Forsjárdeila ríkasta manns heims og poppstjörnu Jón Þór Stefánsson skrifar 8. desember 2023 21:04 Elon Musk krefst þess að hann verði tímabundið gerður að eina forsjáraðila barnanna. EPA Auðjöfurinn Elon Musk og barnsmóðir hans, tónlistarkonan Grimes, eiga nú í forræðisdeilu um þrjú börn þeirra, sem heita: X AE A-XII, Exa Dark Sideræl, og Tau Techno Mechanicus. Mál þeirra snýst meðal annars um hvar sjálf deilan á sér stað, í Kaliforníu-ríki eða Texas-ríki Bandaríkjanna. Business Insider fjallar um málið. Grimes flutti til Kaliforníu í haust og í kjölfarið stefndi Musk henni í Texas, þegar honum varð ljóst að flutningar hennar voru ekki tímabundnir. Grimes brást við og fór í gagnsókn í Kaliforníu. Bent hefur verið á mögulega ástæðu þess að Musk og Grimes deila um í hvaða ríki málið á að fara fram. Meðlagsgreiðslur fyrir þrjú börn eru að hámarki 2760 dollarar á mánuði í Texas, en í Kaliforníu er ekkert lagalegt hámark. Þess má geta að Musk er talinn vera ríkasti maður heims. Business Insider bendir þó á að ekki sé víst að forsjármál þeirra endi með meðlagsgreiðslum. Í áðurnefndri stefnu Grimes kemur fram að þau deili forræði barna sinna til helminga. „Við búum á sitthvorum staðnum, en erum enn saman,“ segir í dómsskjalinu. „Forsjármálið getur þó verið flókið því ég starfa í San Fransisco, en hann í Texas. Við reynum eins og við getum að verja tíma í borgum hvers annars.“ Musk krefst þess í stefnu sinni að Grimes taki börn sín aftur til Texas. Jafnframt krefst hann þess að hann einn verði tímabundið gerður að forsjáraðila barnanna. Business Insider hefur eftir sérfræðingi í forsjármálum að slík krafa sé einkennileg ef ekki eru uppi áhyggjur um hæfni hins einstaklingsins sem foreldri, líkt og ef grunur er um vanrækslu á börnum eða fíkniefnamisnotkun. Í kröfu Musk er lagt til að Grimes fái að hitta börnin aðra hverja helgi, einn mánuð á sumrin og um einhverja hátíðisdaga. Þar að auki leggur hann til að þegar Grimes sé með börnunum verði það alltaf í Travis-sýslu í Texas-ríki. Sérfræðingur Business Insider segir þá tillögu mjög sérstaka þar sem að Grimes myndi annað hvort neyðast til að flytja til Texas, eða vera sífellt á ferðinni. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Mál þeirra snýst meðal annars um hvar sjálf deilan á sér stað, í Kaliforníu-ríki eða Texas-ríki Bandaríkjanna. Business Insider fjallar um málið. Grimes flutti til Kaliforníu í haust og í kjölfarið stefndi Musk henni í Texas, þegar honum varð ljóst að flutningar hennar voru ekki tímabundnir. Grimes brást við og fór í gagnsókn í Kaliforníu. Bent hefur verið á mögulega ástæðu þess að Musk og Grimes deila um í hvaða ríki málið á að fara fram. Meðlagsgreiðslur fyrir þrjú börn eru að hámarki 2760 dollarar á mánuði í Texas, en í Kaliforníu er ekkert lagalegt hámark. Þess má geta að Musk er talinn vera ríkasti maður heims. Business Insider bendir þó á að ekki sé víst að forsjármál þeirra endi með meðlagsgreiðslum. Í áðurnefndri stefnu Grimes kemur fram að þau deili forræði barna sinna til helminga. „Við búum á sitthvorum staðnum, en erum enn saman,“ segir í dómsskjalinu. „Forsjármálið getur þó verið flókið því ég starfa í San Fransisco, en hann í Texas. Við reynum eins og við getum að verja tíma í borgum hvers annars.“ Musk krefst þess í stefnu sinni að Grimes taki börn sín aftur til Texas. Jafnframt krefst hann þess að hann einn verði tímabundið gerður að forsjáraðila barnanna. Business Insider hefur eftir sérfræðingi í forsjármálum að slík krafa sé einkennileg ef ekki eru uppi áhyggjur um hæfni hins einstaklingsins sem foreldri, líkt og ef grunur er um vanrækslu á börnum eða fíkniefnamisnotkun. Í kröfu Musk er lagt til að Grimes fái að hitta börnin aðra hverja helgi, einn mánuð á sumrin og um einhverja hátíðisdaga. Þar að auki leggur hann til að þegar Grimes sé með börnunum verði það alltaf í Travis-sýslu í Texas-ríki. Sérfræðingur Business Insider segir þá tillögu mjög sérstaka þar sem að Grimes myndi annað hvort neyðast til að flytja til Texas, eða vera sífellt á ferðinni.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira