„Það er brjálsemi að halda þessu fram“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2023 10:24 Sólveig Anna sagði heimildir Stefáns Einars vera rógburð. Vísir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að hún hafi komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í húsakynnum Eflingar sem annað starfsfólk hafi ekki haft aðgang að. Hún segir um að ræða lygar og rógburð. Þetta kom fram í þjóðmálaþættinum Spursmálum, sem stýrt er af Stefáni Einari Stefánssyni. Stefán sagðist hafa heimildir fyrir því að Sólveig Anna og félagar hefðu komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í Guðrúnartúni þar sem öðru starfsfólki hafi verið meinaður aðgangur. Ítrekaði spurninguna „Nei, guð minn góður. Það er brjálsemi að halda þessu fram og því miður er það svo,“ sagði Sólveig Anna sem komst ekki lengra því Stefán Einar greip frammí fyrir henni og spurði hana aftur hvort þetta væri ekki rétt. „Að sjálfsögðu ekki. Guð minn góður. Hverskonar bull er þetta eiginlega? Og það er ótrúlegt að ég þurfi á þessum tímapunkti ennþá að vera að reyna að hrekja...“ sagði Sólveig Anna en aftur greip Stefán Einar frammí fyrir henni. „Við viljum fá svör við þessum spurningum sem eðlilegt er,“ sagði Stefán Einar. Það stóð ekki á svörum. „Já, ég er að svara þessu og þetta er alrangt. Efling bara svo ég fari þá að útskýra þetta, eins leiðinlegt og fáránlegt og það hlýtur nú að vera fyrir þá sem eru að horfa á þetta sem vilja væntanlega frekar fjalla um kjaramálin og svo framvegis, þá er það svo að Efling á næstum því 50 prósent í Guðrúnartúninu, sem stundum hefur verið kallað skrifstofuvirkið.“ Lygar og rógburður Skaut Stefán Einar því þá að að þetta væri stór og glæsileg bygging. Sólveig Anna segir starfsemi Eflingar fara fram á þriðju hæðinni og á fjórðu hæðinni. „Þetta eru hæðir sem við nýtum, gerðum þá og gerum nú. Að einhver hafi verið að reyna að loka sig af er brjálsemi að halda fram, rangt, lygar og rógburður.“ Svaraði Stefán Einar því þá að orð Sólveigar væru um það fólk og að hann ætlaði sér ekki að leggja mat á þau. Svaraði Sólveig Anna þá að nýju. „Það eru orð um það að ég hafi reynt að loka mig af í einhverju aðskildu rými, já.“ Ólga innan Eflingar Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Sjá meira
Þetta kom fram í þjóðmálaþættinum Spursmálum, sem stýrt er af Stefáni Einari Stefánssyni. Stefán sagðist hafa heimildir fyrir því að Sólveig Anna og félagar hefðu komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í Guðrúnartúni þar sem öðru starfsfólki hafi verið meinaður aðgangur. Ítrekaði spurninguna „Nei, guð minn góður. Það er brjálsemi að halda þessu fram og því miður er það svo,“ sagði Sólveig Anna sem komst ekki lengra því Stefán Einar greip frammí fyrir henni og spurði hana aftur hvort þetta væri ekki rétt. „Að sjálfsögðu ekki. Guð minn góður. Hverskonar bull er þetta eiginlega? Og það er ótrúlegt að ég þurfi á þessum tímapunkti ennþá að vera að reyna að hrekja...“ sagði Sólveig Anna en aftur greip Stefán Einar frammí fyrir henni. „Við viljum fá svör við þessum spurningum sem eðlilegt er,“ sagði Stefán Einar. Það stóð ekki á svörum. „Já, ég er að svara þessu og þetta er alrangt. Efling bara svo ég fari þá að útskýra þetta, eins leiðinlegt og fáránlegt og það hlýtur nú að vera fyrir þá sem eru að horfa á þetta sem vilja væntanlega frekar fjalla um kjaramálin og svo framvegis, þá er það svo að Efling á næstum því 50 prósent í Guðrúnartúninu, sem stundum hefur verið kallað skrifstofuvirkið.“ Lygar og rógburður Skaut Stefán Einar því þá að að þetta væri stór og glæsileg bygging. Sólveig Anna segir starfsemi Eflingar fara fram á þriðju hæðinni og á fjórðu hæðinni. „Þetta eru hæðir sem við nýtum, gerðum þá og gerum nú. Að einhver hafi verið að reyna að loka sig af er brjálsemi að halda fram, rangt, lygar og rógburður.“ Svaraði Stefán Einar því þá að orð Sólveigar væru um það fólk og að hann ætlaði sér ekki að leggja mat á þau. Svaraði Sólveig Anna þá að nýju. „Það eru orð um það að ég hafi reynt að loka mig af í einhverju aðskildu rými, já.“
Ólga innan Eflingar Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Sjá meira