Fullviss um að fyrrverandi eiginmaðurinn sé ekki faðir barnsins Jón Þór Stefánsson skrifar 8. desember 2023 13:00 Manninum hefur verið gert að mæta á dómþing vegna málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Kona hefur, fyrir hönd nýfædds sonar síns, stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum sem hún segist fullviss um að sé ekki faðir sonarins. Konan krefst þess að viðurkennt verði fyrir dómi að maðurinn sé ekki faðirinn. Maðurinn og konan gengu í hjónaband árið 2013, en rúmum sjö árum seinna, árið 2021, slitnaði upp úr hjónabandinu. Þau sóttu þó ekki um skilnað strax en maðurinn flutti af heimili þeirra til Þýskalands þetta sama ár. Hjónabandinu lauk síðan í upphafi árs 2022, en ekki endanlega fyrr en í nóvember á þessu ári. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í stefnu málsins sem hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu. Þar segir jafnframt að konan hafi flutt inn með núverandi sambýlismanni sínum á sama tíma og skilnaðurinn gekk formlega í gegn. Það var síðan í ágúst á þessu ári þegar sonur konunnar fæddist og þar sem að konan og fyrrverandi eiginmaðurinn voru tæknilega séð enn gift var hann sjálfkrafa skráður sem faðir barnsins. Konan er sannfærð um að hann sé ekki faðirinn og sambýlismaður hennar bíður þess að verða skráður sem slíkur. Fram kemur að konan sjái sig nauðuga til að höfða málið til þess að barnið sé rétt feðrað. Hún krefst þess að gerð verði erfðarannsókn á málsaðilum til að skera úr um hver faðirinn sé. Manninum hefur verið gert að sækja dómþing í Héraðdómi Reykjavíkur í janúar á þessu ári vegna málsins. Í stefnunni segir að ef hann mæti ekki megi búast við því að kröfur konunnar gangi í gegn. Dómsmál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira
Maðurinn og konan gengu í hjónaband árið 2013, en rúmum sjö árum seinna, árið 2021, slitnaði upp úr hjónabandinu. Þau sóttu þó ekki um skilnað strax en maðurinn flutti af heimili þeirra til Þýskalands þetta sama ár. Hjónabandinu lauk síðan í upphafi árs 2022, en ekki endanlega fyrr en í nóvember á þessu ári. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í stefnu málsins sem hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu. Þar segir jafnframt að konan hafi flutt inn með núverandi sambýlismanni sínum á sama tíma og skilnaðurinn gekk formlega í gegn. Það var síðan í ágúst á þessu ári þegar sonur konunnar fæddist og þar sem að konan og fyrrverandi eiginmaðurinn voru tæknilega séð enn gift var hann sjálfkrafa skráður sem faðir barnsins. Konan er sannfærð um að hann sé ekki faðirinn og sambýlismaður hennar bíður þess að verða skráður sem slíkur. Fram kemur að konan sjái sig nauðuga til að höfða málið til þess að barnið sé rétt feðrað. Hún krefst þess að gerð verði erfðarannsókn á málsaðilum til að skera úr um hver faðirinn sé. Manninum hefur verið gert að sækja dómþing í Héraðdómi Reykjavíkur í janúar á þessu ári vegna málsins. Í stefnunni segir að ef hann mæti ekki megi búast við því að kröfur konunnar gangi í gegn.
Dómsmál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira