Myndaveisla: Grindvíkingar áttu hjartnæma stund saman Elísabet Inga Sigurðardóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 7. desember 2023 22:47 Grindvíkingar virtust flestir á sama máli um að viðburðurinn væri mikilvægur fyrir börnin. Vísir/Vilhelm Börn frá Grindavík brostu úr að eyrum á aðventugleði sem fram fór í dag þegar íbúar komu margir saman í fyrsta sinn frá því að bærinn var rýmdur. Grindvíkingar eru margir hverjir byrjaðir að undirbúa jól annars staðar en heima hjá sér, enda eiga þeir ekki von á því að snúa heim fyrr en á nýju ári. Íbúar Grindavíkurbæjar hafa árum saman kveikt á jólatré við hátíðlega athöfn, tekið á móti jólasveinum og börn dansað í kringum jólatré. Engin undantekning var á því þetta árið, en staðsetningin var þó önnur en fyrri ár. Grétar Örvarsson úr Stjórninni átti frumkvæði að því að koma hópnum saman í íþróttahúsi í Hafnarfirði. Húsfyllir var í salnum og þeir sem fréttastofa ræddi við voru á sama máli um að þarna væri þýðingamikil stund að eiga sér stað. Það væri gott að hitta félaga úr bænum. „Hérna leggja allir fram vinnu sína, hvort sem það eru skemmtikraftar eða aðrir. En fyrst og fremst er þetta bara mikilvæg samverustund fyrir okkur,“ sagði Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar. Vísir/Vilhelm „Það er mjög skemmtilegt að sjá hvað það er fjölmennt hérna. Það eru margir hérna sem ég er að sjá í fyrsta skipti síðan þetta skeði,“ sagði Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Svo virðist sem fólki hafi fundist stundin sérstaklega mikilvæg fyrir grindvísk börn. „Þetta hefur mikla þýðingu, sérstaklega fyrir börnin að hitta önnur börn,“ sagði Sigrún Sverrisdóttir, íbúi í Grindavík. „Þau er ótrúlega brött. Þau eru ótrúlega dugleg að venjast nýjum aðstæðum.“ Vísir/Vilhelm Svo virðist sem Grindvíkingar geri sér almennt litlar vonir um að komast heim til sín fyrir jól. Börnin eru þó helsta undantekningin á því og halda enn í vonina. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Aðventufagnaður Grindvíkinga á Ásvöllum Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Jól Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira
Grindvíkingar eru margir hverjir byrjaðir að undirbúa jól annars staðar en heima hjá sér, enda eiga þeir ekki von á því að snúa heim fyrr en á nýju ári. Íbúar Grindavíkurbæjar hafa árum saman kveikt á jólatré við hátíðlega athöfn, tekið á móti jólasveinum og börn dansað í kringum jólatré. Engin undantekning var á því þetta árið, en staðsetningin var þó önnur en fyrri ár. Grétar Örvarsson úr Stjórninni átti frumkvæði að því að koma hópnum saman í íþróttahúsi í Hafnarfirði. Húsfyllir var í salnum og þeir sem fréttastofa ræddi við voru á sama máli um að þarna væri þýðingamikil stund að eiga sér stað. Það væri gott að hitta félaga úr bænum. „Hérna leggja allir fram vinnu sína, hvort sem það eru skemmtikraftar eða aðrir. En fyrst og fremst er þetta bara mikilvæg samverustund fyrir okkur,“ sagði Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar. Vísir/Vilhelm „Það er mjög skemmtilegt að sjá hvað það er fjölmennt hérna. Það eru margir hérna sem ég er að sjá í fyrsta skipti síðan þetta skeði,“ sagði Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Svo virðist sem fólki hafi fundist stundin sérstaklega mikilvæg fyrir grindvísk börn. „Þetta hefur mikla þýðingu, sérstaklega fyrir börnin að hitta önnur börn,“ sagði Sigrún Sverrisdóttir, íbúi í Grindavík. „Þau er ótrúlega brött. Þau eru ótrúlega dugleg að venjast nýjum aðstæðum.“ Vísir/Vilhelm Svo virðist sem Grindvíkingar geri sér almennt litlar vonir um að komast heim til sín fyrir jól. Börnin eru þó helsta undantekningin á því og halda enn í vonina. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Aðventufagnaður Grindvíkinga á Ásvöllum Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Jól Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira