Öryggisráðið greiðir atkvæði um tillögu um tafarlaust vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 06:41 Öryggisráðið kemur saman í dag og greiðir atkvæði um tillögu um vopnahlé. AP/Eduardo Munoz Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag og greiða atkvæði um tillögu um vopnahlé á Gasa. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virkjaði 99. grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í gær og sendi erindi á forseta Öryggisráðsins þar sem hann sagði algjört hrun yfirvofandi á Gasa. 99. greinin hljóðar þannig: „Aðalforstjórinn getur vakið athygli öryggisráðsins á hverju því máli, sem að hans dómi kann að stofna í hættu varðveizlu heimsfriðar og öryggis.“ Guterres sagði að undir stöðugum loftárásum Ísraelshers og þar sem íbúar hefðu ekki í neitt skjól að venda né bjargir til að bjarga lífi og limum gerði hann ráð fyrir algjöru samfélagslegu hruni. Í kjölfarið yrði öll neyðaraðstoð á svæðinu ómöguleg. Í kjölfar erindis Guterres lögðu fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmana fram drög að tillögunni sem tekin verður fyrir í Öryggisráðinu í dag, samkvæmt sendinefnd Ekvador, sem fer fyrir ráðinu í desember og ræður dagskrá þess. AFP komst yfir drögin í gær og þar er ástandinu á Gasa lýst sem hörmulegu og tafarlauss vopnahlés krafist. Þá er farið fram á vernd borgara, lausn gísla í haldi Hamas og að neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn hafa hingað til staðið staðfastlega við bak Ísraelsmanna og neitað áköllum um vopnahlé. Þeir segja nýja tillögu í Öryggisráðinu ekki gagnlega á þessum tímapunkti. Þá sagði Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, ákvörðun Guterres um að virkja 99. greinina „ógn við heimsfrið“. Sameinuðu þjóðirnar Öryggis- og varnarmál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Sjá meira
António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virkjaði 99. grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í gær og sendi erindi á forseta Öryggisráðsins þar sem hann sagði algjört hrun yfirvofandi á Gasa. 99. greinin hljóðar þannig: „Aðalforstjórinn getur vakið athygli öryggisráðsins á hverju því máli, sem að hans dómi kann að stofna í hættu varðveizlu heimsfriðar og öryggis.“ Guterres sagði að undir stöðugum loftárásum Ísraelshers og þar sem íbúar hefðu ekki í neitt skjól að venda né bjargir til að bjarga lífi og limum gerði hann ráð fyrir algjöru samfélagslegu hruni. Í kjölfarið yrði öll neyðaraðstoð á svæðinu ómöguleg. Í kjölfar erindis Guterres lögðu fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmana fram drög að tillögunni sem tekin verður fyrir í Öryggisráðinu í dag, samkvæmt sendinefnd Ekvador, sem fer fyrir ráðinu í desember og ræður dagskrá þess. AFP komst yfir drögin í gær og þar er ástandinu á Gasa lýst sem hörmulegu og tafarlauss vopnahlés krafist. Þá er farið fram á vernd borgara, lausn gísla í haldi Hamas og að neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn hafa hingað til staðið staðfastlega við bak Ísraelsmanna og neitað áköllum um vopnahlé. Þeir segja nýja tillögu í Öryggisráðinu ekki gagnlega á þessum tímapunkti. Þá sagði Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, ákvörðun Guterres um að virkja 99. greinina „ógn við heimsfrið“.
Sameinuðu þjóðirnar Öryggis- og varnarmál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Sjá meira