimagistingu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Egill Aðalsteinsson Icelandair með hátt í fjögur þúsund stöðugildi reiknar líka sitt skattspor. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir að á árinu 2022 hafi það numið 27 milljörðum króna. „Bara beinir skattar og gjöld sem Icelandair og starfsfólk Icelandair er að borga inn í kerfið. Það er væntanlega talsvert meira á þessu ári því að bæði hefur verið talsverður vöxtur á milli ára og svo hefur kostnaður hækkað, laun og þess háttar, sem skilar sér beint inn í ríkissjóð í gegnum tekjuskatt og tryggingagjald og þess háttar. Þannig að það er væntanlega einhvers staðar á milli þrjátíu og fjörutíu milljarðar á þessu ári,“ segir Bogi Nils. Áætlað er að 35 prósent útflutningatekna Íslands í fyrra hafi komið frá ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan er að ná vopnum sínum og fyrra hlutfalli, sem fór hæst í fjörutíu prósent. Og við reiknum með að það nálgist það hlutfall á árinu 2023,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Hótel á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira