Ofurtölva Rux telur Börsunga eiga 37,6 prósent möguleika á að verða Evrópumeistara.
Barcelona komst í úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en tapaði fyrir Magdeburg með Gísla Þorgeir Kristjánsson fremstan í flokki.
Samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar eiga Gísli, Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og félagar í Magdeburg 12,9 prósent möguleika á að verja titilinn.
Næstlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina er Veszprém sem Bjarki Már Elísson leikur með. Ofurtölvan gefur ungversku meisturunum 16,4 prósent möguleika á sigri í Meistaradeildinni.
@handballytics has taken out the calculator to analyse in more than 1 0 0 0 0 simulations. Who has more chances to reach the play-offs, quarter-finals, #ehffinal4 and win the #ehfcl
— EHF Champions League (@ehfcl) December 11, 2023
Read it here and tell us who is your favourite! https://t.co/KjszBdG6rR pic.twitter.com/eZBwIAfK6X
Möguleikar Hauks Þrastarsonar og félaga í Kielce eru aðeins taldir 4,4 prósent. Það er samt töluvert meira en Kolstad, sem Sigvaldi Guðjónsson leikur með. Samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar eru möguleikar Noregsmeistaranna bara 0,8 prósent.