Sveitarstjórn vísar erindi um sameiningu til þorrablótsnefndar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2023 11:52 Lárus Heiðarsson oddviti sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Austurbrú/Vísir/Ívar Fannar Á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps í vikunni var umsögn innviðaráðuneytisins um að sveitarfélagið yrði fjárhagslega sjálfbærara yrði það sameinað með öðrum sveitarfélögum vísað til þorrablótsnefndar. Oddviti sveitarstjórnar segir umsögnina hjákátlega og sveitarstjórnin hafi því ákveðið að svara henni í hæðni. Í fundargerð sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps frá 5. desember segir að fram hafi farið síðari umræða um hvort hefja eigi viðræður um sameiningu sveitarfélagsins við nærliggjandi sveitarfélög. Fram kemur að einróma ákvörðun sveitarstjórnar um að hefja ekki slíkar viðræður hafi verið tekin. „Í umsögn innviðaráðuneytis um lögbundna starfsemi í sveitarfélaginu kemst það helst að þeirri merkilegu niðurstöðu að þá fyrst væri sveitarfélagið fjárhagslega sjálfbært ef það sameinaðist öðrum. Niðurstaða sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps er að vísa umsögninni til efnislegrar meðferðar hjá þorrablótsnefndinni,“ segir í fundargerðinni. Sveitir ekki notið góðs af sameiningu Lárus Heiðarsson, oddviti sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps segir að farið sé með vitleysu í umsögn ráðuneytisins. Hann segir engan áhuga hjá íbúum fyrir sameiningu og því ekki í stöðunni að fara í sameiningarviðræður. Hvort sem er þyrftu íbúar að kjósa um sameiningu ef til þess kæmi. „Það er náttúrlega búið að vera að sameina sveitirnar í kring um Egilsstaði við Múlaþing og því er haldið fram í þessu bréfi að sveitarfélögin verði ekki fjárhagslega sjálfstæð fyrr en við sameinumst Múlaþingi,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir íbúa Fljótsdalshrepps ekki hafa séð að þær sveitir sem hafi sameinast Múlaþingi hafi notið góðs af því. Lárus segir skrítið að fólk í Reykjavík mæli með sameiningu sveitarfélagsins við Múlaþing þegar sveitin hafi sjálf horft upp á sameiningarnar og hvort þær hafi borið árangur. „Þannig að þetta er ofboðslega skrítið svar og okkur fannst bara rétt að vísa því til þorrablótsnefndar út af þessum vitleysum sem eru lagðar fram í þessu bréfi,“ segir Lárus. Hvað gæti þorrablótsnefndin haft um þetta að segja? „Ja, hún gerir örugglega bara grín að þessu. Fólki finnst þetta bara hjákátlegt að fá svona bréf frá ráðuneytinu. En þetta hefur ekkert með íbúa Múlaþings að gera, þetta er eingöngu svar okkar við svarbréfi frá ráðuneytinu.“ Kynlíf Fljótsdælinga veki áhuga ráðuneytis Innviðaráðuneytið birti í síðasta mánuði samantekt umsagna um lögbundna þjónustu fámennra sveitarfélaga á landinu á vef stjórnarráðsins. Þar kemst ráðuneytið svo að orði að íbúar í sveitarfélögunum geti tæpast fjölgað sér á náttúrulegan hátt. „Ekkert í sveitarstjórnarlögum fjallar um hlutverk sveitarfélaga í þá veru að fjölga íbúum á „náttúrulegan hátt“. Því verður ekki annað séð en að hér sé aðeins um að ræða sérstakan áhuga innviðaráðuneytisins á kynlífi Fljótsdælinga. Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps gleðst yfir þessu áhugamáli ráðuneytisins og er afar áhugasöm um áframhaldið,“ segir í fundargerðinni. „Við höfum verið að klóra okkur mikið í hausnum og líka verið að hugsa, hvað er þá að fjölga sér á ónáttúrulegan hátt?“ segir Lárus um málið. „Þetta er mjög skrítið og okkur finnst eiginlega bara talað niður til okkar.“ Sveitarstjórnarmál Byggðamál Fljótsdalshreppur Múlaþing Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Í fundargerð sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps frá 5. desember segir að fram hafi farið síðari umræða um hvort hefja eigi viðræður um sameiningu sveitarfélagsins við nærliggjandi sveitarfélög. Fram kemur að einróma ákvörðun sveitarstjórnar um að hefja ekki slíkar viðræður hafi verið tekin. „Í umsögn innviðaráðuneytis um lögbundna starfsemi í sveitarfélaginu kemst það helst að þeirri merkilegu niðurstöðu að þá fyrst væri sveitarfélagið fjárhagslega sjálfbært ef það sameinaðist öðrum. Niðurstaða sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps er að vísa umsögninni til efnislegrar meðferðar hjá þorrablótsnefndinni,“ segir í fundargerðinni. Sveitir ekki notið góðs af sameiningu Lárus Heiðarsson, oddviti sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps segir að farið sé með vitleysu í umsögn ráðuneytisins. Hann segir engan áhuga hjá íbúum fyrir sameiningu og því ekki í stöðunni að fara í sameiningarviðræður. Hvort sem er þyrftu íbúar að kjósa um sameiningu ef til þess kæmi. „Það er náttúrlega búið að vera að sameina sveitirnar í kring um Egilsstaði við Múlaþing og því er haldið fram í þessu bréfi að sveitarfélögin verði ekki fjárhagslega sjálfstæð fyrr en við sameinumst Múlaþingi,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir íbúa Fljótsdalshrepps ekki hafa séð að þær sveitir sem hafi sameinast Múlaþingi hafi notið góðs af því. Lárus segir skrítið að fólk í Reykjavík mæli með sameiningu sveitarfélagsins við Múlaþing þegar sveitin hafi sjálf horft upp á sameiningarnar og hvort þær hafi borið árangur. „Þannig að þetta er ofboðslega skrítið svar og okkur fannst bara rétt að vísa því til þorrablótsnefndar út af þessum vitleysum sem eru lagðar fram í þessu bréfi,“ segir Lárus. Hvað gæti þorrablótsnefndin haft um þetta að segja? „Ja, hún gerir örugglega bara grín að þessu. Fólki finnst þetta bara hjákátlegt að fá svona bréf frá ráðuneytinu. En þetta hefur ekkert með íbúa Múlaþings að gera, þetta er eingöngu svar okkar við svarbréfi frá ráðuneytinu.“ Kynlíf Fljótsdælinga veki áhuga ráðuneytis Innviðaráðuneytið birti í síðasta mánuði samantekt umsagna um lögbundna þjónustu fámennra sveitarfélaga á landinu á vef stjórnarráðsins. Þar kemst ráðuneytið svo að orði að íbúar í sveitarfélögunum geti tæpast fjölgað sér á náttúrulegan hátt. „Ekkert í sveitarstjórnarlögum fjallar um hlutverk sveitarfélaga í þá veru að fjölga íbúum á „náttúrulegan hátt“. Því verður ekki annað séð en að hér sé aðeins um að ræða sérstakan áhuga innviðaráðuneytisins á kynlífi Fljótsdælinga. Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps gleðst yfir þessu áhugamáli ráðuneytisins og er afar áhugasöm um áframhaldið,“ segir í fundargerðinni. „Við höfum verið að klóra okkur mikið í hausnum og líka verið að hugsa, hvað er þá að fjölga sér á ónáttúrulegan hátt?“ segir Lárus um málið. „Þetta er mjög skrítið og okkur finnst eiginlega bara talað niður til okkar.“
Sveitarstjórnarmál Byggðamál Fljótsdalshreppur Múlaþing Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira