„Munurinn er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2023 23:00 Gunnar Magnússon var alveg með á hreinu hvað munurinn á liðunum lá. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur eftir tap liðsins gegn FH í dag. Aron Pálmarsson átti stórleik fyrir FH og skoraði 15 mörk og segir Gunnar að þar hafi munurinn á liðunum legið. „Það er margt gott í þessum leik hjá okkur og munurinn á liðunum er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við. Við reyndum að stöðva hann. Settum einn á hann svo tvo og svo þrjá, mættum honum framarlega og já reyndum ýmislegt en okkur bara tókst ekki að stöðva hann. Vorum of soft á hann og vorum ekki að ganga nógu vel í hann, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ofan á það vorum við svo ekki að verja nein skot frá honum. Þannig að já okkur tókst bara illa að stöðva hann. Frammistaðan í heildina alls ekkert slæm og margt gott í okkar leik.“ Aron Pálmarsson var gjörsamlega frábær í dag eins og áður segir og skoraði 15 mörk fyrir FH, þar af 10 í fyrri hálfleik ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Eftir rúmlega 20 mínútur var hann búinn að skora 9 mörk úr 9 skotum. Gunnar segir að liðið hafi reynt ýmislegt en því miður hafi ekkert gengið. „Þá reyndum við að setja fleiri menn á hann, koma snemma í hjálpina þegar hann er með boltann og reyna að gera allt sem við getum til að stöðva hann. Við fórum í 5-1, settum Gunnar Malm framan á hann og svo Árna Braga líka og fórum nánast í 4-2. Þannig að við reyndum nánast allt sem við gátum nema kannski gamla góða að taka hann alveg úr umferð en það hefði verið erfitt fyrir þreytta fætur fyrir aftan að stoppa hina. Við reyndum ýmislegt en það bara tókst bara ekki. Hefðum mögulega átt að prófa eitthvað annað þar sem við höfðum engu að tapa. Þetta var bara munurinn á liðunum í dag og við þurfum bara að halda áfram.“ Afturelding fór í 7 á 6 undir lok fyrri hálfleiks og það má segja að þá hafi liðið náð að vinna sig vel inn í leikinn. Spurður út í það hvernig honum hafi þótt 7 gegn 6 hafa gengið segist Gunnar vera sáttur það og það hafi komið liðinu aftur inn í leikinn. „Mjög vel. Við erum búnir að vera að spila það mikið í vetur, sérstaklega í Evrópukeppninni. Mér fannst það koma okkur inn í leikinn eftir þessa erfiðu byrjun. Í heildina fannst mér við sóknarlega vera alveg þokkalegir fyrir utan þessu dýru mistök þarna undir lokin þegar það koma tveir tæknifeilar sem fóru með leikinn.“ Birgir Steinn var ekki með liðinu í dag vegna meiðsla eins og í undanförnum leikjum. Birgir ferðaðist þó með liðinu til Slóvakíu í Evrópuleikina sem voru í loka síðasta mánaðar. Gunnar segir að hann sé enn meiddur ásamt Birki Benediktssyni sem spilaði þó hluta af leiknum í dag. „Þetta eru bara þannig meiðsli að við erum alltaf að vonast til þess að hann sé að verða klár, vantar bara herslu muninn. Birkir Ben er líka meiddur og gat lítið beitt sér í dag þannig að það mæddi svolítið á hina svo mögulega smá þreyta þarna í lokin hjá Steina, Blæ og Árna. Alltaf leiðinlegt að þeir séu ekki með en það er bara hluti af sportinu.“ Spurður út í framhaldið og hversu sáttur hann sé með liðið á þessum tímapunkti í deildinni svarar Gunnar. „Við eigum tvo rosalega mikilvæga leiki eftir og ef við vinnum þá báða er ég þokkalega sáttur þó svo að við viljum alltaf meira. Nú er fókusinn hjá okkur bara að klára þessa leiki sem framundan eru og taka þau stig sem eru í boði og svo tökum við stöðuna eftir það.“ Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. 7. desember 2023 21:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
