Stal yfir þremur milljörðum og keypti bíla og rándýrt úr Sindri Sverrisson skrifar 8. desember 2023 07:31 Á meðan leikmenn Jacksonville Jaguars hömuðust úti á velli var starfsmaður í fjármáladeild félagsins að ræna frá því háum fjárhæðum. Getty/Peter Joneleit Fyrrverandi starfsmaður bandaríska NFL-félagsins Jacksonville Jaguars er sakaður um að stela yfir 22 milljónum Bandaríkjadala af félaginu, eða jafnvirði meira en þriggja milljarða íslenskra króna. Starfsmaðurinn, sem heitir Amit Patel, er í frétt The Athletic sagður hafa nýtt sér rafræn kreditkort félagsins til að fjárfesta í rafmyntum, rándýrum bílum og 13 milljóna króna úri. Lögmaður Patels segir í samtali við The Athletic að meirihluti upphæðarinnar sem hann stal hljóti að hafa verið notaður til að greiða niður háar skuldir vegna veðmála. Hann hafi byrjað að nýta kreditkort félagsins þegar skuldirnar hrönnuðust upp vegna veðmála á leiki í bandarískum fótbolta og „fantasy“-leiki á netinu. Brot Patels munu hafa átt sér stað á fjögurra ára tímabili, frá 2019 til 2023, en hann vann hjá fjármáladeild félagsins. Hann á að hafa nýtt sér aðstöðu sína til að kaupa ferðir fyrir sig og vini sína, íbúð og Teslu auk annars bíls, og lúxusúr frá Patek Philippe eins og fyrr segir. Lögmaður Patels neitar því aftur á móti að hann hafi nýtt peninga Jaguars-félagsins til að lifa rándýrum lífsstíl. Hann hafi verið að borga skuldir en reynt að fela færslurnar með því að láta þær vera fyrir eðlilega hluti í rekstrinum á borð við ferða- og hótelkostnað. Í tilkynningu frá Jacksonville Jaguars segir að félagið hafi rekið starfsmanninn í febrúar á þessu ári og að félagið vinni nú með FBI og skrifstofu saksóknara í Mið-Flórída. NFL Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Sjá meira
Starfsmaðurinn, sem heitir Amit Patel, er í frétt The Athletic sagður hafa nýtt sér rafræn kreditkort félagsins til að fjárfesta í rafmyntum, rándýrum bílum og 13 milljóna króna úri. Lögmaður Patels segir í samtali við The Athletic að meirihluti upphæðarinnar sem hann stal hljóti að hafa verið notaður til að greiða niður háar skuldir vegna veðmála. Hann hafi byrjað að nýta kreditkort félagsins þegar skuldirnar hrönnuðust upp vegna veðmála á leiki í bandarískum fótbolta og „fantasy“-leiki á netinu. Brot Patels munu hafa átt sér stað á fjögurra ára tímabili, frá 2019 til 2023, en hann vann hjá fjármáladeild félagsins. Hann á að hafa nýtt sér aðstöðu sína til að kaupa ferðir fyrir sig og vini sína, íbúð og Teslu auk annars bíls, og lúxusúr frá Patek Philippe eins og fyrr segir. Lögmaður Patels neitar því aftur á móti að hann hafi nýtt peninga Jaguars-félagsins til að lifa rándýrum lífsstíl. Hann hafi verið að borga skuldir en reynt að fela færslurnar með því að láta þær vera fyrir eðlilega hluti í rekstrinum á borð við ferða- og hótelkostnað. Í tilkynningu frá Jacksonville Jaguars segir að félagið hafi rekið starfsmanninn í febrúar á þessu ári og að félagið vinni nú með FBI og skrifstofu saksóknara í Mið-Flórída.
NFL Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Sjá meira