„Það er margt gott í þessum leik hjá okkur og munurinn á liðunum er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við. Við reyndum að stöðva hann. Settum einn á hann svo tvo og svo þrjá, mættum honum framarlega og já reyndum ýmislegt en okkur bara tókst ekki að stöðva hann. Vorum of soft á hann og vorum ekki að ganga nógu vel í hann, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ofan á það vorum við svo ekki að verja nein skot frá honum. Þannig að já okkur tókst bara illa að stöðva hann. Frammistaðan í heildina alls ekkert slæm og margt gott í okkar leik.“ Aron Pálmarsson var gjörsamlega frábær í dag eins og áður segir og skoraði 15 mörk fyrir FH, þar af 10 í fyrri hálfleik ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Eftir rúmlega 20 mínútur var hann búinn að skora 9 mörk úr 9 skotum. Gunnar segir að liðið hafi reynt ýmislegt en því miður hafi ekkert gengið. „Þá reyndum við að setja fleiri menn á hann, koma snemma í hjálpina þegar hann er með boltann og reyna að gera allt sem við getum til að stöðva hann. Við fórum í 5-1, settum Gunnar Malm framan á hann og svo Árna Braga líka og fórum nánast í 4-2. Þannig að við reyndum nánast allt sem við gátum nema kannski gamla góða að taka hann alveg úr umferð en það hefði verið erfitt fyrir þreytta fætur fyrir aftan að stoppa hina. Við reyndum ýmislegt en það bara tókst bara ekki. Hefðum mögulega átt að prófa eitthvað annað þar sem við höfðum engu að tapa. Þetta var bara munurinn á liðunum í dag og við þurfum bara að halda áfram.“ Afturelding fór í 7 á 6 undir lok fyrri hálfleiks og það má segja að þá hafi liðið náð að vinna sig vel inn í leikinn. Spurður út í það hvernig honum hafi þótt 7 gegn 6 hafa gengið segist Gunnar vera sáttur það og það hafi komið liðinu aftur inn í leikinn. „Mjög vel. Við erum búnir að vera að spila það mikið í vetur, sérstaklega í Evrópukeppninni. Mér fannst það koma okkur inn í leikinn eftir þessa erfiðu byrjun. Í heildina fannst mér við sóknarlega vera alveg þokkalegir fyrir utan þessu dýru mistök þarna undir lokin þegar það koma tveir tæknifeilar sem fóru með leikinn.“ Birgir Steinn var ekki með liðinu í dag vegna meiðsla eins og í undanförnum leikjum. Birgir ferðaðist þó með liðinu til Slóvakíu í Evrópuleikina sem voru í loka síðasta mánaðar. Gunnar segir að hann sé enn meiddur ásamt Birki Benediktssyni sem spilaði þó hluta af leiknum í dag. „Þetta eru bara þannig meiðsli að við erum alltaf að vonast til þess að hann sé að verða klár, vantar bara herslu muninn. Birkir Ben er líka meiddur og gat lítið beitt sér í dag þannig að það mæddi svolítið á hina svo mögulega smá þreyta þarna í lokin hjá Steina, Blæ og Árna. Alltaf leiðinlegt að þeir séu ekki með en það er bara hluti af sportinu.“ Spurður út í framhaldið og hversu sáttur hann sé með liðið á þessum tímapunkti í deildinni svarar Gunnar. „Við eigum tvo rosalega mikilvæga leiki eftir og ef við vinnum þá báða er ég þokkalega sáttur þó svo að við viljum alltaf meira. Nú er fókusinn hjá okkur bara að klára þessa leiki sem framundan eru og taka þau stig sem eru í boði og svo tökum við stöðuna eftir það.“
Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. 7. desember 2023 21:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. 7. desember 2023 21:00